Kampavín og koníak og hitabylgja
Búið að vera brjálað að gera, loksins eftir rólegan tíma. Náðum að hlaða smá orku í okkur, sem var virkilega þörf á. Yndislegt að vera fluttir hingað loksins. Líður mjög vel í nýja heimilinu okkur. Set inn myndir vid fyrsta tækifæri. Herbergid okkar er staðsett við hliðina á ráðstefnusalnum og nýja þvottahúsið er við hliðina. Er eiginlega mest prívat herbergið hérna. Er eiginlega svolítið bakatil á lóðinni og ekki í aðalbyggingunni. Stefnum samt á að búa til íbúð fyrir okkur á loftinu í aðalbyggingunni þegar við höfum efni á því og tíma til að gera það. Loftið er núna óeinangrað og bara notað sem geymsla. Ekki hægt að geyma samt allt þar vegna þess að það verður svo ofboðslega heitt þar þegar sólin skín og svo lekur þakið líka smá í verstu veðrum. Byggingin er síðan 1882 þannig að þetta er mjög gamalt hús og stöðugt viðhald á því.
Það var pakkað hérna á föstudaginn á tónleikunum sem eru haldnir inn í galleríinu. Erum búnir að gera breytingar á því þannig að nú geta ca 35 manns setið þar inni. Getum samt varla haft hádegismat þar inni ennþá vegna þess að við erum með svo marga sófa þar núna og höfum því miður ekki efni á að skipta um húsgögn þar strax. Stefnum samt á að gera það við fyrsta tækifæri. Þá getum við haft morgunmat og hádegismat þar sem auðveldar okkur með kvöldmatinn sem getur orðið mjög busy stundum.
Vorum með kampavíns og koníaks kvöld seinustu helgi. Tvær stúlkur frá vínframleiðanda gengu á milli borða meðan gestir voru að snæða og gáfu fólki nokkrar tegundir af kampavíni og koníaki að smakka með matnum. Gekk mjög vel. Fröken Frekja í eldhúsinu kom okkur rækilega á óvart með því að búa til geggjaðan matseðil þar sem allt var eldað með koníaki eða kampavíni. Hún kann sitt fag þegar hún nennir. Matseðillinn var:
Starters
Spanakopita
Filled with onion and Feta cheese and served with Cognac creamy sauce
or
Mushroom terrine
Served with champagne Hollandaise sauce and, red and black caviar
Main
Deboned leg of lamb
Filled with herbs, served with potato wedges, roasted vegetables and minted Champagne sauce
or
Roasted beef fillet
Served with potato wedges, roasted vegetable and gravy cognac sauce
or
Poached fresh hake in Champagne
Served with rice, roasted vegetable and yogurt fennel dressing
Desserts
Layered Meringues
With cream Sherry and Cognac sauce and flaked almonds
or
Short Bread biscuits
Served with cream, mixed berries and Cognac berries sauce
Kemur ekki vatn í munninn? Þetta var algert sælgæti allt saman og kommentin frá gestunum voru “out of this world”.
Fröken Frekja átti langt samtal við Bóa þegar hann keyrði staffið heim um daginn. Aldrei þessu vant talaði hún og talaði. Hún er nú ekki vön að vera mjög ræðin. Hún var að segja honum hvernig henni finndist að vinna fyrir okkur miðað við fyrri eigendur. Sagðist hafa verið lengi að átta sig á því hvernig við ynnum. Að við værum að hjálpa staffinu endalaust, bæði í vinnu og heima fyrir. Og að við meintum það sem við segðum. Það var víst ekki þannig með fyrri eigendur. Það var gott að heyra hvað hún var orðin ánægð að vinna með okkur og gæfi sér tíma til að segja okkur það. Staffið hérna er yfirleitt ekki mikið að tjá sig á þennan hátt við okkur að Gleði undanskilið. Það er ákveðinn undirlægjuháttur eða undirgefni í litaða fólkinu gagnvart hvítu fólki. Leyfar af aðskilaðarstefnunni og tekur ábyggilega nokkrar kynslóðir að breyta því. Við höfum nú samt verið mjög ákveðnir í því að vinna með staffinu sem jafningjar og hömrum á því stanslaust við þau. Sú vinna er e.t.v. að skila sér að einhverju leiti núna.
