Friday, December 02, 2005

Greyton Lodge sápan heldur áfram.....

Erum búnir að vera á haus hérna. Dagurinn fer í skrifstofuvinnu allan daginn. Gleði er sjúkraskifuð í alla vegna viku í viðbót, þannig að maður finnur verulega fyrir því að hún er ekki hérna. Reyndar gott að því leiti til að við erum að ná meiri stjórn á skrifstofunni. Hún sendi skilaboð um daginn að það ætti að koma með launa skrána til hennar vegna þess að hún ætlaði að gera launin. Ég sagði bara nei, þú ert veik og átt að vera heima að hvíla þig og ekki hugsa einu sinni um hvað er að gerast hérna. Bönnuðum starfsfólkinu að hringja í hana þegar eitthvað væri að, án þess að hafa samráð við okkur. Hún að að fara til sálfræðings í næstu viku. Maður er farinn að komast miklu meira inn í allt hérna á skrifstofunni og það er eiginlega bara gott og kominn tími til.

Ami og Jacko hafa verið á fullu að gera upp eitt herbergið hjá okkur. Því miður hef ég ekki haft mikinn tíma til að vera með þeim eins og ég ætlaði. Fauk í mig í morgun við þá. Ég fór inn í herbergið og Jacko var á fullu að mála. Ég tók eftir því að það var ekki búið að laga gat sem var í loftinu eftir ljós, en þeir voru samt búnir að mála loftið. Það var ekki búið að sparsla almennilega í veggina og naglar höfðu ekki verið teknir út eins og ég hafði beðið um. Bennt þeim svo á að það ætti eftir að pússa og laga loftlista sem leit frekar illa út og rykið sem myndi koma af því myndi eyðileggja málninguna sem þeir væru að mála. Var búinn að segja Ami oft að ég vildi að þetta herbergi yrði gert mjög vel, vegna þess að ég vildi ekki þurfa að fara inn í það aftur þegar við værum búnir. Jæja þeir fóru strax í að sparsla og hreinsa þennan loftlista. Ég bað þá svo um að vinna yfirvinnu um helgina til þess að klára þetta herbergi fyrir þriðjudaginn vegna þess að við værum fullbókaðir þá og þyrftum á öllum okkar herbergjum að halda.

Tónleikarnir voru áðan í garðinum og mjög vel sóttir. Smá hikk up í eldhúsinu sem við gátum sett í gír aftur þannig að allt gekk vel eftir það. Wani hafði farið í viðhaldsskúrinn okkar að reyna að finna töng. Þurfti að skipta um gaskút fyrir eldhúsið en hann fann ekkert þar, þannig að ég fór og draslið sem er þarna útum allt gerir það að verkum að maður finnur ekki neitt þarna. Er búinn að biðja Ami nokkrum sinnum um að taka almennilega til þarna og koma röð og reglu á hlutina, en allt kemur fyrir ekki. Það er lagað eitthvað smá til og svo fer allt í rugling fljótt aftur. Veit ekki alveg hvernig ég tek á þessu. Ég alla vegna fór þá í herbergið sem þeir eru að vinna til að athuga hvort þessi töng væri hugsanlega þar. Fann ekkert nema opnar málningardósir og pensla og rúllur sem höfðu ekki verið hreinsaðar og voru að storkna. Fauk í mig verulega. Það er bara eins og þeim sé alveg skítsama hvort það verði hægt að nota verkfærin á morgun. Ég alla vegna tók alla pensla og vafði í plast. Svo þarf ég að eiga samtal við piltana á morgun.

Vorum með vínsmökkun á fimmtudaginn fyrir þjónana okkar. Kom á óvart að sú sem vissi mest um vín var Karen kokkur. Þær voru búnar að gleyma ýmislegu sem Kristján hafði kennt þeim um vín, en þetta var mjög gott námskeið og vínfranleiðandinn sem hélt það fyrir okkur tók þetta alveg í grunninum á tungumáli sem þau skyldu. Svolítið erfitt vegna þess að ekkert þeirra drekkur vín. Wani (barþjóninn ookar) drekkur ekki einu sinni áfengi, enda múslimi.

Ég er reyndar að fara upp til George á morgun, einn því miður, vegna þess að við komumst ekki báðir frá á laugardegi. Eigum von á því að það verði mikið að gera á ressanum. Ég er að fara að hitta fyrrverandi kollega mína hjá Össuri. Össur er búinn að vera með námskeið í Georg sem líkur á morgun. Marlo Ortiz (dreifiaðili Össur í Mexikó) er búinn að vera að kenna einhverja nýja tækni og Jamie, Richard og Toby eru líka þar ásamt Allan (dreifiaðila Össurar í SA). Mig langaði til að hitta aðeins þessa fyrrverandi kollega mína og kannski rifja aðeins upp hvernig lífið mitt var með Össuri. Það verður stór veisla og mér var boðið þannig að ég ákvað að slá til þótt að þetta sé talsverður akstur (ca 400km). Hlakka svosem ekkert til að fara einn, en held þetta verði gaman. Bói ætlar að reyna að fá Volga til að koma og vera með honum hérna annað kvöld, svona sem smá móralskur stuðning vegna þess að ég verði ekki hérna.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku kallar,
greinilega allt komið í gír hjá ykkur aftur, muna að passa sig,og hvíla sig...
Hvernig verða jólin hjá ykkur, er jólajól í Greyton, eða er þetta bara svona venjuleg helgi, eigið þið von á fullt af fólki? hvernig er jólamynstrið hjá ykkur,
Er að koma grá og gugginn heim eftir að hafa pússað gólfin í Glæsibænum mínum, úff þvílíkt ryk, en gaman gaman og ekki þykir ömmu dreka leiðinlegt, alsæl í gær þar sem hún fékk að leika lausum hala með sporjárn,og losa niður hillur og fleira, þá var hún í essinu sínu.
Eruð þið nokkuð búnir að fá pakkann ykkar?
Farin að þvo af mér rykið,,,love jú and át.....
Ykkar Hafdís

5:21 pm  

Post a Comment

<< Home