LONG TIME NO SEEN ...OR WRITTEN
Jæja elsku allir, vonandi allir komnir heim aftur með skuldahalana (tjaldvagnana) heila og haldna eftir Verzlósukkið. Það hefur verið heldur dauft hér eftir að Lovísa og Gabríel fóru. DAUFT í merkingunni “söknuður”. Annað heldur okkur alveg við efnið. Endalausar krísur með staffinu. Kominn tími á ALMENNILEGT HÓPEFLI---- með þeim sem eru enn að vinna hér. Nýjustu fréttir, Gulltönn (Charleen) er farin í barnsburðarfrí reyndar bara mánaðarlangt ( hún hefur ekki efni á lengra fríi greyið). Óliver síðasti “garðyrkjumaðurinn” okkar er hættur. Mætti ekki í vinnu á laugardag án leyfis. Er búinn að standa sig sérlega illa í garðinum og var á 1 mánaðar aukasjéns og átti að færa í viðhaldsdeildina til að tryggja honum eitthvað að gera... hringdi í hann á laugardag og sagði honum að mæta ef hann hefði einhvern áhuga á framtíð hér. Honum datt til hugar að mæta í gærmorgun. Ég sat úti og hann mætti brosandi eins og allt væri í þessu fína. Ég bað hann um að kíkja á vaktaplanið fyrir vikuna og athuga hvort eitthvað væri breytt (var búinn að stroka hann út af vaktaplaninu). Hann kom til baka og sagði “Bói , I´m fine with this”. Ég sagði honum þa að ég væri ekki að reka hann, heldur vildi ég að hann kæmi daginn eftir á fund kl 12.00 með niðurskrifaðar 3 GÓÐAR ástæður fyrir því að ég ætti að halda honum. Hann mætti að sjálfsögðu ekki !!! Thank Lord.
Joy fékk símtal í dag sem henni líkaði ekki frá fyrrverandi dutymanager “Mariusi” sem hætti fyrir 10 mánuðum síðan að eigin vilja (og hótaði mér lífláti út af Karenu kokki). Hann sagði henni að hann hefði heyrt um samsæri hjá henni Gulltönn og Amie um að við Villi myndum gera honum lífið svo erfitt að hann hætti. Hún var mjög reið (skiljanlega, því þetta er algjör þvæla). Hann hafði htrúlega heyrt um stöðuhækkun hennar (hún er orðin General manager) og svona er nú öfundsýkin. En frá dægurþrasi í huggulegri hluti.
Fékk nýtt bréf frá Báru múttu í dag með mynd af nýjasta íslendingnum í Brúarásinum. Til hamingju Jórunn og Helgi !!! – og þið öll í familíinu. Hló og hló, ég hef aldrei áður upplifað jafn fyndin bréf og frá Báru múttu. Hún skrifar eins og hún talar. Skuldahala nafnið á tjaldvagnana og kerrurnar er frá henni komið og því stolið hjá mér. Anna Kristíne hefur verið mjög duglega að skrifa okkur og við heyrðum frá henni að Venus hefði framið sjálfsvíg, mjög sorglegt, var alltaf svo stoltur af honum bæði útlitinu og uppruna og hugsaði að hann væri framtíðin á Íslandi eins og litli Gabíel okkar. Mamma Addúar var að deyja og verður jörðuð þann 4. Hugur okkar er með henni , Matta og fjölskyldunni.
Blómafréttir ; jasmínan er núna öll í blóma OG því líkur ilmur. Kemur mér á óvart hversu vel öll blómin endast í afskurði. Er enn með próteur í vasa sem ég týndi fyrir 4 vikum síðan. Kamelíurnar eru í blóma í öllum litabrigðum og möndlutréið gamla er bleikt ásýndar. Plómutréin eru komin með fyrstu blómin en eiga eftir að gera sig betur.Vefarafuglarnir eru á hreiðrum og sólin orðin dálítið MIKIÐ æst aftur. Jæja er að fara að keyra staffið heim. Kominn lokunartími...enginn gestur, svo lov end líf jú oll. Kveðjur úr svörtustu.