Ami er búinn að vera á fullu að brjóta niður vegg í eldhúsinu inn í litla skrifstofu sem var innaf móttökunni. Þar ætlum við að búa til kæliherbergi og svo búum við til þurrgeymslu í öðrum hluta eldhússins. Höfum verið með geymslur í húsi hérna við hliðina sem er núna verið að gera upp og því þurfum við að tæma allt þaðan ekki seinna en um miðja næstu viku. Keyptum okkur lítið timburhús (skúr) sem verður settur fyrir aftan ráðstefnusalinn. Þar ætlum við að hafa geymslu og viðhaldsherbergi. Bílskúrinn á Park Street er ennþá fullur af gömlum mublum sem við höfum tekið útúr hótelinu hérna. Rauði krossinn ætlar að hjálpa okkur að selja þau gegn smá hluta í ágóðanum. Þurfum að losa bílskúrinn fyrir lok þessa mánaðar þannig að það er ekki mikill tími til stefnu.
Bíllinn er ennþá bilaður á verkstæðinu hérna. Virðist vera erfitt að fá þessa varahluti sem vantar. Eru enn á bílnum þeirra Gleði og Gabriels. Vonandi tekst þeim að finna þessa varahluti og fara að koma bílnum í lag aftur. Okkur finnst það eiginlega svolitið vandræðalegt að fá lánaðan bílinn þeirra vegna þess að Gabriel sá um allan akstur fyrir okkur, en vegna þess að við höfum verið að spara, þá höfum við séð um næstum allan akstur í rúman mánuð núna. Þeim munar um peningana sem hann fékk fyrir aksturinn, en svona er þetta bara. Reksturinn er í járnum og því þurfum við að spara eins mikið og við getum.
Það var 26 stiga hiti þegar við fórum á fætur í gærmorgun. Mjög óvanalegt vegna þess að það hefur verið frekar kallt eftir óveðrið sem var hérna um daginn. Mun heitar úti en inni. Fór svo alveg upp í 30 gráður í gær og var svo hlítt að flestir gestir sátu út í garði í kvöldmat í gær. Allt í einu heyrði ég hljóð úr garðinum eins og einhver væri að poppa. Þá voru þetta fræbelgir af wisteriunni sem voru að springa. Gera það víst á haustin þegar það verður mjög hlýtt. Þetta gekk yfir á svona ca klukkutíma og það var eins og sprengjuárás hefði átt sér stað þarna. Allt í fræjum og sprungnum fræbelgum.
Jæja elskurnar, virðist ætla að vera mjög hlýtt í dag. Flestir gestir að tékka sig út núna eftir morgunmatinn. Vonandi getum við Bói gert eitthvað skemmtilegt í dag. Þetta er nefnilega búin að vera mjög annasöm helgi (enn og aftur) og erum soldið lúnir (enn og aftur). Hlutirnir eru nú farnir að ganga mjög vel hérna og vonandi er þessum uppákomum nú farið að linna. Erum með mikið kontoll á öllu nú orðið, staffinu, peningum og birgðum. Er víst nauðsynlegt og Fröken Frekja segir að þetta sé það eina sem dugi til að fyrirbyggja svona uppákomur eins og hafi verið hérna hjá okkur. Hún staðhæfir að við séum að ná þessu undir kontoll, en að við þurfum bara að halda áfram eins og við höfum verið að gera. Merkilegt að fá svona hlý orð frá henni og svona mikinn stuðning. Hún reyndist okkur nefnilega ansi erfið í upphafi. Ég vildi eiginlega varla koma inn í eldhús þegar hún var þar. Þoldi hana ekki, en hún er ein af þessum manneskjum sem er seintekin. Hún fór meira að segja í verkfall þegar við breyttum matseðlinum fyrst. Veit ekki hvað honum hefur verið breytt oft síðan þá. Er farið að líka betur og betur við hana, þó hún sé nú ekki allra og alls ekki sú auðveldasta. Hún sagði meira að segja um daginn þegar Ami var að byrja að brjóta niður vegginn og allt var fullt af ryki í eldhúsinu að hún gæti allt eins bara farið heim. Það væri ekki hægt að vinna við svona aðstæður. Við héldum að hún væri að meina þetta, en hún var víst bara að grínast og segir núna að við misskiljum hana oft, þegar hún er að djóka. Hún er nefnilega svo kaldhæðin og alvarleg stundum að maður veit eiginlega ekki hvort henni sé alvara eða hvort hún sé að djóka. Erum alla vegna farnir að átta okkur á þvi að það er mikill fjársjóður í þessari konu.
