Sunday, March 19, 2006

Life goes on....



Hér hef ég loksins fengið að hvíla mig aftur. Sofið og sofið og sofið og Gvöð hvað það er gott. Lovísa fór með Gabríel á ströndina. Honum var búið að hlakka mikið til að fara í sól og sand. Hann var nú ekki lengi á ströndinni vegna þess að hann fékk marglyttu á sig og brenndi sig frekar illa. Lovísa var ein með hann og vissi ekkert hvað ætti að gera. Ég hringdi í nokkra vini og ráðið var að setja edik á sárið ef ekki fyndist Aloa Vera planta nálægt. Það alla vegna sló á sársaukann, en þau komu strax heim. Hann er fínn núna og finnur varla fyrir þessu.

Guðmundur var að hvíla í sig morgun og svo fór ég í hvíld, já þetta eru bara hvíldartímar, enda mikil þreyta í gangi. Vorum næstum fullbókaðir um helgina og allt gekk vel. Ég var inn í eldhúsi í fyrsta skipti í langan tíma til að tryggja að allt gengi vel, sem það og gerði og ég var í raun óþarfur þar, en allur er varinn góður sagði nunnan þegar hún setti........ Segi bara svona.

Takk fyrir góðar kveðjur og hvatningu til að halda áfram með bloggið. Erum búnir að vera í smá vandræðum með Bimman. Hann fór á BMW verkstæði í janúar í alherjar yfirhalningu, en ekkert var í lagi eftir það. Sauð á bílnum þegar hann kom og allt var í lamasessi. Það komu tveir viðgerðarmenn frá BMW að laga en gerðu bara illt verra. Loksins fór ég aftur með bílinn á föstudaginn að láta laga þetta, en því miður er ekki enn allt komið í lag þannig að ég þarf að fara á morgun aftur með bílinn. Tekur trúlega allan daginn og það er tími sem ég bara á ekki, en hvað get ég gert. Hér er allt á Afríku tíma...... Þannig að ég neyðist til að fara og eyða deginum að hanga á bílaverkstæði.

Ég er búinn að vera að suða í Bóa að fara í útgáfupartí á Gay bækling sem okkur er boðið í í Cape Town á morgun, en því miður eru hörgull á staffi eftir að Gulltönn hætti þannig að það er víst ekki í boði ákkúrat núna, því miður. Ekki að ég sé ánægður með það enda hef ég átt átt frídag í heila öld, en þetta er víst það sem við völdum okkur og ég hef ekki mikið val í augnablikinu. Koma tímar og koma ráð, og einhvern tímann fáum við frí saman.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æi, marglytta! Vona að allt sé í lagi en þetta hlýtur að hafa verið VOOOONNNNTTTT! Maður er hættur að skilja Ísland, eintómur fuglasöngur og vorstemmning í mars. Þetta endar ábyggilega eins og 1992 þegar ég fór með amerísku milljónamæringana norður og það flutu frosnir, dauðir andarungar um allt vegna kulda 1.júlí! Þau þökkuðu pent fyrir sig og hafa aldrei haft áhuga á að heimsækja Ísland aftur, he he. Þau voru hvort eð er svo leiðinleg að ég sakna þeirra ekkert. Flyt 1.júní, var ég búin að segja ykkur það? Knús og kossar frá vormorgni á Seltjarnarnesi, Anna Kristine

10:45 am  
Anonymous Anonymous said...

í freinds -þætti herna um árið pissaði joey á monicu þegar marglyttu brenndi hana, það virkaði víst vel bara, munið það næst elskurnar ahahaa..vona að litli maðurinn se samt orðinn frískur greyið litla, kv. Gússý:)

12:05 pm  

Post a Comment

<< Home