Sunday, July 23, 2006

Björgunarleiðangur

Þvílík helgi! Vorum fullbókuð líka í gær, samt ekkert svo brjálað að gera á ressanum. Allt gekk mjög vel. Hópur sem gistir hérna fór í fjallgöngu, MacGregor til Greyton. Marius, maðurinn hennar Anne, keyrði þau um morguninn til MacGregor og svo gengu þau það yfir fjallið til Greyton. Þetta er einhver þekktasta fjallgönguleið í Suður Afríku og mjög vinsæl. Veðrið var ekki gott, rigning og suddi og þau voru vöruð við því að vera að fara þessa göngu í þessu veðri vegna þess að það var kallt og þoka þar að auki.

Rétt fyrir 4 hringdu þau og voru þá komin yfir fjallhrygginn, en einn af þeim var orðinn máttfarinn og mjög kaldur og báðu mig um að redda einhverjum sem gæti keyrt til móts við þau. Ég hringdi strax í Tourist info og spurði hvað ég ætti að gera. Það var fátt um svör. Ég gæti hringt í björgunarsveitina eða fengið einhvern á jeppa til að fara til móts við þau. Ég ákvað að fara sjálfur á Land Rovernum. Fór upp á vitlaust fjall, svona þekki ég nú staðhætti lítið. Hringdi í Marise, og Neil bauðst til að koma með mér, vegna þess að hann þekkti leiðina. Náði í hann og við tókum teppi og Brandy með okkur. Hittum hluta af hópnum niðri við fjallshlíðina og þau höfðu skilið 3 eftir upp á fjallinu. Við brunuðum upp torfærur þangað til við hittum þau ofarlega í fjallinu. Maðurinn var mjög kaldur, blautur og máttfarinn, en ekkert alvarlegt. Við þurftum að keyra næstum því upp á topp til að geta snúið við vegna þess hve slóðinn var þröngur og þverhnípt niður. Við komum tilbaka á hótelið stuttu seinna, maðurinn fór í heita sturtu og hvíldi sig aðeins. Hann var mjög hress þegar hann kom í kvöldmat og hafði alveg jafnað sig. Þetta var nú björgunarsveitin “Villi”.

Gott að hafa vini eins Neil, sem geta hjálpað svona. Og Bæþevei, hann var í tékki um daginn út af krabbameininu sem greindist með í þvagblöðrunni. Það stóð til að setja hann í aðgerð þegar hann greindist vegna þess að þetta leit ílla út og fjarlægja þvagblöðruna og setja Stoma á hann. Enivei, í tékkinu núna fannst ekkert. Merkilegt, hann er búinn að vera á allskonar, heilsufæði grasalyfjum, heilun og ég veit ekki hvað. Krabbinn virðist bara vera farinn.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ
Ég les alltaf við og við, gaman að lesa um stuðið á Greaton Lodge :)
Kv. Imba, Neil og Sóley Björk
www.barnaland.is/barn/13257

9:30 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Villi minn. Takk fyrir símanúmerið hans Guðmundar. Það er gott að fólk læknist upp úr þurru, kannski við getum komið af stað skipulögðum bataferðum til S-A.! Varð nett sjokkeruð þegar ég las um ferðalag þitt upp á þverhnípið, gott að allt fór vel. Hvað er fólk að fara í svona ferðir þegar búið er að vara við? Typical. Hafðu það gott elskan mín, knús og kossar,Anna Kristine.

10:30 am  

Post a Comment

<< Home