Fyrirgefið hvað ég hef verið slappur að blogga
Hér hefur svosem ýmislegt verið að gerast. Ég rak einn kokkinn eftir að hafa fengið hálfhrár kartöflur, óæta sósu og kjöt eldað eins og skósóla. Rak hann á staðnum og þurfti að klára að elda restina af kvöldinu. Réð hann aftur daginn eftir sem aðstoðarkokk, sem þýðir að hann ber enga ábyrgð á neinu. Ábyrgðina ber annar kokkur sem er með honum á vakt. Var næstum því búinn að reka hann aftur, vegna þess að hann eldaði kjöt til andskotans aftur og gaf okkur óæta sósu, en það er víst ekki hægt, vegna þess að hann ber ekki ábyrgð. Hann (Bradley er nú besta skinn, bara svolítið mistækur.
Bói rak Ginu um daginn og réð hana aftur daginn eftir. Hún er “front of house” hjá okkur en því miður alltof oft inn í eldhúsi þegar gestir koma. Hún lofaði að taka sig á og vonandi gengur það eftir. Hér er nú búið að setja ný lágmarkslaun sem þýðir að við þurfum að hækka launin hjá flestum. Þetta er svakalega mikil hækkun og kom okkur á óvart vegna þess að við höfum hingað til borgað talsvert meira en lágmarkslaun og talsvert meira en flestir aðrir hérna. Þetta þýðir því miður að við þurfum að fækka starfsfólki eitthvað. Bói er búinn að segja einum þjóni upp. Þetta er ekki gaman, en hvað getur maður gert.... Við erum nú samt sem áður með mjög gott starfsfólk hjá okkur og það er alltaf að verða lengra og lengra á milli svona uppákoma.
Tölvan mín hrundi um daginn og það er nú að hluta til þess vegna sem ég hef ekki bloggað. Búinn að fá nýja, WiFi þráðlaust ADSL og loksins búinn að setja allt upp svo það virkar. Tók talsverðan tíma en sem betur fer tapaði ég ekki miklum gögnum. Það að vera án tölvu í næstum tvær vikur þýddi að ég þurfti að vinna dag og nótt að gera bókhaldið og svo fóru nokkrir dagar í að finna gögn vegna endurskoðunar og fleira og fleira. Er loksins kominn “up to date” með flest. Eins gott vegna þess að nú eru margir vinir á leiðinni í heimsókn til okkar. Kristján á Rækjukofanum kemur á morgun, Ása systir í Október, Bylgja og Abba (systur Bóa) í Nóvember og svo eru gamlir vinir Bóa frá Noregi að koma líka. Gaman, gaman.
Bimminn er búinn að vera í viðgerð í næstum því mánuð. Þeir ætluðu aldrei að finna útúr því hvað var að honum. Ekki í fyrsta skipti. Kom í ljós að það var heddpakkning og það á að vera búið að gera við bílinn á morgun. Vona þá bara að allt verði í lagi með hann. Það er ekki gott að hafa einungis einn bíl hérna meðan við erum með gesti og land Roverinn er nú hálfgerður traktor þar að auki, svo það er ekki gaman að ferðast langt á honum.
Endurnar fengu fimm unga. Pínulitla gula og svakalega sæta. Donald var nú ekkert ánægður með þetta og reyndi að drepa þá. Við þurftum að skilja þau að og setja Donald inn í girðingu svo hann kæmist ekki nálægt þeim. Svo þurftum við að binda Lucky þegar hún var úti með ungana. Ungarnir dóu því miður hver á fætur öðrum og sá elsti varð varla viku gamall. Eigum nú von á að hún reyni aftur fljótlega. Lucky vex og dafnar vel. Hefur það gott hérna á hótelinu með okkur. Svolítið óþekkur, stakk til dæmis í burtu um daginn og fór á Eikina og Vínið með einhverju fólki sem var bara að ganga hérna framhjá. Heldur kannski að það sé betri matur þar.....hmm. Sem betur fer hringdi einn Greyton búi í okkur og lét okkur vita að hann hefði verið hérna á Aðalstrætinu að spóka sig. Við héldum að hann væri bara hérna fyrir utan eins og vanalega þannig að við vorum mjög fegnir að hún skildi hringja og láta okkur vita. Lucky finnst mest gaman þegar það eru gestir hérna með börn sem nenna að leika við hann og er óþreytandi að leika við þau. Hann er mjög barngóður og maður þarf ekki að hafa áhyggjur af honum (Ólíkt Mörtu heitinni).
Takk fyrir öll kommentin og góðar óskir á giftingardeginum okkar. Sorry hvað ég hef verið slappur að svara ykkur, en það er alltaf gaman að fá smá svörun við blogginu. Ætla að reyna að taka mig saman og blogga ofter. Love and leave you.........
