Thursday, October 06, 2005

Lífs eða liðinn

Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir dagar. Á sunnudaginn var Bói farinn að vera lasinn. Tók smá kast í þvottahúsinu þegar hann komst að því að Gilitrutt var að þvo dúka og föt að heiman frá sér. Henti öllu líninu útúr þvottahúsinu og bað hana um að gjöra svo vel og koma skipulagi á þetta þvottahús einn tveir og þrír. Hann varð reiðari en ég hef séð hann lengi. Eiginlega aldrei séð hann svona reiðan. Jæja, hann fékk sér sjúss um ellefuleitið til að róa taugarnar. Þegar ég kom seint og síðar meir, eftir að hafa sofið eins og prinsessan á bauninni, var hann ennþá reiður og æstur. Róaðist nú allt saman og bæði Margrét (já, hún er mætt aftur) og Kahlina sögðu að þetta þvottahús væri til skammar og þær skyldu vel hvers vegna hann hefði orðið svona reiður.

Never mind. Ég sagði honum að fara í leggju sem hann dró og dró fram eftir degi. Hann alla vegna lagði sig loksins. Vaknaði endurnærður og til í aksjón. Kvöldið gekk vel. Hann vaknaði síðan um fimm leitið um morguninn og hafði þá ekki sofið mikið. Hann fór að sækja staffið þrátt fyrir að ég hefði átt að sækja það. Sem betur fer vaknaði ég snemma, eða um níu leitið og þegar ég kom útúr sturtunni, þá hringdi síminn. Það var Bói að spyrja hvort ég væri ekki að koma. Ég náttúrulega dreif mig. Þá leið honum svo illa að hann vildi komast í hvíld. Ég fylgdi honum heim og hann bað mig um að vera hjá sér. Sem ég gerði. Svo fór ég rétt sem snöggvast inn á hótel að tékka á status og kom svo strax aftur. Þá leið honum ennþá mjög illa. Bað mig að leggjast með sér og taka utan um sig, sem ég gerði. Svo leið honum svo illa að hann gat ekki legið svo við fórum á fætur. Ég tók utan um hann og hann næstum leið niður um leið. Var ekki viss hvort þetta væri þreyta, streita eða hvað. Ég kom honum alla vegna í hvíld aftur og rauk á hótelið og bað Gleði í hringja í doctorinn, sem var til í taka á móti honum strax en gat ekki komið. Ég rauk til baka og sa

“Ohh, það er svo erfitt að skrifa þetta, tárin bara leka” Never mind.

Sagði Bóa að ég hefði fengið tíma hjá lækni og hvort hann vildi ekki ekki koma. Jú, rukum þangað og hún rannsakaði hann. Sagði strax að þetta væri hjartaslag og að hann þyrfti að komast til læknis strax. Ekki hægt að bíða eftir sjúkrabíl (tekur hálftíma að fá hann til Greyton), þannig að ég rauk heim og pakkaði niður í smá tösku snyrtidóti fyrir hann (gleymdi náttúrlega að pakka fyrir mig), fékk mér eina róandi töflu , kippti Kristjáni með, lét Gleði vita og svo rukum við til Somerset West. Ég fór í Sjúmakker gírinn á formúla 1 BMW inum mínum og keyrði á 160 ríflega með hann og Kristján. Bóa leið ekki vel á leiðinni, enda vanur að skipta sér að akstrinum hjá mér. Hann vaggaði sér til og frá alla leiðina.

Gvöð hvað mér leið illa, en það var bara að keyra og keyra eins hratt og ég mögulega gat. Veit ekki enn hvað ég hef fengið margar hraðasektir” Var eins og Sjúkammer (eða hvað hann nú heitir í Formlula 1)