Joy fékk símtal í dag sem henni líkaði ekki frá fyrrverandi dutymanager “Mariusi” sem hætti fyrir 10 mánuðum síðan að eigin vilja (og hótaði mér lífláti út af Karenu kokki). Hann sagði henni að hann hefði heyrt um samsæri hjá henni Gulltönn og Amie um að við Villi myndum gera honum lífið svo erfitt að hann hætti. Hún var mjög reið (skiljanlega, því þetta er algjör þvæla). Hann hafði htrúlega heyrt um stöðuhækkun hennar (hún er orðin General manager) og svona er nú öfundsýkin. En frá dægurþrasi í huggulegri hluti.
Fékk nýtt bréf frá Báru múttu í dag með mynd af nýjasta íslendingnum í Brúarásinum. Til hamingju Jórunn og Helgi !!! – og þið öll í familíinu. Hló og hló, ég hef aldrei áður upplifað jafn fyndin bréf og frá Báru múttu. Hún skrifar eins og hún talar. Skuldahala nafnið á tjaldvagnana og kerrurnar er frá henni komið og því stolið hjá mér. Anna Kristíne hefur verið mjög duglega að skrifa okkur og við heyrðum frá henni að Venus hefði framið sjálfsvíg, mjög sorglegt, var alltaf svo stoltur af honum bæði útlitinu og uppruna og hugsaði að hann væri framtíðin á Íslandi eins og litli Gabíel okkar. Mamma Addúar var að deyja og verður jörðuð þann 4. Hugur okkar er með henni , Matta og fjölskyldunni.
Blómafréttir ; jasmínan er núna öll í blóma OG því líkur ilmur. Kemur mér á óvart hversu vel öll blómin endast í afskurði. Er enn með próteur í vasa sem ég týndi fyrir 4 vikum síðan. Kamelíurnar eru í blóma í öllum litabrigðum og möndlutréið gamla er bleikt ásýndar. Plómutréin eru komin með fyrstu blómin en eiga eftir að gera sig betur.Vefarafuglarnir eru á hreiðrum og sólin orðin dálítið MIKIÐ æst aftur. Jæja er að fara að keyra staffið heim. Kominn lokunartími...enginn gestur, svo lov end líf jú oll. Kveðjur úr svörtustu.
2 Comments:
Hæ elskurnar mínar.
Sakna ykkar alveg geðveikt mikið. Við erum að reyna að koma okkur aftur í eðlilega rútínu, gengur ekki of vel. Fór í vinnuna aftur í gær og hélt að ég myndi gjörsamlega sofna framm á hamborgarana. Það biðu mín náttúrulega FULLT af allskonar vandamálum.
Æ þið kannist við þetta.
Gabríel er ekkert alltof sáttur við að vera byrjaður aftur á lekskólanum, vill bara fara að leika við Óliver :)
Takk fyrir yndislegar 3 vikur og hlakka til að koma aftur fljótlega.
Love u
Lovísa
Það hlýtur að vera SVOOOOO tómlegt án þeirrar sem skrifar á undan mér og Gabríels krónprins.Nú var ég að koma heim og hér á lóðinni voru krakkar að leik, mikil læti. Einn er alveg eins og mini útgáfa af Erni, sjálfsagt svona 10 ára get ég ímyndað mér. Og maður þakkar bara í huganum fyrir að það séu ekki allir bleikir á þessu landi. Það segi ég satt. Og Gay Pride að bresta á enn og aftur. Sýnist vera voða mikið sama dagskráin, eða eins og stóð einhvers staðar ,,Gay Pride án Páls Óskars er eins og sólarlaus sumardagur"!!!! Og ef Íslendingar geta ekki lifað án sólarlauss sumardags, hver getur það þá? Ekki eins og maður sé í eilífri sól hér... En það er víst best að breyta aldrei neinu. Ég mun verða 95 ára, enn að selja Gay Pride flögg í göngunni og Palli syngur Stanslaust stuð, 78 ára.Þann dag verður sko gaman og þá verðið þið líka komnir heim til að kaupa fána af þeirri gömlu! Það get ég sagt ykkur.Annars hyggst ég ekki selja eitt né neitt þennan laugardaginn, hef alveg gengið mín spor fyrir Gay Pride!!! Love you and will never leave you - nema akkúrat núna! Knús og kossar, Anna Kristine.
Post a Comment
<< Home