Saturday, July 15, 2006

Meri drama...................................................

Konsertinn gekk mjög vel hérna í gær og var vel sóttur. Ég átti nú von á því að Ferdi yrði einn að spila á píanóið. En svo kom Karen, sem er ópersöngkona og nokkuð vel þekkt í Suður Afríku og ég bað hana um að taka nokkur lög. Hún hefur komið nokkrum sinnum áður og alltaf tekið lagið við mikinn fögnuðu. Svo kom Michelle Halloway sem er þekkt hérna líka fyrir þjóðlagatónlist og hún tók nokkur númer og svo tróðu aðrir gestir upp og þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Soldið seint, þau voru framyfir miðnætti og ég var svo þreyttur þegar ég vaknaði í morgun. En jafnaði mig fljótt enda mikið að gera.

Hér er búið að vera allkonar drama í dag. Djísus, þessu linnir aldrei...... Byrjaði á því að Jacko svaf yfir sig og sagðist ætla að koma á hjólinu seinna. Hann mætti aldrei. Svo fékk ég SMS frá Penny sem hafði farið til Caledon og bauðst til að gera erindi fyrir mig ef ég þyrfti sem ég þáði. Enda þurfti að fara í bankann og sækja fengina fyrir þjórféð sem átti að vera greitt út í dag. SMS sagði að bíllinn sem hún fór með hefði bilað og hún komst aldrei til Caledon og hefði þurft að labba heim. Rúma 10 km alla vegna. Ég lét staffið vita að því miður gæti ég ekki greitt út þjórféð en allir gætu fengið fyrirfram sem þyrftu. Ekki málið. Svo verð ég var við að eitthvað er í uppsiglingu í eldhúsinu. Maður snabar þetta alltaf upp einhvern vegin. Karen var með fílusvip og leit út fyrir að vera mjög reið út í Penny út af þjórfénu. Ég ítrekaði við hana að hún gæti fengið fyrirfram og þessvegna allt þjórféð ef hún vildi. Nei það var ekki málið og hún ætlaði að ræða við mig einslega seinna. Nokkru seinna kom Penny út, grátandi og sagðist vera að fara heim. Hún gæti ekki tekið allan þennan skít sem staffið væri að hreita í hana út af þessu. Ég bað hana um að gjöra svo vel að gera mér þetta ekki. Þarf ekki á meiri uppákomum að halda. Sagði henni að rölta í burtu í 1-2 tíma og jafna sig og koma svo aftur. Rauk svo inn í eldhús og hellti mér yfir Karen, sem sagðist ekki hafa átt neinn þátt í þessu. Ég sagði, jú víst. Þekki fílusvipinn á þér langar leiðir. Hún sagði að maður ætti ekki að treysta fólki svona, eins og ég treysti Penny. Ég sagði henni að ég vissi fullvel hverjum ég gæti treyst hérna og það væri ekki henni að kenna að bíllinn hefði bilað. Við náðum að ræða í gegnum þetta og ég bað hana afsökunar.

Böndin beindust nú að Anne sem hafði sagt eitthvað ljótt og gefið í skin að Penny hefði verið í Caledon og þetta væri allt saman lygi hjá Penny. Ég náði að ræða við Anne og hún sagði mér að hún hefði keyrt framhjá þeim um hálf ellefu leitið um morgunn þar sem bíllinn bilaði miðja vegu til Caledon og sagði að Penny hefði hvort eð er ekki náð í bankann vegna þess að hann lokaði kl. 11 á laugardögum. Ég sagði við hana, hvað vitleysa, það tekur bara 20 mínútur að keyra til Caledon og hún hefði alveg náð. Stundum bara gerast svona hlutir og maður ræður ekkert við það. Never mind. Penny kom aftur og allir eru hamingjusamir.

Svo sagði Anne mér að Mirchel myndi ekki koma til vinnu vegna þess að það væru vandræði heima hjá henni. Hún spurði mig líka hvort ég hefði heyrt að hún ætlaði að hætta um mánaðarmótin. Nei það hafði ég ekki heyrt. Mirchel kom svo hérna um fjögurleitið og sagðist ekki geta unnið í dag. Ég var búinn að leggja tvo og tvo saman og fá 7, enda er ég ljóska. Hún fékk fyrirfram í gær og fór beint að kaupa sér dóp og var ekki í stuði til að vinna. Þegar hún kom sagði ég henni að ég væri búinn að fá nóg af þessu veseni. Hringja 5 mínútum áður en hún ætti að mæta til vinnu og boða forföll. Hún spurði hvort ég sæji ekkert skrítið í andlitinu á henni. Nei, sá ekkert. Hún bennti mér þá á skrámu á nefinu á sér og sagði að pabbi hennar hefði barið hana (Wonder why...) Ég sagði henni að ég væri bara búinn að fá nóg og ef hún hefði ekki áhuga á að vinna hérna þá vissi hún hvar dyrnar væru. Hún gæti ekki verið að demba sínum vandamálum á mig. Ég hefði nóg á minni könnu fyrir og þyrfti ekki meira. Vandamál skyldu skilin eftir heima. Svo spurði ég hana hvort það væri rétt að hún ætlaði að segja upp um mánaðarmótin. Já, hún ætlaði að leysa systir sína af sem væri að vinna á Barnards (nýja ressanum) vegna þess að hún væri ólétt og gæti ekki unnið lengur. Ég spurði hana hvort hún hefði virkilega svona mikinn áhuga á því að vinna með Megan og Wany (þjónunum okkar sem hættu og fóru yfir til Barnards). Nei, en hvað þá? Hún vildi bara hjálpa systir sinni meðan hún væri ólétt, svo hún myndi ekki missa vinnuna sína. Djísus. Ég sagðist ekki vera að reka hana, en hennar framkoma gerði það að verkum að hún gæti bara farið strax ef hún vildi. Ef hún hefði áhuga á að endurhugsa, þá væri ég tilbúinn til að ræða það , enda er hún góður þjónn, mikil liðsmanneskja og góð kona. Veit ekki hvað gerist.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home