Thursday, March 16, 2006

Sorry hvað ég hef bloggað lítið

Ég hef því miður bara verið svo ótrúlega upptekinn og þreyttur, enda ekki auðvelt að reka hótel einn og óstuddur. Guðmundur er reyndar kominn aftur fyrir viku síðan og hefur það bara gott. Þeir náðu að stilla lyfin hans heima og setja hann í smá endurhæfingu sem hefur skilað góðum árangri. Hann er mun betri núna, þó svo að hann þurfi að sjálfsögðu að passa sig. Svo er Lovísa hérna hjá mér og það er mikill stuðningur í því.

Það er bara þegar maður verður svona ofboðslega langþreyttur að maður hefur varla úthald í neitt. Hef fengið einn hvíldardag síðan Guðmundur kom og ég notaði hann til að sofa. Ég svaf og svaf og svaf, en fannst það engan vegin nóg. Svona er nú lífið hérna. Hugsanlegir kaupendur eru enn að spá og við erum farnir að vona að það gangi eftir að við getum bara labbað hérna út með hendur fullar af fé og farið á ströndina og legið þar í hálf ár og hugsað hvað maður gerir í framtíðinni. Sjáum til hvernig það fer allt saman. Erum nú samt ekkert of uppteknir af þessu.

Erum meira fókuseraðir á reksturinn og erum stanslaust að gera upp og breyta. Þetta er stórt hótel og í mörg horn að líta og að gera upp tekur mikinn tíma sem er oft bara ekki til. Svo er maður fullbókaður allt í einu og ekkert hægt að gera nema að hlaupa og tryggja að allt gangi vel. Erum fullbókaðir núna með ráðstefnu sem er alltaf gott. Sérlega skemmtilegt fólk sem var með þema kvöld í gær. Þau skiptu hópnum í 4 og það var einn hópur frá Hawai og drakk bara kokteila, annar hópur frá Mexikó sem drakk bara Tequila, Annar frá Rússlandi sem drakkk bara Vodka og fjórði hópurinn var frá Indlandi og drakk bara Cane. Þau voru öll klædd samkvæmt löndunum sem þau komu frá og skemmtu sér vel og enduðu í karioki á barnum. Varð seint kvöld með mikill drykkju hjá þeim.

Það er alltaf mikið álag þegar ráðstefnur eru til að tryggja að allt gangi vel. Aldrei hugsaði maður um það áður hvað væri í gangi á bak við þegar maður var sjálfur á ráðstefnu, bara ætlaðist til þess að allt virkaði. Hér er maður að færa til húsgögn, færa sjónvarp, fá DVD spilara, karioki, leigja glös og borðbúnað, kaupa sérstakan mat fyrir Halaal, Kosha og ég veit ekki hvað. Það er ótrlúlega mikil vinna sem fer í þetta og ITC þjálfunin hefur svo sannarlega hjálpað manni að vinna skipulega og að hugsa fyrir utan "boxið".