Komust á spítalann og Bóa var gefið morfín og settur beint í aðgerð. Þau sáu það strax að þetta var mjög alvarlegt slag og þetta væri spurning um líf og dauða.. Bói var samt með meðvitund allan tímann og bar sig vel. Náði meira að segja að biðja Kristján um að setja eina sígó undir koddann sem hann gæti reykt þegar hann kæmi úr aðgerðinni. Svona hress var hann nú. Hann þurfti líka að fylla út eitthvað eyðublað þar sem hann heimilaði aðgerðina. Hann skrifaði þar: Please make sure you do your job properly and that I come alive out of the operation. Var reyndar ekki alveg nóg að mati hjúkkunnar. Hann þurfti að skrifa að það ætti að þræða æðarnar og gera eitthvað við hjartað svo hann gæti lifað lengur.. Jæja í aðgerðina fór hann fimm minútum efir að við komum. Fékk staðdeifingu, plús morfínið og svo var þrætt í gegnum nárann alla leið upp í hjarta. Þar var sett eitthvað rör, blásin út blaðra og að lokum sett net til að þétta æðina. Þetta var ein aðal æðin sem flytur súrefni til hjartans. Aðgerðin gekk vel og allar aðrar æðar litu vel út. Fínt flæði og ekkert athugavert. Hann var settur á gjörgæslu þar sem hann var í tvær nætur. Þar gaf hann hjúkkunum og læknunum mjög erfiðan tíma. Heimtaði að fá fulla þjónustu fyrir peninginn, enda var þetta rándýrt og því miður erum við ekki tryggðir. Never mind (þetta eru bara peningar) hann var með smá óreglu á hjartslætti í ca 24 tíma eftir aðgerðina, en eftir það var hann bara fínn. Leið vel og leiddist svakalega, þrátt fyrir að ég og Kristján værum að koma til hans eins oft og við máttum.. Svaf reyndar mikið, enda mikil uppsöfnuð þreyta og svo er þessi aðgerð víst mjög erfið. Fólk verður mjög þreytt og slappt í ca hálfan mánuð á eftir alla vegna.

Hann var svo seinustu nóttina á almennri deild, og sagði þar að hann væri að drepast úr leiðindum ef hann kæmist ekki heim fljótt. Jæja, hann var útskrifaður í dag. Leið vel og fullur af orku, þrátt fyrir allt. Orkan reyndar endist ekki mjög langt og ég sparkaði honum í rúmið um fimm leitið. Svo er það kolesterol léttur matur, Hættir að reykja báðir (Endilega hjálpið okkur, það verður ekki auðvelt), komir á sprey og tyggjó og s.frv. Mikil hvíld næstu tvær vikur og svo eftirfylgni eftir 3 vikur. Get ekki líst þv í hvað ég hef haft miklar áhyggjur og sofið lítið og þurft að grenja mikið. Hef samt tekist að vera bara sterkur og takast á við þetta eins og það hefur gerst.

Hvers vegna gerist þetta? Get alla vegna sagt að það er alls ekki Gilitrutt að kenna. Óheilbrigt líferni, erfðir, of mikið reykt, of mikið drukkið, of mikið unnið, of mikið stress og alltof mörg vandamál. Nú fara bara næstu dagar og vikur í að endurmeta hvernig við getum breytt þessu til þess að komast lifandi út úr þessu. Bói barði á hliðið þarna uppi en komst ekki inn, sem betur fer. Móðir okkar, Guð, vildi ekki fá hann strax, þannig að það er best að taka sig saman og sjá til þess að við getum lifað í mörg ár til viðbótar. Þetta var svakalega alvarlegt og það er eins gott að taka á því.....

Takk elsku vinirnir og fjölskylda sem hafa staðið með okkur eins og klettir og verið dugleg að hringja og fylgjast með og gefa okkur stuðning. Takk allir sem hafa verið að biðja fyrir Bóa, þetta skiptir miklu máli. Staffið okkar hefur verið með bænastund á hverjum morgni áður en þau hafa hafið vinnu, þar sem þau hafa beðið fyrir Bóa mínum. Takk fyrir allt og allt.

Ps. Takk, Árni Sal, Soffía, Ragna. Inga (rétt hjá þér, það skiptir málir hvernig við tökumst á við allt sem uppá kemur í lífinu), Jói, Gyða, 8villt og Gússý og ef það eru fleiri þá takk líka fyrir hamingju óskir..

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sælir strákar!
Mikið er gott að heyra að Guðmundur er að ná sér og þetta fór vel miðað við allt. Vonandi gengur batinn vel. Frábært að Kristján skildi hafa verið staddur hjá ykkur til að hjálpa ykkur í gegnum þetta. Ég hugsa hlýtt til ykkar og sendi RISA stórt knús til ykkar yfir veraldarvefinn. Guðmundur ég sendi þér heilsustrauma og vona að þú náir fyrri kröftum sem allra fyrst.
Ástarkveðjur
Sigrún Ósk

4:35 pm  
Anonymous Anonymous said...

halló Bói og Villi.......
Ég mátti til að senda ykkur smá kveðjur, ég fékk fréttir frá Hólmfríði í gær um veikindi þín Bói og brá mér nú frekar, en gott að sjá að þú ert á batavegi. Nú er að láta sér batna og fara vel með sig....
kærar kveðjur úr Hólminum
þín bekkjarsystir
Þórheiður og fjölsk.

