Monday, August 06, 2007

Meira slúður

Það er mikið að krauma hérna í staffamálunum. Svo virðist sem meiri vandræði séu í uppsiglingu á milli Virginia og Jocko. Jocko kom hérna um seinustu helgi og fékk sér nokkra drykki með vinum sínum. Hann sagði Bóa í óspurðum fréttum að hann væri “gay” og væri með kærasta í Caledon. Núna um helgina kom hann ekki heim á laugardagsnóttinni og Virginia kom of seint til vinnu vegna þess að hún hafði ekki pössun og vissi ekkert hvar hann var. Djísus kræst, þetta lítur ekki vel út. Held að við komum til með að halda stíft í prinsípið okkar um að ráða ekki fjölskyldu meðlimi. Það er alltaf eitthvað vesen og Guð má vita hver hættir vegna innbirðis fjölskyldu vandamála.

Bói og Carmen eru búin að vera að plotta um það hvernig við getum aukið viðskiptin hérna. Hún stakk upp á því að við hefðum bikinidag þar sem allt staffið væri í bikiníi. Þau hófust strax handa og byrjuðu að taka mál af öllu staffinu og spurði í leiðinni hvort fólk vildi hafa G streng eða venjulegt. Sumir tóku þessu ekki vel meðan aðrir spiluðu með og höfðu gaman af. Myrtle flúði og neitaði að leyfa þeim að taka mál. Louna varð alveg brjáluð útaf þessu og neitaði að lofa þeim að taka mál af sér. Hún var hundfúl þegar hún kom til vinnu í gær og sagðist vera komin með háan blóðþrýsting útaf þessu og væri með höfuðverk. Hún fékk verkjalyf og þá sagðist hún að hún færi heim klukkan 6 ef hún væri ekki orðin betri. Henn fannst þetta ekki fyndið og svei mér þá ef hún hefur ekki trúað þessu plotti. Bói þurfti að eiga alvarlegt samtal við hana til að róa hana niður. Hún sagði að þetta væri ekkert fyndið og þar að auki þá hlægi hún bara einu sinni á ári! Bói bað hana um að finna barnið í sér og hætta þessari fílu. Þetta væri jú bara gert til þess að hafa gaman af. Bói er alltaf að gera svona skammarstrik annað slagið og það er orðið frægt þegar hann hefur beðið staffið um að sortera kaffibollana fyrir rétthenta og örvhenta. Sumir hafa flaskað á því og reynt að sortera bollana. Við höfum öll haft mikið gaman af þessum uppákomum.

Hér er búið að vera mjög mikið að gera sem er óvanalegt á þessum tíma ársins og lítur út fyrir að það verði svona áfram. Það er fullbókað allar helgar í Ágúst. Höfum ekki hafat svona flotta bókunarstöðu síðan við tókum við hérna, þannig að trúlega erum við að gera eitthvað rétt

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hei villi fékk löngun til að kasta á þig kveðju já blessaður og sæll..
við skúli og skari hittumst í Gautaborg heila helgi og skemmtum okkur, það var vel hepnað en það hefði verið skemmtilegra ef þú hefðir líka verið þar. Við hittumst bara seinna og skálum, annars allt í gúddý kveðja maggi

8:01 pm  
Anonymous Anonymous said...

Heilir og sælir!
Bikinídagur.. Ég held ég sé bara sammála Lounu.. hehe.. Ég hefði trompast.. bikiní fer mér ekki vel og ég myndi ekki laða að viðskipti svoleiðis klædd... En heldur spaugilegt.. ég er sammála því.. Ég er á fullu í niðurpökkun fyrir Svíþjóðarferð... Nú getið þið kíkt á mig á www.malmo.blog.is
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Guðrún Bjarnadóttir

9:43 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Þið eruð meiri skammirnar. Það ætti að senda vinnueftirlitið á ykkur. Svo eruð þið hissa á öllu dramanu.

Óþekktarormarnir ykkar eins gott fyrir ykkur að ég næ ekki í skottið á ykkur ennþá.....................

1:09 am  
Anonymous Anonymous said...

Gvöð minn góður, er þá gay smitandi eins og sumir sem ég þekki fullyrða?!!!! He he he! Gott slúður, enn betra að fá slúður um einhvern sem maður hefur aldrei hitt og þarf að ímynda sér hvernig viðkomandi lítur út. Hér eru að bresta á Gay dagar, það er einhvern veginn alltaf Gay Pride finnst mér. Var beðin um að selja vörur og sagði já enn einu sinni og ég sem hafði lofað mér því að koma aldrei nálægt þessu aftur sökum aldurs og fyrri starfa. Held ég sé að gera þetta til að gleðja Gunnar í Krossinum, Snorra í Betel og alla þá sem vantar regnbogann í líf sitt. Já og Jón Val Jensson sem bókstaflega elskar alla sem eru gay. Eða þannig. Fullt af fréttum sem ekki er hægt að setja inn á svona bloggsíðu. Elska ykkur anyway! Knús og kossar, Anna Kristine.PS Hafdís! Hvar ertu??

12:47 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ elskur, er hér enn, en löt á blogginu ykkar...það hefur hægst á öllum hreyfingum hjá mér, sjónin að fara, hætt að halda þvagi...jeje allt í djóki, en kannski hélt ég að þetta myndi allt gerast þegar ég yrði fimmtug, en viti menn, enginn breyting, jafn kvikk og fögur sem fyrr, en haft mikið að gera...Hörður og Anna voru að fá íbúðina sína sem þau voru að kaupa á Hagamel, allt búið að vera á fullu, öll börnin hans Jóa og mitt eru að kaupa sér íbúð í sumar plús bróðir Jóa og 2 vinkonur minar, þannig að það hefur verið mikið um allskonar íbúðapælingar við eldhúsborðið hjá okkur lengi...Fór í berjamó í dag, það er það besta sem ég veit, er til eitthvað meira slakandi en það, ég elska að tína ber, en ég borða þau ekki, ekki eitt, bara gaman að tína þau, en ekki það að ég kem þeim örugglega út, amma dreki sér nú yfirleitt um að búa til dýrindis sultur úr bláberjunum, eða rababara úr rababaranum sem við tínum í Elliðadalnum, hrútaber sem hún tínir í einhverri leynibrekku innan borgarmarkanna, rifsber, sem við förum í leyfisleysi og tínum hjá bústaðnum sem þið voruð með í láni hjá Kristjáni,á lóðinni við hliðana á....uppskerutími á íslandinu....kveðja til bíkínifólksins, ekta Guðmundar stríðni, sem fólk veit aldrei hvernig á að taka, ég heyri hlátursískrið alla leið hingað úr honum, mikið hefur þér verið skemmt....púkinn þinn. Ástarkveðjur og farið vel með ykkur. 8villt

10:41 pm  

Post a Comment

<< Home