Hér er líka búið að vera smá uppgjör. Einn þjónninn kom til mín um daginn og fullyrti að hún hefði séð Gulltönn stela. Nokkrir aðrir starfsmenn voru með sögur sem studdu þetta og voru tilbúnir til að segja það fyrir framan hana. Við alla vegan tókum Gulltönn í viðtal og sögðum henni að þetta væri orðið gott. Alla vegan 4 starfsmenn hefðu séð til hennar gera hluti sem hún mætti ekki og við myndum ekki líða það. Henni voru boðnir 2 kostir, annað hvort segði hún upp eða hún yrði rekin. Við mæltum með fyrri kostinum sem hún þáði á endanum og svo var henni keyrt heim. Þannig að núna eru engir hérna lengur í stjórnunarstöðum. Þar fór áætlunin okkar um að afhenda völd og ábyrgðir. Þetta land er soldið klikk að þessu leitinu. Við erum alla vegan mjög sáttir við að hafa loksins losnað við hana. Höfum reyndar smá áhyggjur af hefndaraðgerðum frá fjölskyldu hennar og eins að hún fari í mál við okkur. Hún hefur reyndar ekki mikið til sins máls vegna þess að hún sagði upp án þess að gefa upp neina ástæðu og það er búið að borga henni allt út. Við reyndar drógum ekki af henni allt sem hún skuldaði okkur, enda höfum við smá áhyggjur af henni, þar sem hún er eina fyrirvinnan á sínu heimili og það verður erfitt fyrir þau eftir að Gulltönn hefur engar tekjur lengur. Hún er reyndar klár og fær trúlega vinnu fljótt annars staðar.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Púff hvað ég varð fegin að sjá bloggið í dag! Hélt bara að eitthvað vont hefði gerst! Hér ríkir auðvitað vorveður, eins og alltaf á Íslandi en það vitið þið nú. Leiðinda stand þetta með Gulltönn. Er þá bara engum treystandi þarna? Fegin að heyra að Guðmundur fari vel með sig og ætla að biðja og vona að draumur ykkar um að ganga út með fullar hendur fjár og liggja á ströndinni rætist. Einn dagur í að sofa er ekki nóg elsku Villi minn! Margir kossar og knús frá Önnu Kristine

8:05 pm  
Anonymous Anonymous said...

ÚÚFFF vá ég segi það sama og anna kristine ég var farinn að kíkja á bloggið ykkar 10 - 15 sinnum á dag þrátt fyrir að ég hafði einganveginn tíma til þess var bara komin með áhyggjur af ykkur elskurnar.. en ég get ekki ýmindað mér hvað var örugglega gott fyrir þig að fá bóa heim ;) vildi óska að ég hefði geta hitt hann meir ;).....hafið það' sem best og verið duglegir að klappa ykkur sjálfum á bakið því það er það mikilvægasta sem oft vill gleymast ..
ástar kveðja Jóhanna Maggý og Þruma sem var að útskrifast úr hundaskólanum ;)

11:08 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ krúsidúllur, gott að fá blogg aftur,sendi allar óskir um að þið seljið fyrir margar millur og getið legið með sólardrykk í hendi fljótlega á einhverri strönd, og púffað undir sólhlíf og horft á íturvaxið fólk líða framhjá...krúsidúllast í hver öðrum og fagnað því að hafa prufað þetta og ánægðir að sleppa lifandi frá þessu....ástarkveðja frá blautu Íslandi,Hafdís

10:33 pm  
Anonymous Anonymous said...

ji er þessu þá loksins lokið með gulltönn greyið, vonandi fáið þið þá frið fyrir þjófnuðunum, en vá það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mer, skólinn á milljón og eg er alltaf á leiðinni að kíkja á síðuna en þannig er mál með vexti að eg hef bara ekki verið með slóðina herna í minni tölvu fyrr en um daginn þegar eg loksins mundi að spurja jóhönnu um hana, því gamla talvan okkar hrundi! eg er fegin að heyra að allt gengur vel hjá þer Bói minn og vona að þið náið báðir að hvílast vel milli allra ráðstefnanna. eg fæ oft afríkuþrá og sakna ykkar og litskrúðuga lífsins á hótelinu með öllu starfsfólkinu, bið innilega að heilsa öllum og lofa að kíkja oftar á síðuna til ykkar, væri nu gaman að heyra líka frá ykkur við tækifræi, veit ekki betur en eg hafi skilið eftir e-mailið mitt;)...en eg veit það er mikið að gera hjá ykkur. þruma er orðin alveg gífurlega stór..(þó hun hafi nú verið það fyrir ;) ) og flottari en nokkru sonniog jóhanna er alveg á fullu að gera upp staðinn flotta sem þau gunni eru að fara að opna...og eg er á fullu í skólanum svo að það er bara allt gott að fretta heðan af klakanum,
love and leave ya....í bili... kv. Gússý:)

11:52 pm  

Post a Comment

<< Home