Það var pakkað hérna á föstudaginn á tónleikunum sem eru haldnir inn í galleríinu. Erum búnir að gera breytingar á því þannig að nú geta ca 35 manns setið þar inni. Getum samt varla haft hádegismat þar inni ennþá vegna þess að við erum með svo marga sófa þar núna og höfum því miður ekki efni á að skipta um húsgögn þar strax. Stefnum samt á að gera það við fyrsta tækifæri. Þá getum við haft morgunmat og hádegismat þar sem auðveldar okkur með kvöldmatinn sem getur orðið mjög busy stundum.
Vorum með kampavíns og koníaks kvöld seinustu helgi. Tvær stúlkur frá vínframleiðanda gengu á milli borða meðan gestir voru að snæða og gáfu fólki nokkrar tegundir af kampavíni og koníaki að smakka með matnum. Gekk mjög vel. Fröken Frekja í eldhúsinu kom okkur rækilega á óvart með því að búa til geggjaðan matseðil þar sem allt var eldað með koníaki eða kampavíni. Hún kann sitt fag þegar hún nennir. Matseðillinn var:
Starters
Spanakopita
Filled with onion and Feta cheese and served with Cognac creamy sauce
or
Mushroom terrine
Served with champagne Hollandaise sauce and, red and black caviar
Main
Deboned leg of lamb
Filled with herbs, served with potato wedges, roasted vegetables and minted Champagne sauce
or
Roasted beef fillet
Served with potato wedges, roasted vegetable and gravy cognac sauce
or
Poached fresh hake in Champagne
Served with rice, roasted vegetable and yogurt fennel dressing
Desserts
Layered Meringues
With cream Sherry and Cognac sauce and flaked almonds
or
Short Bread biscuits
Served with cream, mixed berries and Cognac berries sauce
Kemur ekki vatn í munninn? Þetta var algert sælgæti allt saman og kommentin frá gestunum voru “out of this world”.
Fröken Frekja átti langt samtal við Bóa þegar hann keyrði staffið heim um daginn. Aldrei þessu vant talaði hún og talaði. Hún er nú ekki vön að vera mjög ræðin. Hún var að segja honum hvernig henni finndist að vinna fyrir okkur miðað við fyrri eigendur. Sagðist hafa verið lengi að átta sig á því hvernig við ynnum. Að við værum að hjálpa staffinu endalaust, bæði í vinnu og heima fyrir. Og að við meintum það sem við segðum. Það var víst ekki þannig með fyrri eigendur. Það var gott að heyra hvað hún var orðin ánægð að vinna með okkur og gæfi sér tíma til að segja okkur það. Staffið hérna er yfirleitt ekki mikið að tjá sig á þennan hátt við okkur að Gleði undanskilið. Það er ákveðinn undirlægjuháttur eða undirgefni í litaða fólkinu gagnvart hvítu fólki. Leyfar af aðskilaðarstefnunni og tekur ábyggilega nokkrar kynslóðir að breyta því. Við höfum nú samt verið mjög ákveðnir í því að vinna með staffinu sem jafningjar og hömrum á því stanslaust við þau. Sú vinna er e.t.v. að skila sér að einhverju leiti núna.
Ami er búinn að vera á fullu að brjóta niður vegg í eldhúsinu inn í litla skrifstofu sem var innaf móttökunni. Þar ætlum við að búa til kæliherbergi og svo búum við til þurrgeymslu í öðrum hluta eldhússins. Höfum verið með geymslur í húsi hérna við hliðina sem er núna verið að gera upp og því þurfum við að tæma allt þaðan ekki seinna en um miðja næstu viku. Keyptum okkur lítið timburhús (skúr) sem verður settur fyrir aftan ráðstefnusalinn. Þar ætlum við að hafa geymslu og viðhaldsherbergi. Bílskúrinn á Park Street er ennþá fullur af gömlum mublum sem við höfum tekið útúr hótelinu hérna. Rauði krossinn ætlar að hjálpa okkur að selja þau gegn smá hluta í ágóðanum. Þurfum að losa bílskúrinn fyrir lok þessa mánaðar þannig að það er ekki mikill tími til stefnu.
