Monday, May 01, 2006

Hvernig á losna við leiðinda starfsfólk!

Já, ókei, ég er bara 47, en hver er svosem að telja. Mér finnst ég vera 94, enda finnst manni maður hafa verið hérna heila ævi. Hér er allt búið að vera á haus. Klikkað að gera, bæði á hótelinu og á ressanum. Gersamlega fullbókað og hvert metið slegið á fætur öðru í fjölda gesta á ressanum. Fullbókað meira að segja í hádeginu og fram eftir degi, þannig að þjónarnir hafa varla getað dúkað borðin fyrir kvöldmatinn. Svo hefur verið þéttsetið í galleríinu í drykkjum, spila, lesa og njóta þess að sitja fyrir framan arininn. Hér hefur verið kynnt upp í öllum arinum frá morgni til kvölds enda verið rigning og frekar svalt.

Tók annað kast á Wany. Lovísa sagði honum að hún hefði verið í vandræðum með að starta jeppanum. Hann spurði hana hvort að miðstöðin hefði verið á, sem hún og var. Þá sagði hann henni að þetta væri búið að vera svona í 3 mánuði að bíllinn neitar að starta ef miðstöðin væri á. Hún sagði Wany að segja mér þetta. Svo leið og beið og aldrei kom hann að segja mér þetta. Þegar hann var að fara með staffið heim, spurði ég hann hvort hann þyrfti ekki að segja mér eitthvað. Ha, hvað? Að bíllinn startaði ekki með miðstöðina í gangi, ég hefði aldrei tekið eftir því og af hverju í ósköpunum vartu ekki búinn að segja mér þetta. Við vorum að tala um þetta um daginn að þú myndir láta mig vita ef eitthvað væri að bílnum. Já, nei, er ekki alveg viss og ætla mér að testa þetta betur. Hvers vegna varstu þá að segja Lovísu þessa vitleysu? Það var fátt um svör. Hann alla vegna kom daginn eftir með veikinda vottorð og þarf að vera í burtu í 5 daga vegna stress einkenna (“burnt out”). Hann var víst búinn að segja einhverju af staffinu að hann væri hættur. Farið hefur fé betra og vona að hann komi ekki aftur. Þarna er víst komin aðferðin til að losna við staff sem ekki er hægt að reka. Taka þau á taugunum þangað til þau fara yfirum. Æji, það er ljótt að segja þetta, en ég er víst sekur um að hafa losað okkur við slæm eppli með reiði köstunum mínum. Vildi að ég hefði notað þessa aðferð á Gulltönn.......

Staffið er búið að vera frekar leiðinlegt alla helgina. Loana hálflasinn og það tók hana heila eilífð í gær að gera hamborgara fyrir okkur, sem komu út kaldir. Veit ekki hvað gengur af henni. Bói átti alvarlegt samtal við hana um skapið hennar og vinnubrögðin og það var nóg til þess að hún henti mér útúr eldhúsinu í gærkvöldi og sagðist ekki þurfa neina aðstoða og að hún myndi kalla á mig ef hún þyrfti á mér að halda. Ég kom á vaktina í seinna fallinu og Lovísa og Bói voru búin að borða. Fengu víst ógeðslegt pasta frá henni sem var skilað inn í eldhús aftur. Ég fékk mjög góðan pasta rétt frá henni þannig að ég hafði ekki undan neinu að kvarta. Ég er búinn að vera annars meira og minna inni í eldhúsi og ekki verið vanþörf á. Karen og Penny voru að hugsa um að labba út vegna þess að Loana hafði ekki undirbúið nægilega vel fyrir þær og Anne hafði verið ókurteis.

Svo er Charlene í eldhúsinu búinn að vera með halelúja kjaftæði og verið að hræða staffið með því að segja að það væru ljótir púkar hérna sem sköpuðu slæmt andrúmloft og það væri bölvun á hótelinu og svo væri andskotinn á vegunum um kvöldið og allir ættu að fara varlega. Djísus, þau er svo trúuð að þau trúa svona vitleysu og verða öll skíthrædd. Það get ég sagt að það er ekki einn einasti púki hérna eða draugur eða neitt slæmt. Ég er mjög næmur á það og hef oft verið hérna einn í myrkri og aldrei fundið neitt nema góða anda hérna. Það er búinn að vera svona leiðindamórall í gangi sem Bói er búin að vera að drepa í fæðingu hér og þar. Hann er ansi góður í að tala þau til.

