Langir dagar og góðir gestir
Hér hefur verið ansi mikið álag á okkur. Þvottakonan hefur ekki mætt í vinnu í nokkra daga og skapað auka álag á okkur, eins og það sé nú ekki óg fyrir. Hér þarf maður að ganga í öll störf, við erum eldabuskur, herbergisþernur, barþjónn, þvottakonur, uppvaskarar, garðyrkumenn, viðgerðarmenn o.s.frv. til viðbótar við okkur venjulegu störf. Erum eiginlega orðnir svolítið langþreyttir. Vonandi fer þetta nú að ganga betur þannig að við getum verið fullmannaðir af starfsfólki. Lokum líklega bara alveg á þriðjudaginn, til þess að ná að hlaða batteríin aftur.
Annars höfum við verið nokkuð duglegir að sósilera þrátt fyrir annríkið. Fórum í vikunni út að borða í hádegismat með Jenny og Brian. Mjög gaman eins og alltaf með þeim. Við fórum að veitingastað sem er tiltölulega nýr hérna og sem við höfum aldrei farið á og mikið assgoti var maturinn vondur. Eiginlega bara óætur. Vorum í mesta basli með að éta eitthvað af honum. Við höfum það fyrir reglu að kvarta aldrei á öðrum veitingarstöðum í bænum. Hælum matinn alltaf í hástert, sem var ansi erfitt. Afsökuðum okkur með að við hefður fengið stóran morgunverð og hefðum þess vegna ekki mikla matarlyst og báðum svo um „doggie bag“.
Hingað komu góðir gestir seinasta laugardag. Það voru landsmennir, þau Geir Gunnlaugson og Jónina kona hans. Það hafði verið mælt með okkur af fólki í Cape Town sem kemur hingað nokkuð reglulega. Geir og Jónina eru í fríi hér og enda svo bæði á einhverjum ráðstefnum hérna. Eru bæði prófessorar í háskólanum. Mjög skemmtilegt fólk. Við fórum til Doru (í fátæktarhverfinu hérna) í hádegismat í gær. Alltaf gaman að koma til Doru og það er mikil upplifum að koma til hennar. Hún sest alltaf með okkur og fær sér í glas með okkur og svo segir hún frá lífinu í hverfinu og sögur af fólkinu sínu.
Annars höfum við verið nokkuð duglegir að sósilera þrátt fyrir annríkið. Fórum í vikunni út að borða í hádegismat með Jenny og Brian. Mjög gaman eins og alltaf með þeim. Við fórum að veitingastað sem er tiltölulega nýr hérna og sem við höfum aldrei farið á og mikið assgoti var maturinn vondur. Eiginlega bara óætur. Vorum í mesta basli með að éta eitthvað af honum. Við höfum það fyrir reglu að kvarta aldrei á öðrum veitingarstöðum í bænum. Hælum matinn alltaf í hástert, sem var ansi erfitt. Afsökuðum okkur með að við hefður fengið stóran morgunverð og hefðum þess vegna ekki mikla matarlyst og báðum svo um „doggie bag“.
Hingað komu góðir gestir seinasta laugardag. Það voru landsmennir, þau Geir Gunnlaugson og Jónina kona hans. Það hafði verið mælt með okkur af fólki í Cape Town sem kemur hingað nokkuð reglulega. Geir og Jónina eru í fríi hér og enda svo bæði á einhverjum ráðstefnum hérna. Eru bæði prófessorar í háskólanum. Mjög skemmtilegt fólk. Við fórum til Doru (í fátæktarhverfinu hérna) í hádegismat í gær. Alltaf gaman að koma til Doru og það er mikil upplifum að koma til hennar. Hún sest alltaf með okkur og fær sér í glas með okkur og svo segir hún frá lífinu í hverfinu og sögur af fólkinu sínu.
1 Comments:
veiiii, blogg bloggidíblogg, yndislegt að lesa nokkrar línur frá ykkur og reyna að vera með ykkur í huganum..'Ottalega er þetta orðið þungt hjá ykkur, er ekki bara bráðum að skella í lás og koma heim...það eru örugglega einhverjar bankastjórastöður á lausu... hlakka til að byrja að lesta póstinn ykkar aftur..8villt
Post a Comment
<< Home