Monday, January 31, 2005

Karmellur og tækisfærissinnar

Sunnudaga hlaðborðið var nú ekki mjög vel heppnað. Jú, reyndar var það mjög flott hjá kokkunum okkar. Málið var bara að það kom ekki einn einasti gestur. Djísus og þetta var í fyrsta sinn sem við auglýstum það. Ekki einn einasti. Mikil vonbrigði. Okkur datt í hug að allir í Greyton væru e.t.v. í afmælinu hjá henni Jenny. Við alla vegna drifum okkur öll í afmælið um tvö leytið. ´Mæting var um 12 þannig að við vorum frekar sein. Þruma kom með að sjálfsögðu til að hitta vini sína, Hermann og Philipus o g hundana þeirra, þær Sally og Mollý. Hún var mjög ánægð. Merkilegt að sjá hvað Þruma er orðin stór miðað við þær. Hún var minni þegar hún gisti þar og gat næstum labbað undir þær. Núna er hún talsvert stærri.

Þarna voru rúmlega þrjátíu manns og allir þar með allt aðal liðið í Greyton. Maturinn var mjög góður og ekki laust við að það væri smá öfund í manni hvað hlaðborðið þeirra var lekkert. Við alla vegna skemmtum okkur þar til klukkan var farin að ganga 7. Þá drifum við okkur hingað til að sinna kvöldverðagestunum. Það var frekar rólegt. Einhver sagði okkur að þetta væri nú bara svona á þessum tíma ársins. Allir blankir eftir að hafa keypt nýtt unifrom á börnin, greitt skólagjöldin og það væri þá ekki mikið afgangs. Hljómar þetta ekki bara eins og heima þegar allir Visa reikningarnir koma eftir jólin?

Við komumst svo tiltölulega snemma heim og þar eldaði ég mjög góðan núðlurétt. Allir fóru að sofa snemma það kvöldið. Vakaði svo með Bóa rétt fyrir sjö í morgun. Þurfti að undirbúa bókhaldið áður en nýji bókarinn kæmi að ná í það. Svo áttum við fund með súkkulaði framleiðanda sem býr til ofboðslega gott súkkulaði hérna í Greyton. Pöntuðum slatta til að setja á koddana í herbergjunum fyrir gesti (ekki að ég skylji nú alveg hvers vegna. Hver borðar súkkulaði þegar maður er búin að tannsbursta sig og fer að sofa. Ekki ég alla vegna) Þetta er víst standard hérna.

Komumst að svolitlu skrýtnu í sambandi við þetta. Bói náði nefnilega í Suður Afrísku drottninguna okkar, hana Kahlinu sem er herbergisþerna. Hún sagði að eldhúsið hefði alltaf gert karmellur sem hefðu verið settar á koddana hjá gestum, en eldhúsið hefði hætt því þegar við tókum við. Alltaf er maður að komast að því hvernig þau nota sér tækifærið ef þau geta sleppt einhverju. Ja, aðstoðarkokkarnir fá nú heldur betur að byrja að gera þessar karmellur aftur.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þið eruð alveg frábærir... standið ykkur vel.. En þið verðið að taka mottóið mitt ykkur til gagns.... Maður þarf að hugsa öðruvísi í öðruvísi þjóðfélagi og hugsanagangi... ég tamdi mér reglu: Ef ekkert gengur upp þá það.... ef eitthvað virkar þá skaltu fagna...... Þetta er kalt en þetta er eina leiðin til að halda geðheilsu.... Þið verðið að taka ykkur frí og tala við fólk úr ykkar heimi (sem þið virðist hafa nóg af í kringum ykkur) .... Ég var allt of spör á slíkt og hélt ég væri að svíkja lit ef ég tók mér frí og fór á túristastaðina... en þetta er bara nauðsyn til að halda sönsum....
Held áfram að fylgjast með "Days of the African life" sem er skemmtilegra en Leiðarljós eins og einhver commenteraði á hér áður....

PS. Ég sendi Jóhönnu og Gunnari bréf sem lýsir minni reynslu af Afríku.. Þið gætuð haft gaman af að lesa það....

Guðrún Bjarnadóttir
Dýrahjúkka Hvanneyri
PS. Knúsið Þrumu frá mér....

1:26 am  

Post a Comment

<< Home