Saturday, July 22, 2006

Endalaust hól.....

Hér er búið að vera brjálað að gera. Fullbókaðir og ressinn líka. Allt hefur gengið eins og í lygasögu. Ótrúlega vel og það var gaman að tékka gesti út í morgun. Það rigndi yfir mig hóli um matinn, herbergin, tónleikana og andrúmsloftið. Carmen hringdi í gær frá Cape Town og sagðist ekki komast. Þannig að ég var bara með 2 þjóna og fullan ressa. Noelle kom ekki heldur þannig að það var ekki mikið um hvíld hjá mér. Wydie kom og stóð sig bara ágætlega, þannig að þær voru þrjár með mér. Ég stóð vaktina mína og var barþjónn, hjálpaði þjónunum, tékkaði á eldhúsinu reglulega, sá til þess að arineldurinn var logandi allstaðar og spjallaði meira segja við gesti sem voru að borða. Hef ekki gert það áður, en það var fínt og allir voru í skýjunum. Rafmagnið var að fara annað slagið í allt gærkvöldi. Þetta gerist þegar það er mikið að gera í Greyton. Það er ekki nóg rafmagn og það slær út á veikasta örygginu, þannig að ég þurfti að vera við rafmagnstöfluna líka til að tryggja að það slægi ekki út. Það var Rugby í sjónvarpinu í gær þannig að það voru margir að horfa á það og ekki gaman þegar rafmagnið fer þegar spennandi leikur er í sjónvarpinu.

Bradley kom í gær og vann með Loana um morguninn við undirbúning fyrir helgina. Loana leist vel á hann og ég held hann hafi bara staðið sig vel. Hann var líka ánægður og fannst gott að vinna með okkur. Við erum ekki alveg fullbókuð í dag, en þó er slatti af gestum og verður trúlega mikið að gera í kvöld. Það er skítakuldi hérna, rigning og allir eiga von á því að það snjói í fjöllin. Skítakuldi hérna er 8 gráður og datt niður í 2 gráður í nótt. Er þetta ekki bara eins og sumarveðrið sem hefur verið á klakanum?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home