Wednesday, March 23, 2005

Trúnaðarmál – einungis fyrir Rögnu

Og ekki láta ykkur detta í hug að lesa þetta þar sem þetta er bara á milli okkar Rögnu

Takk Fyrir góð ráð elsku vinkona. Við vorum, eða reynda ég að hugsa um að vera mjög stífir og reiðir og láta allt stafsfólkið fá rasskell. Hingað og ekki lengra. Skilið dótinu eða löggan kemur á mánudaginn.

Eftir að hafa hugsað betur um þetta erum við þakklátir þér fyrir góð ráð og fórum eftir þeim. Bói var fyrst með lestur yfir þeim um hlutum sem höfðu horfið, framtíðarsýn okkar, traust, virðingu og heiðarleika. Síðan þurfti hann að fara að sinna gestum svo Frú Gleði gæti komið á fundinn líka.

Ég bætti aðeins við hjá Bóa og talaði svo um hópeflið og liðsheildina sem við hefðum verið að byggja upp. Minnti á hópeflið sem við höfðum þegar þú varst hérna og öll viðtölin og hvað allt var gott eftir að þú fórst. Minnti líka á fyrstu dagana okkar hérna þegar allir voru grunaðir um þjófnað og hvernig tilfinning það hefði verið. Náði líka að bæta við hvað við hefðum gefið þeim margt og þetta væri þakklætið sem við værum að uppskera. Gleði bætti svo aðeins við það á Africans meðan ég skrifaði upp á töflu

Svo sagði ég þeim að við hefðum spjallað við Rögnu og fengið góð ráð. Þú hefði mælt með því að við skiptum þeim upp í hópa (sem við gerðum, 3) og fórum yfir þessar 5 spurningar sem þú gafst okkur.

1: Can (sorry að þetta er á engilsaxnesku) we agree on that it is not nice to work in a place where theft is going on? (getum við verið sammála um að það sé ekki gott að vinna á stað þar sem þjófnaður á sér stað?) Þau fengu öll hálftíma til að fara saman yfir allar fimm spurningarnar og komast að niðurstöðu) Svörin voru: Þetta er að eyðileggja liðsheildina og traustið og er ekki mjög næs. Allir sammála þar og svo tók ég einn fyrir úr hópnum og bað hann um að leggja enn frekar út af þessu sem virkaði mjög vel.

2. Hvað getum við gert ef einhver er að stela? Svörin voru: 1. Segjum Villa og Bóa frá því, 2 Segjum Bóa og Villa frá því og kærum það svo til Löggunnar. 3. Tölum við þennan aðila og rekum hann svo. Aftur lögðu einhverjir út frá þessu og bættu við.

3. Hvað get ég gert til að fyrirbyggja þjófnaði og hvernig get ég fundið þjófinn? 1. Við þurfum að gera eitthvað í þessu. Fáum öryggisgæslu til að leita í töskum starfsfólks þegar það kemur og aftur þegar það fer. 3. sama. Þá spurði ég hvernig þeim myndi líða ef það yrði gert. Fínt. Sagði Gilitrutt. Hún var að vinna á Holiday inn og þetta var gert þar. Ég spurði þá aftur hvernig öryggisgæslan átti að finna seðlana sem Smjörlíki fékk í laun. Þeir væru þunnir og auðvelt að setja þá í brjóstahaldara eða nærbuxur. Þyrfti þá að gera nektarleit á öllum. Svarið var já og það væri allt í lagi. Ef maður væri saklaus þá myndi maður vilja að þetta stoppaði og sá seki fengi að finna fyrir því.

4. Hvað geta eigendunum líði og hvernig geta þeir stoppað þjófnaði: 1. Illa og vonsviknir. Reka þjófinn. 2 Vonsviknir og illa. Kæra þetta til löggunnar. 3 sama. Bað starfsfólkið um að setja sig í okkar skó og hvað þau myndu gera ef þau væru eigendur. Mikil harka í þeim.

5 hvað eigum við að gera með þjófnaðina sem hafa verið framkvæmdir? 1 Ekki gefa þeim annað tækifæri. Rekið þá. 2. Leiðið þá í gildru og rekið þá svo. 3 Gerið bara það sem ykkur finnst best.

Held að þetta hafi gengið vel.. Tók samt eftir að 3 starfsmenn voru mjög fölir og niðurlútir allan fundinn. Gulltönn, Frú Fyndna og Halli. Þetta er allt fólk sem annað starfsfólk hefur bent á og nefnt sem hugsanlega þjófa. Hvað veit ég kæra vinkona.

Endaði fundinn á því að biðja þau öll um að hugsa mjög alvarlega um þessi mál. Ætlaði ekki einu sinni að nefna alla þjófnaðina sem hafa átt sér stað, en það væru þrjú mál sem við myndum íhuga mjög alvarlega að fara með til löggunnar á mánudaginn. Gardínur sem hurfu, Sólgleraugun hennar Jóhönnu og svo launin hennar Smjörlíki. Bauð þeim upp á að tala við okkur (mig, Bóa og Gleði) í trúnaði ef þau hefðu einhverjar upplýsingar eða jafnvel að skila inn nafnlausu bréfi.. Það er ekki gaman að hafa alla undir grun fyrir þjófnað og þangað til að þetta stoppaði þá væru allir það.

Fundurinn gekk vel og mikið rætt. Er ekki alveg viss hvernig stemmingin er núna á hótelinu. Verð- eiginlega að fara fram og tékka. Takk, kæra vinkona fyrir alla hjálpina og stuðninginn. Þetta er miklu meira virði fyrir okkur en þú veist. Læt þig vita seinn hvernig þetta fer allt saman.

Biðjum að heilsa Samma og Unni

0 Comments:

Post a Comment

<< Home