Lovísa og Gabríel fóru til Cape Town í morgun í Tívólí. Hvorugur okkar hafði orku eða yfirleitt bara tækifæri til að fara með henni. Hún hringdi áðan og var komin í tívolíið sem verður ábyggilega mjög gaman fyrir Gabríel. Þau ætla að gista eina nótt þar og nota svo morgundaginn til að fara á markaðinn og versla smá.

Hér eru flestir búnir að tékka út og það eru ekki mörg herbergi að koma inn. Reiknum samt með því að það verði slatti að gera á ressanum í kvöld, enda 1 maí. Er að hugsa um að fara í kröfugöngu og heimta meiri vín, betri mat og einn frídag á ári.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Maður bara tárast, svakalega áttu bátt! reyndu að taka þig upp á rassgatinu og segja við sjálfan þig: Ég er heppnasti maður í heimi á yndislegt líf og á heilbrigt barn og barnabarn já og allt hitt líka sem þú getur þakkað fyrir. Já áframm Villi og þér líður miklu betur eftir að hafa farið með jákvæða þulu. Halelúja. maggi

12:47 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vá FRÁBÆRT hvað er búið að vera mikið að gera hjá ykkur met á eftir meti!!!! vá allveg GEGGJAÐ...
til hamingju með það..
kv jóhanna Maggý og þruma

12:55 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ja, drengir góðir.
Það er bara "stuð" upp á hvern dag. Vona að þetta lagist allt hjá ykkur. Ástar- og saknaðarkveðja Systir Sigurjón

2:58 pm  
Anonymous Anonymous said...

Alltaf sama fjörið hjá ykkur, sei nó mor. Það liggur nú samt við að þessi starfsfólks- brandari sé að verða þreyttur. Er nýkomin frá Kúbu, þar sem kommúnisminn og Castró hafa haft völdin í 47 ár, já taktu eftir Villi minn, þú varst rétt rúmlega hnefastór þegar kallinn tók völdin.Og þar upplifði maður ekki einu sinni, heldur oft, að þegar átti að panta aðra hvítvínsflösku á borðið, þá var það ekki hægt, það hafði bara verið til ein. Og á einum bar þurfti að bíða eftir að maðurinn á næsta borði borgaði, svo hægt væri að hlaupa út í búð og kaupa meira romm. En þar voru allir voða ljúfir og glaðir, og ég held að öllum þyki vænt um Castró, alla vega svolítið. Mér varð stundum hugsað til þín, Villi, kannski er bara sæmilega þægilegt að reka gisti- og veitingahús í Suður-Afríku miðað við Kúbu ? Þið sitjið þó ekki uppi með "eftirlitsmenn" frá ríkisstjórninni sem þurfa að vera á launum hjá ykkur ? Ojá, það er allt afstætt í tilverunni. Hafið það sem allra best, og farið nú að komast heim í frí !! Kær kveðja
Inga

11:56 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Ok ég er 48

svo ég byrji eins og þú

bara að segja að ÉG ELSKA YKKUR

og kíki á bloggið ykkar oft á sólahring stundum jafnvel þegar ég kem heim í 5 tíma per sólahring vegna anna.

Lífið er ljúft

Vonandi líka í Afríku

Love systir

held samt örugglega að hin systirin biðji líka að heils þó hún sé að 59

xhbpemfw

djöfull er þessi kótí flókinn og ég sem er á ..... glasi

KISS KISS OG KNÚS KNÚS

1:43 am  
Blogger Ása Hildur said...

Ja hérna elska

Kíki á ykkur oft á sólahring meira segja þegar ég á eins annríkt og núna og bara heima í fimm tíma.

Fórna dýrmætum nætursvefni fyrir sápurugl frá s. afríka er þetta bilun eða hvað og svo þarf maður að kvitta ovexajj þvílík bilun

En bara að láta vita að ég elska ykkur enn og er ekki búin að gleyma ykkur þó ég kommenti ekki oft enda dáldið súr þig kommentið ALDREI hjá mér.

Hvar er réttlætið í þessum heimi ????

Allavega I love you

ovexajj

Kiss kiss og knús knús

Og kveðja frá fjölskyldunni og Halaleikhópnum eins og hann leggur sig.

Villi minn get örugglega enn komið þér í hlutverk á næsta ári

Hvernig líst þér á sjóaðan sjóara!!!

Love syss
Ása Hildur

1:51 am  

Post a Comment

<< Home