Bíllinn er ennþá bilaður á verkstæðinu hérna. Virðist vera erfitt að fá þessa varahluti sem vantar. Eru enn á bílnum þeirra Gleði og Gabriels. Vonandi tekst þeim að finna þessa varahluti og fara að koma bílnum í lag aftur. Okkur finnst það eiginlega svolitið vandræðalegt að fá lánaðan bílinn þeirra vegna þess að Gabriel sá um allan akstur fyrir okkur, en vegna þess að við höfum verið að spara, þá höfum við séð um næstum allan akstur í rúman mánuð núna. Þeim munar um peningana sem hann fékk fyrir aksturinn, en svona er þetta bara. Reksturinn er í járnum og því þurfum við að spara eins mikið og við getum.
Það var 26 stiga hiti þegar við fórum á fætur í gærmorgun. Mjög óvanalegt vegna þess að það hefur verið frekar kallt eftir óveðrið sem var hérna um daginn. Mun heitar úti en inni. Fór svo alveg upp í 30 gráður í gær og var svo hlítt að flestir gestir sátu út í garði í kvöldmat í gær. Allt í einu heyrði ég hljóð úr garðinum eins og einhver væri að poppa. Þá voru þetta fræbelgir af wisteriunni sem voru að springa. Gera það víst á haustin þegar það verður mjög hlýtt. Þetta gekk yfir á svona ca klukkutíma og það var eins og sprengjuárás hefði átt sér stað þarna. Allt í fræjum og sprungnum fræbelgum.
Jæja elskurnar, virðist ætla að vera mjög hlýtt í dag. Flestir gestir að tékka sig út núna eftir morgunmatinn. Vonandi getum við Bói gert eitthvað skemmtilegt í dag. Þetta er nefnilega búin að vera mjög annasöm helgi (enn og aftur) og erum soldið lúnir (enn og aftur). Hlutirnir eru nú farnir að ganga mjög vel hérna og vonandi er þessum uppákomum nú farið að linna. Erum með mikið kontoll á öllu nú orðið, staffinu, peningum og birgðum. Er víst nauðsynlegt og Fröken Frekja segir að þetta sé það eina sem dugi til að fyrirbyggja svona uppákomur eins og hafi verið hérna hjá okkur. Hún staðhæfir að við séum að ná þessu undir kontoll, en að við þurfum bara að halda áfram eins og við höfum verið að gera. Merkilegt að fá svona hlý orð frá henni og svona mikinn stuðning. Hún reyndist okkur nefnilega ansi erfið í upphafi. Ég vildi eiginlega varla koma inn í eldhús þegar hún var þar. Þoldi hana ekki, en hún er ein af þessum manneskjum sem er seintekin. Hún fór meira að segja í verkfall þegar við breyttum matseðlinum fyrst. Veit ekki hvað honum hefur verið breytt oft síðan þá. Er farið að líka betur og betur við hana, þó hún sé nú ekki allra og alls ekki sú auðveldasta. Hún sagði meira að segja um daginn þegar Ami var að byrja að brjóta niður vegginn og allt var fullt af ryki í eldhúsinu að hún gæti allt eins bara farið heim. Það væri ekki hægt að vinna við svona aðstæður. Við héldum að hún væri að meina þetta, en hún var víst bara að grínast og segir núna að við misskiljum hana oft, þegar hún er að djóka. Hún er nefnilega svo kaldhæðin og alvarleg stundum að maður veit eiginlega ekki hvort henni sé alvara eða hvort hún sé að djóka. Erum alla vegna farnir að átta okkur á þvi að það er mikill fjársjóður í þessari konu.
2 Comments:
sælir darlingar...
minn matseðill í gærkveldi var:
mosarella ostur á tómatabeði m. rauðlauk, spænsk skinka, lambasalat og olía,
innanlærisvöðvi af hreindýri, medium rare, sweet potatos með furunhnetum, kartöflumús, smjörsteiktum sykurbaunum og gulrótum, villibráðarsósu,
ís m. ferskjum, með líkjör út á,
Rioca rauðvín og bjór, ískaldur toppur og sítrónusaft,
Gestir: Þráinn, Lóa og Rannveig, Amma dreki ég&Jói og Sólveig.
Elduðum saman og tók borðhald og eldamennska ca. 5 tíma. virkilega ánægjuleg kveldstund á klakanum.
Töluðum að sjálfsögðu um ykkur eins og við gerum alltaf þegar við hittumst, sameiginlegur söknuður.
Love
Hafdís
Ekkert smá flott, Hafdís mín.
ertu ekki til í að koma og taka yfir eldhúsið í smá tíma?
Ástar og saknaðarkveðjur
Post a Comment
<< Home