Bói rak Ginu um daginn og réð hana aftur daginn eftir. Hún er “front of house” hjá okkur en því miður alltof oft inn í eldhúsi þegar gestir koma. Hún lofaði að taka sig á og vonandi gengur það eftir. Hér er nú búið að setja ný lágmarkslaun sem þýðir að við þurfum að hækka launin hjá flestum. Þetta er svakalega mikil hækkun og kom okkur á óvart vegna þess að við höfum hingað til borgað talsvert meira en lágmarkslaun og talsvert meira en flestir aðrir hérna. Þetta þýðir því miður að við þurfum að fækka starfsfólki eitthvað. Bói er búinn að segja einum þjóni upp. Þetta er ekki gaman, en hvað getur maður gert.... Við erum nú samt sem áður með mjög gott starfsfólk hjá okkur og það er alltaf að verða lengra og lengra á milli svona uppákoma.
Tölvan mín hrundi um daginn og það er nú að hluta til þess vegna sem ég hef ekki bloggað. Búinn að fá nýja, WiFi þráðlaust ADSL og loksins búinn að setja allt upp svo það virkar. Tók talsverðan tíma en sem betur fer tapaði ég ekki miklum gögnum. Það að vera án tölvu í næstum tvær vikur þýddi að ég þurfti að vinna dag og nótt að gera bókhaldið og svo fóru nokkrir dagar í að finna gögn vegna endurskoðunar og fleira og fleira. Er loksins kominn “up to date” með flest. Eins gott vegna þess að nú eru margir vinir á leiðinni í heimsókn til okkar. Kristján á Rækjukofanum kemur á morgun, Ása systir í Október, Bylgja og Abba (systur Bóa) í Nóvember og svo eru gamlir vinir Bóa frá Noregi að koma líka. Gaman, gaman.
Bimminn er búinn að vera í viðgerð í næstum því mánuð. Þeir ætluðu aldrei að finna útúr því hvað var að honum. Ekki í fyrsta skipti. Kom í ljós að það var heddpakkning og það á að vera búið að gera við bílinn á morgun. Vona þá bara að allt verði í lagi með hann. Það er ekki gott að hafa einungis einn bíl hérna meðan við erum með gesti og land Roverinn er nú hálfgerður traktor þar að auki, svo það er ekki gaman að ferðast langt á honum.
Endurnar fengu fimm unga. Pínulitla gula og svakalega sæta. Donald var nú ekkert ánægður með þetta og reyndi að drepa þá. Við þurftum að skilja þau að og setja Donald inn í girðingu svo hann kæmist ekki nálægt þeim. Svo þurftum við að binda Lucky þegar hún var úti með ungana. Ungarnir dóu því miður hver á fætur öðrum og sá elsti varð varla viku gamall. Eigum nú von á að hún reyni aftur fljótlega. Lucky vex og dafnar vel. Hefur það gott hérna á hótelinu með okkur. Svolítið óþekkur, stakk til dæmis í burtu um daginn og fór á Eikina og Vínið með einhverju fólki sem var bara að ganga hérna framhjá. Heldur kannski að það sé betri matur þar.....hmm. Sem betur fer hringdi einn Greyton búi í okkur og lét okkur vita að hann hefði verið hérna á Aðalstrætinu að spóka sig. Við héldum að hann væri bara hérna fyrir utan eins og vanalega þannig að við vorum mjög fegnir að hún skildi hringja og láta okkur vita. Lucky finnst mest gaman þegar það eru gestir hérna með börn sem nenna að leika við hann og er óþreytandi að leika við þau. Hann er mjög barngóður og maður þarf ekki að hafa áhyggjur af honum (Ólíkt Mörtu heitinni).
Takk fyrir öll kommentin og góðar óskir á giftingardeginum okkar. Sorry hvað ég hef verið slappur að svara ykkur, en það er alltaf gaman að fá smá svörun við blogginu. Ætla að reyna að taka mig saman og blogga ofter. Love and leave you.........
2 Comments:
Alltaf gleðilegt að fara inn á síðuna ykkar og sjá að eitthvað er að gerast. Sérstaklega þegar fólk er rekið og ráðið aftur, það finnst mér cool! Er byrjuð aftur í útvarpi ásamt því að vera á DV svo það væri synd að segja að það væri rólegt hjá mér. Fer til Prag 28. með vini mínum og verð í sex daga. Get ekki andað ef ég heimsæki ekki Prag árlega :) Sé ekki nokkra manneskju sem þið þekkið svo get ekki sagt neinar kjaftasögur, hvorki opinberlega né óopinberlega. Endilega verið duglegri blogga svo maður týni ykkur ekki alveg for good. Hef svolitlar áhyggjur af hvað commentum fer fækkandi, það er alltaf hættan þegar maður flytur út í heim að maður missi sambandið við vini. Kristján verður þó alltaf tryggur vinur, það er alveg ljóst. Love you. Bið að heilsa Kristjáni. Knús og kossar Anna Kristine
Sælir, heillakarlarnir mínir.
Það er nú meirir andsk.... óartin þessi Dónald ......... ef hann er ekki að nauðga þá reynir hann að drepa.
Héðan er allt gott að frétta - haustlægðirnar drífur að og nú er rok og grenjandi rigning.
Luv ye
Kveðja úr 0513
Systir Sigurjón
Post a Comment
<< Home