Thursday, March 24, 2005

Lögreglurannsókn???

Við báðum Gleði um að ræða aðeins þessi þjófnaðarmál við Gabriel (manninn hennar sem er rannsóknarlögga). Hann sagði að ef við kærðum þetta, þá yrði tekið mjög alvarlega á þessu og líklega yrði fengin húsleitarheimild og leitað heima hjá öllu starfsfólkinu. Vá, er það þetta sem við viljum? Veit ekki, erum að spá í þetta og reyna að sjá hvort það gerist ekki eitthvað um helgina. Starfsfólkið er allt mjög leitt og þetta hefur tekið á þau. Þau eru alveg að skilja alvöruna í þessu. Eiginlega var maður mjög hissa á hörkunni í þeim. Lögreglurannsókn, reka og fá öryggisgæslu til að leita á öllum þegar þau koma og fara. Vonandi þurfum við ekki að fara þessa leið, en eins og hlutirnir eru núna höldum við að við höfum ekki mikið val.

Hófý er komin og það er yndislegt að hafa hana hérna. Við náttúrlega byrjuðum að fara með hana upp á Table Mountain. Má ekki frestast eins og með Rögnu sem rann út á tíma. Hún er á fullu að skoða matinn okkar og koma með tillögur. Fórum um garðinn að leita að kryddjurtum og það er nú smá slatti af þeim. Mynta, rosmary, fennel og fleira og fleira. Hún kom líka með mikið af kokkabókum sem eiga eftir að gagnast okkur vel í eldhúsinu. Við fórum til Caledon í morgun í bankaviðskipti. Þar var allt krökt af fólki, enda launadagur og löng helgi framundan. Við eigum von á að verða mjög uppteknir. Tónleikar á morgun og sérstakur "Good Friday" matseðill um kvöldið. Sérstakur konsertmatseðill líka með fiskibollum a´la Mamma hans Bóa. Svo er brúðkaup í garðinum á laugadaginn og fullt bókað á hótelið. Þetta verður busy helgi og Jóhanna og Gússý eru í vikufríi núna þannig að það mun mæða mikið á okkur.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jæja elskur, alltaf bætist í skemmtiatriðin hjá ykkur... vonandi getið þið leyst steluþjófamálið sjálfir..
Annars ætlaði ég að segja gleðilega páska við ykkur, ekki veit ég hvernig páskarnir eru hjá ykkur, en hér er bara þetta venjulega rólegheitardæmi, erum núna að fara austur á Flúðir til Jónu í mat, bauð svo kalli á Hótel Flúðir í huggulegheit, svo er páskamatur hjá Hauka og Sigrúnu í sumarbústaðnum þeirra annað kveld, ekki slæmt plan þetta..var að fá mér nýja sófa í staðinn fyrir Sófus Hallgrímsson, hann er komin á eftirlaun til Múttu, hún ætlar að hlúa að honum í ellinni, það féllu smá tár þegar hann fór út í morgun, Sófus er búin að fylgja mér í ansi mörg ár. Jæja ástirnar mínar tvær, hafið það sem best,hugsa til ykkar á hverjum degi,Ástarkveðja Hafdís

2:25 pm  
Blogger SOS.SA said...

Gleðilega páska Hafdís okkar

Lítur ekki út fyrir að þetta leysist án aðstoðar löggunnar, því miður. Hlökkum ekki til.

8:25 am  

Post a Comment

<< Home