Tuesday, September 11, 2007

Hæ hæ

Hér hefur verið slatti að gera eftir að Kristján kom. Mikið verið að sinna félagslífinu með Stínu fínu. Fórum upp til De Rust í tvo daga að heimsækja Volga. Alltaf gaman að koma til hennar og mikið verið að fíflast. Hún er hressari en hún hefur verið lengi og byrjuð að mála aftur. Var mjög skemmtileg ferð. Fórum niður að á í gær með Jenny og Noelle. Erum búin að stofna nýtt félag, sem er reyndar hluti af CRAFT (Can’t remember a fucking thing). Tók okkur langan tíma að muna þetta, en nýja félagið heitir SOS og stendur fyrir “Spontanious organising socializing” og á dagskrá þessa félags er að hringja með litlum eða engum fyrirvara og kalla alla saman í mat eða drykk eða bara að hittast með alla hundana niðri við á. Þetta hefur reynst vera mjög skemmtilegt, sérstaklega vegna þess að þetta er svo illa skipulagt og oftast nær enginn fyrirvari. Þetta gerðum við í gær og hittum við ána með alla hundana (7). Þeir hafa það æðislegt þarna. Geta hlaupið um allt og útí á og verið mjög óþekkir. Þeir eru farnir að halda hópinn og gelta eins og vitleysingar ef einhverjir aðrir koma. Hundarnir hennar Jenny er ennþá mjög óvanir þessu, enda eru þeir inni hundar sem fá mjög sjaldan að fara út. Jenny kemur með flösku vatn fyrir þá svo þeir þurfi ekki að fara útí ána að drekka eins og hinir.

Bimminn er ennþá í viðgerð og óvíst hvað þetta tekur langan tíma, þetta er Afríkutími. Núna er búið að laga vélina, vatnskassann, heddpakkningu, hitaventilinn, vatnspumpuna og ég veit ekki hvað, en núna er verið að fara yfir tölvuna sem strækaði á að leyfa þeim að starta bílnum. Djö... er mín orðin pirruð á þessum hægagangi. Það er ekki gaman að ferðast á Land Rovernum, enda er hann eiginlega landbúnaðartæki og ekki sérlega skemmtilegur til langkeyrslu.

Erum að fara á eftir út að borða með Jenny, Noelle og Brian. Svo erum við boðnir í mat hjá David og Margaret um fimm leitið. Þetta verður ansi mikill matur og ..........., en örugglega mjög gaman. Love and leave you.

Ps. Já hann Donald er alger hrekkjarlómur. Er búinn að reka hann þrisvar út af ressanum í morgun. Hann er sannfærður um að það sé annar karlfugl þar inn vegna þess að hann er alltaf að skoða spegilmynd sína í glugganum. Dauðlangar til að slást við þennan stegg sem er alltaf inni.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sælir strákar mínir,
mikið er gott að sjá að þið gefið ykkur tíma til að blogga og meira að segja sinna félagslífinu aðeins. Það þarf greinilega Íslendinga í heimsókn til að koma ykkur út úr húsi ! Þetta SOS félag er algerlega brilliant. Mikið þarf ég að koma mér upp svona félagsskap, verst að ég þekki ekki nokkurn mann sem lætur sér detta í hug að fara út fyrir dyr nema það hafi verið planað í fyrra. Sei nó mor.
Hundar sem drekka flöskuvatn, það eru merkileg fyrirbæri verð ég að segja. Hafið það sem allra best gæskurnar, kv. Inga

11:51 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskur, ohhh hvað ég væri til í nokkur hlátrasköll, elhúsumræður,g&t,smá tudetur,knús,lúr,bara einn pííínulítinn vindil,upprifjun á gömlum hrekkjum, svei mér þá maður verður bara að fara panta far til ykkar.....frábært að heyra af lífið er ekki bara gestir og þjónusta, hér er maður bara í kertasöfnun fyrir veturinn, leitandi í búðunum af vatnsheldum fötum til að nota í skógargöngujóganu í Elliðaárdalnum, og til að komast í og úr bílnum í vinnuna og Bónus....Annars allt í rólegheitunum hér á bæ, allir í kringum okkur búin að koma sér fyrir í nýju íbúðunum, Hörður,Þráinn,Björn Þór,Róbert og Elísabet Þóra, þetta var semsagt flutningsumarið mikla...er eitthvað sem hægt er að senda ykkur út með einhverri af systrunum, signa ýsu,reykt hrossaket, kókósbollu,fylltar lakkrísreimar,or anything, bara segja til...Ástarkveðja úr Árbænum 8villt

7:26 pm  
Anonymous Anonymous said...

Stjáni rækju-bóndi bara komin heim.
Voðalegur "sjortari" var þetta hjá manninum.
Kv.
Systir Sigurjón

11:04 am  

Post a Comment

<< Home