Thursday, July 20, 2006

Ég komst út af hótelinu - breytingar

Hér hefur verið rólegt í vikunni, en við erum næstum fullbókaðir um helgina þannig að það verður slatti að gera. Noelle hefur verið að hjálpa mér og það er mikill léttir að hafa einhvern sem maður getur treyst, auk þess sem hún er góður félagi.

Penny er búin að ákveða að hætta og seinasti dagurinn hennar er á sunnudaginn. Bradley byrjar sem kokkur á morgun, og ég vona bara að hann sé góður. Mirchel kom í dag með glóðarauga og sagðist vera búin að ákveða að hætta. Hún er búin að vera í einhverri óreglu og pabbi hennar barði hana. Hún kemur til með að flytja frá Greyton eitthvað annað og ætlar að reyna að hætta þessari vitleysu sem hún er búin að vera í. Það þýðir að ég hef einungis 3 þjóna eftir. Það er á mörkunum að það sleppur, en ég ætla að sjá til ein lengi og ég get vegna þess að þetta rólegur tími ársins og ekki mikið að gera fyrir utan einstaka helgi. Widie, dóttir hennar Charlene (aðstoðarkokkur) ætlar að koma á morgun. Hún hefur víst reynslu sem þjónn, þannig að ég ætla að prófa hana og ef hún reynist vel, þá hef ég hana sem Backup.

Það var lokað hjá okkur í gær, og ég fór í dinner til Noelle. Þar voru Jenny, Linda, Herman og Philipus. Þetta var mjög skemmtilegt og langt síðan ég hef farið eitthvað fyrir utan hótelið að hitta fólk. Man varla eftir því, það er svo langt síðan. Ég reyndar var ekki lengi. Þurfti nefnilega að opna og vera aleinn hérna til hádegis, vegna þess að það var ekki einn einasti starfsmaður á vakt. Þetta er ekki alltaf auðvelt þegar maður hefur svona takmarkaðan starfsmannafjölda og er svo að reyna að spara að auki.

Lillan Anne-Lise verður jarðsungin á morgun. Veit ekki í hvaða kirkju.... Þorvarður tengdapabbi er búinn að vera mjög lasinn og er á spítala. Þau reikna samt með því að hann verði nógu góður til að fara í jarðaförina. Síminn hjá Bóa er 568 2836 og GSM 894 2836. Bói hefur verið mjög upptekinn með fjölskyldunni og því ekki haft tíma til að vera í sambandi við neina

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ Villi minn, smá kveðja til þín því ég veit að það er erfitt fyrir þig að vera einn úti á þessum tíma.
Gangi þér vel að komast yfir allt og vonandi verða örlagadísirnar í súper góðu skapi og ekki með neitt óþarfa vesen meðan þið eruð svona fáliðuð.
Ástarkveðja
Hafdís

12:52 pm  

Post a Comment

<< Home