Saturday, March 04, 2006

Annríki og uppákomur

Hér er búið að vera mjög mikið að gera. Eiginlega bara allt á haus. Jagúar er loksins búinn og eiginlega söknum við þeirra. Þetta var stórt verkefni og þau voru mjög ánægð með okkur og leystu okkur út með gjöfum.

Vorum með ráðstefnu í vikunni og hótelið er núna næstum fullbókað. Eldhúsið er lokað í dag vegna þess að það ver verið að þrífa eldhúsviftuna. Fékk atvinnu menn til að gera þetta þannig að það verði gert almennilega. Svo þarf að fá nýjan mótor óg sýjur og þá verður nú allt annað líf að vinna í eldhúsinu. Svo förum við að mála það og gera það snyrtilegt.

Gabríel er búinn að vera mikill gleðipinni hérna og allt staffið elskar hann. Þau hafa verið að kenna honum smá ensku og Africaans og hann er fljótur að pikka þetta upp. Við fórum að skoða skóla fyrir hann hérna og hann kemur til með að byrja á mánudaginn. Þetta er krakkar frá 4-7 ára og er kallað hérna Pre-Primier school, en er náttúrulega bara leikskóli. Það eru einungis litaðir krakkar í þessum bekk og þar af er sonur hennar Penny (kokksins okkar), sem Gabriel hefur leikið sér aðeins við hérna á hótelinu. Það verður mjög gott fyrir hann að hitta aðra krakka í stað þess að eyða öllum sínum tíma með fullorðnu fólki hérna.

Hér var skítakuldi í gær (18°). Við byrjuðum með tónleikana úti en fólki fannst alltof kallt þannig að við fluttum þá inn og kveiktum upp í arninum. Það var stútfullt og mjög fín stemming. Það var margt líka í kvöldmat og allt virtist vera að ganga vel. Við Lovísa ákváðum að fara heim og glápa á sjónvarp, sem við og gerðum. Hálf tíma seinna koma Waný og sagði okkur að það væri allt í uppnámi á ressanum. Við drifum okkur yfir og hittum þar þrjá lögreglumenn vegna þess að gestur hafði kallað á lögguna vegna þess að maðurinn hennar hafði verið svo ruddalegur. Ég sendi lögguna strax í burtu, enda þekki ég þessa gesti. Verða alltaf of full og enda í rifrildi. Það höfðu víst verið mjög hávær og kallinn hafði verið með hótanir við tengdapabba sinn og konu. Ég alla vegna gekk strax á milli og náði að róa þetta niður. Verst að eitt 4 manna borð flúði vegna þessa (þau þekkja þetta lið líka) og David og frú flúðu líka. Ég alla vegna eyddi tíma í að tala við þau öll og náði að róa liðið. Setti svo frúna með tengdapabba sínum í annað herbergi sem eiginmaðurinn vissi ekki um. Þau voru öll frekar framlág í morgun báðust hundrað sinnum afsökunar og lofuðu að þetta myndi ekki koma fyrir aftur og buðust til að tékka sig út. Ég sagði þeim að ég treysti þeim til þess að láta þetta ekki gerast aftur og við settum þetta bara á bak við okkur. Það er endalaust eitthvað svona vesen í þessum bransa og það er víst bara eins gott að venjast því.

Fyrirgefið hvað ég hef bloggað lítið undanfarið. Það er bara aldrei tími til neins og þá sjaldan það er tími, þá er óvíst hvort maður hefur eitthvað rafmagn. Það er búið að vera rafmagnslaust 2-3 á dag, hvern einasta dag í rúman mánuð. Þetta hefur sett allt þetta svæði í mikið uppnám vegna þess að það er erfitt að vera í viðskiptum og hafa ekkert rafmagn. Eldhúsið hjá okkur virkar alla vegna mjög vel þrátt fyrir þetta rafmagnsleysi, enda er eldað að mestu á gasi.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ elskan.Það mætti halda að við værum öll svo móðguð yfir því að þú bloggir ekki á hverjum degi að enginn hefur sent comment á síðasta blogg! Og nú er ástin þín á leiðinni, mikið hlýtur þú að hlakka til. Hann var eiginlega að fríka út af söknuði sýndist mér he he.Knúsaðu hann frá mér. Við tökum bara viðtal seinna við ykkur báða um ástir og ævintýr...Annars allt við það sama hér, ég er farin að vinna á Helgarblaði DV við viðtalaskrif, 1 stórt viðtal á viku sem er fínt.Held samt áfram að vera læknaritari. Flyt í maí/júní af Nesinu en ekki lengra en í Vesturbæinn.Knús og kossar frá Önnu Kristine

7:06 pm  
Anonymous Anonymous said...

á aldrei að skrifa neitt meira....

3:52 pm  

Post a Comment

<< Home