5:25 pm  
Anonymous Anonymous said...

hallo strakar,
Guðmundur minn velkominn i hopinn nu getum við farið að tala saman um sjukdoma baðir bunir að fa kransa,,,,
mikið er gott að allt gekk vel, tek
undir það sem her hefur komið framm
strakar að er malið hvernig er tekið
a lifinu og þið gerið það svo fallega
saman.
bestu kveðjur og gangi ykkur vel.
p.s. eg er ekki hættur að reykja.
love u Joi

6:17 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Villi minn og Guðmundur.
Mikið er gott að heyra að Guðmundur sé á batavegi. Nú eruð þið mikið óralangt í burtu, elskurnar. Ég sendi ykkur mínar innilegustu óskir um að allt gangi vel, og takist vel að ná góðum bata. Minnist ykkar í bænum mínum, Knús, Inga

9:32 pm  
Anonymous Anonymous said...

elsku Guðmundur, hugur okkar er búin að vera hjá þér síðustu daga,nú verðið þið að fara vel með ykkur, fara eftir góðum ráðum því við ætlum að vera vinir í ansi mörg ár ennþá á þessari jarðskorpu, heyrirðu það....
Æji ég skrifa seinna, sit eiginlega bara og grenja hérna við tölvuna, ég ætla að fara í bolinn minn sem ég keypti í DK og stendur stórum stöfum TUDEFJÆS framan á honum, Villi minn, ég ætti kannski að senda þér einn svoleiðis líka,
en ætli það sé ekki barasta gott að maður getur grátið af því að hlutirnir fóru vel en ekki úr sorg...Allar mínar bestu hugsanir og bænir til ykkar, og mamma sendir kveðjur svo og stjúpfjölskyldan...farið vel með ykkur....luv 8villt

11:33 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vá þetta var aldeilis áfall... Vona að Guðmundi líði betur. Allt í einu varð pirringurinn minn út af prófstressi svolítið hjákátlegur...
Já í guðana bænum hættið að reykja... ÞAÐ ER EKKER MÁL!! Ég hef núna verið hætt í 5 mánuði og sakna einskins... Ég las reyndar góða bók sem hjálpaði mér mikið og heitir Létta leiðin til að hætta að reykja eftir Alan Carr.. Alger heilaþvottur en svínvirkar... Heimasíðan fyrir bókina er http://www.allencarrseasyway.com/ Ég mæli með henni... Hún er reyndar til á Íslensku en ég fann hana ekki í fljótu bragði á netinu...
Nú skulið þið báðir taka því rólega í góðan tíma... Þið eigið það skilið...
Hugsa til ykkar....
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Guðrún Bjarnadóttir

12:20 am  
Anonymous Anonymous said...

Við hugsum til ykkar! Reynið að taka það rólega og einbeitið ykkur að batanum...

Árni Sal. og Arndís

8:24 am  
Anonymous Anonymous said...

Elskurnar mínar. Þið eruð undir alltof, alltof miklu álagi. Ég fékk sjokk að lesa þetta, hafði ekki hugmynd um að þetta hefði gerst. Í guðanna bænum í alvöru, forgangsraðið nú lífinu. Þið eruð alltof ungir til að vera að burðast með svona áhyggjur og við viljum öll hafa ykkur hjá okkur í marga áratugi í viðbót. Sendi allar mínar hlýjustu hugsanir og bænir til ykkar elsku strákar mínir. Knús og kossar Anna Kristine.

12:55 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elskurnar mínar. Þið eruð undir alltof, alltof miklu álagi. Ég fékk sjokk að lesa þetta, hafði ekki hugmynd um að þetta hefði gerst. Í guðanna bænum í alvöru, forgangsraðið nú lífinu. Þið eruð alltof ungir til að vera að burðast með svona áhyggjur og við viljum öll hafa ykkur hjá okkur í marga áratugi í viðbót. Sendi allar mínar hlýjustu hugsanir og bænir til ykkar elsku strákar mínir. Knús og kossar Anna Kristine.

12:55 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sælir Strakar

Takka ykkur fyrir sidast. Mikid vildi eg vera enta hja ykkur og hjalpad til. Vona ad Gudmuni sjè ad batna . Thid turfid ad reyna ad
gira adeins nidur. Og pruva ad fa staffid ykkar ad sja meyra um hlutina sjalft an thess ad thad se stadid yfir tvi. Tad er of mikid stress fyrir ykkur. Eg bid ad heilsa Staffinu og astar kvedja til Yoku Eg hugsa hlitt til ykkar og vona ad allt gangi vel " I vil be back "

Kjær kvedja
Stebbi

7:57 pm  

Post a Comment

<< Home