Saturday, March 05, 2005

Jæja,kæru Landsmenn,fjölskyldur,vinir og vandamenn

Jæja,kæru Landsmenn,fjölskyldur,vinir og vandamenn; Laugardagur í Greyton og Reykjavik,Hvanneyri og Egilsstöðum og tími til að láta í sér heyra. Garðatónleikarnir í gær voru þeir fjölmennustu frá upphafi (vel yfir 80 manns) og ALLT gekk eins og í sögu. Ég breytti fyrirkomulaginu þannig að tónlistarmennirnir voru úti undir skyggninu við galleríið, þannig að ALLIR í garðinum gátu séð þá (búið að vera kvartanir yfir runnum sem skyggndu fyrir útsýnið á fyrri stað, en við viljum engan veginn taka í burtu því hunangsfuglarnir sem eru grænir og rauðsanseraðir sækja nektar í blómin á þeim).

Er búinn að vera mikið í garðinum með Harold og miklar framfarir á hverjum degi. Umhverfið í kringum sundlaugina er orðið mjög flott og kaktusa og þykkblöðungabeðin eru að verða tilbúin. Amie tók hurðirnar á veitingastaðnum í gær og setti á þær nýjar lamir svo nú opnast þær alveg upp að vegg sem gefur stéttinni fyrir framan alveg nýtt “speis”.

Tómatauppskeran er búin að vera ótrúleg af þessum fræum sem sáð var fyrir í október og núna eru skrauterturnar á fullu að koma upp sem sáð var fyrir 3 vikum. Hvítu köllurnar virðast líka ætla að blómstra aftur, en þær voru í blóma í sept/okt síðast. Fiskatjörnin er alltaf að breytast eftir því sem gróðurinn vex í kringum hana.

Hótelið er búið að vera meira og minna fullt síðustu tvær vikur (ráðstefnur) og við erum næstum fullir um helgina og síðan fullbókaðir frá þriðjudegi til föstudags n.k. Gestirnir okkar hafa æ oftar orð á hversu velþjálfað og kurteist starfsfólk við höfum og þar held ég að við séum að uppskera alla viðveruna hér ásamt, Rögnu, Gússý og Jóhönnu.

Saumakonan sem ráðin var reyndist kunna ver á skæri og málband en 6 ára barn og Frú Gleði ákvað að reka hana (gegn mínum vilja...), sagði að við hefðum ekki efni á fleiri mistökum og að Myrtle (þvottahús) og Kahlina (þrif) væru yfir sig hneykslaðar á vinnubrögðunum hjá henni. Seinkar því eitthvað saumamennskan.

Brotist var inn hjá nágrann okkar í gærkvöld, hún hafði farið frá í 5 mín að sækja dóttur sína um 10 leytið í gærkvöld og skilið eftir opið....við hverju býst fólk við í þessarri fátækt ? Við Villi fórum inn í húsið fyrir hana til að athuga hvort þjófarnir væru þar enn þá og síðan komu þær heim til að jafna sig og bíða eftir löggunni.Villi er búinn að vera brjálæðislega duglegur í skrifstofuvinnu undanfarið og skipulag að komast á allt hér.

Erum æðislega hamingjusamir og njótum þess núna að lengra og lengra er á milli “krísanna”.Þurfum þó að fara að huga að búsetumálum þar eð leigusamningurinn á Parkstrít rennur út 1 apríl. Ég hallast helst að því að endurnýja hann ekki, finnst einhvernveginn við ekki eiga heima þarna og þetta er ákvörðun sem við 4 verðum að taka. Jæja elsku öll ; mikið hlakka ég til að lesa kommentin (eina ástæðan fyrir að ég nenni þessu tölvuvesini). Vonandi hafið þið það öll gott í fallegu marsbirtunni á Íslandinu Góða. Lof end líf jú, Guðmundur.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá þetta hljómar nú aldeilis vel hjá ykkur, glæsilegt...
Ef ég held áfram að lesa bloggið ykkar þá neyðist þið til að ráða mig í vinnu í sumar.. ég er komin með þvílíka "Afríku" heimþrá af þessum lestri að það hálfa væri nóg... Já það er laugardagur á Hvanneyri og falleg marsbirta heldur betur... en ég sit inni í próflestri í líffærafræði.. ligg yfir æxlunarfærum karldýra og meltingarkerfinu... Vissuð þið að refir, hundar og kettir hafa bein í skaufanum á sér og hrútar hafa brundorm? Já maður lærir alltaf eitthvað nýtt... Best að halda áfram að læra áður en ég bilast og panta flugmiða á netinu...
Bestu kveðjur til ykkar allra frá Hvanneyri
Guðrún Bjarnadóttir

10:05 pm  
Anonymous Anonymous said...

laugardagsstillilognskveðja héðan úr Reykjavíkinni,ég og mútta fórum smá rúnt í dag og fórum og hittum Gulla á Jómfrúnni, og gáfum honum slóðina ykkar, og töluðum um ykkur, kíktum svo til Helgu á Hjartadeildina í Blómálfinum, sátum þar í 2 tíma í frábæru spjalli, og töluðum um ykkur, ætlum að reyna smá "krúa" þrátt fyrir að aðalmenninina vanti, ykkar er líka saknað á Jómfrúnni...
Jói er staddur á Hala í Suðursveit, að byggja þórbergs-setur og fær staðgóðan mat.. kjötsúpu með súru slátri og smjéri...(oj..) svo ég er ein að rolast,...vorið er aðeins byrjað að gæjast upp í garðinum hjá mér,, m.a.s. jarðaberjaplönturnar eru að sýna sig..en..nú á að klippa og klippa, ætli ég leyfi ekki múttu að spreyta sig, ekta hún að ráðast á runnana með rafmagnssög..þá er hún í essinu sínu. Ástar og saknaðarkveðjur til ykkar..ég og Abba ætlum að skála til ykkar um næstu helgi í Köben....
Hafdís

11:13 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Hæ elsku dúllurnar mínar.
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar. Var að lesa vikuskammt, búið að vera annasamt hjá mér frumsýning á föstudag og 2 sýning í kvöld og allt gekk svona glimrandi vel. Skálaði mikið fyrir ykkur í frumsýningarpartýinu.
Ástarkveðjur Ása Hildur

12:08 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku Guðmundur og þið öll! Segðu Villa að þú fáir kommentin af því þú ert svo duglegur að biðja um þau. Hlýnar um litlu hjartaræturnar þegar ég sé nafnið mitt nefnt, enda finnst mér ég eiga smá í ykkur og þið komið oft upp í hugan og aðstæður sem ég var með ykkur í. Flott hvað þið eruð að gera fína hluti, verður allt vitlaust að gera hjá ykkur þegar Villi verður komin ´´a fullt í markaðssetningu. Farið vel með ykkur. love Ragna

11:53 am  

Post a Comment

<< Home