Sunday, July 16, 2006

Kokkavandamál og NFH

Hér hefur allt gengið vel, enda þegar það er búið að rasskella, þá eru allir til friðs og allt gengur yfirleitt vel. Merkilegt hvernig þetta virkar, þetta eru eins og börn stundum. Þegar það er búið að skamma, verða allir stilltir og þægir.

Mr & Ms Hoffman gistu hérna óg tékkuðu út í gær. Þau höfðu farið á Eikina og Vínið í hádegismat og hittu þar NFH. Fengu nokkra drykki með þeim og höfðu það notarlegt. NFH buðu þeim heim til sín í drykki sem þau þáðu. Djísus sögðu þau, hafa aldrei hitt verri fyllibittur. Var víst frekar óþægilegt, enda voru þau með 3 börn með sér. Þau mæltu sér mót á Barnards (nýja ressanum), en þegar þau komu tilbaka, ákváðu þau að hitta þau ekki aftur. Herra Hoffman sagði mér þetta og sagði jafnframt að NFH hefðu sagt þeim að þau mættu ekki stíga fæti inn fyrir lóðarmörkin okkar. Löggan myndi mæta strax. Ég sagði honum sem allra minnst, en greinilega hafa NFH sagt næstum allt vegna þess að þau höfðu svo mikla samúð með mér að þurfa að búa með NFH við hliðina á okkur.

Mirchel hefur ekki sést í dag. Noelle kom og var hérna í 3-4 tíma að leysa mig af, svo ég fengi einhverja pásu. Hefur ekki verið mikil hvíld þessa helgi. Penny (kokkur) sagði upp í seinustu viku og mun sjálfsagt hætta eftir rúma viku. Hún hefur verið með samviskubit að vera að hætta þegar hún veit hvernig aðstæður eru hérna. Ég sagði henni að vera bara ekkert að spá í það, fjölskylda (mamma hennar er ekki góð til heilsu og býr í Cape Town ein) kæmi fyrst. Ég hefði vara áætlun þar sem ég væri með umsókn frá kokki sem væri trúlega ágætur, þannig að hún skyldi bara gera það sem hún þyrfti. Ég myndi redda mér einhvern vegin. Þetta reddast alltaf einhvernvegin, ekki satt?

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta reddast alltaf, einhvern veginn.....
Þetta er mjög skrautlegt vinnuumhverfi sem þú býrð við, Villi minn. En reyndar, það er örugglega líka oft skrautlegt hér heima á sambærilegum vinnustöðum, hef oft spáð í hvað í greflinum það er sem rekur fólk út í að standa í veitingahúsarekstri. Annað en að það sé ógisslega gaman ? Sei nó mor. Bestu kveðjur til þín í baráttuna, Inga V.

8:57 am  
Anonymous Anonymous said...

Guð minn góður. Ef maður les ekki bloggið ykkar þá veit maður ekkert hvað er í gangi. Vona að Guðmundur sé með sama GSM númerið, hafði ekki hugmynd um að hann hefði misst mömmu sína. Gangi þér vel að reka þetta á meðan Villi minn. Knús og kossar,Anna Kristine.

1:16 pm  

Post a Comment

<< Home