Sorry hvað´það er langt síðan ég hef skrifað
Þetta er búin að vera mjög annaríkur tími. Ekki útaf gestum eða veitingastaðnum, heldur útaf þessum geymslu málum. Húsið kom ekki fyrr en á þriðjudaginn og þá var Ami búinn að vera á fullu að búa til herbergið innaf eldhúsinu. Þeir byrjuðu svo að brjóta sig inn í geymsluna okkar á þriðjudagsmorgun og á sama tíma var byrjað að smíða húsið. Þannig að það var hlaupið með allt dótið í “Ami Suite” eins og við köllum húsið, og svo með allt eldhúsdótið inn í hitt nýja herbergið. Þetta var alveg á mörkunum, en náðist. Guði sé lof!
Stressið var alveg að drepa okkur út af þessu. Það fyrsta sem Ami setti inn í húsið (Ami´s suite) var gamla útileguborðið okkar og stóll. Þeir eru nefnilega altaf útaf fyrir sig í pásu, Ami og Oliver. Oliver hefur reynst vel sem nýji garðyrkjuaður, en því miður hefur hann verið svo upptekinn að hjálpa Ami með allar breytingarnar að allur garðurinn hefur verið í steik. Ekki verið tími til að lagfæra og saga brotin tré, eð hirða laufin sem liggja hérna um allt.
Heimilið okkar er orðið flott. Bói náði að pakka upp úr öllum kössum og koma öllu fyrir eins og bara hann getur. Erum orðnir mjög heimakærir eftir að hafa verið “heimilislausir” síðan við komum hingað. Park street var aldrei heimili fyrir okkur. Vourm með fyrsta matarboðið á þriðjudaginn. Buðum David og snobbhænunni, henni Margreti konunni hans, æji ég má vist ekki segja svona. Hún er ekkert svo slæm, bara ekki okkar týpa. David er samt ágætur og hefur verið ótrúlega mikill stuðningsmaður. Kvöldið var ágætt. Buðum upp á Spanakopota sem Louhna eldaði og svo kjúkling a´la Bói með sykurbrúnuðum kartöflum og kokteilsósu. Þau komu með geggjaðan eftirrétt. Bói var á hlaupum fram og tilbaka að tékka á veitingastaðnum og elda fyrir okkur í eldhúsinu, og svo að keyra staffið heim. Þetta varð seint kvöld. Gestirnir fóru um hálf eitt heim og þetta var mjög gott kvöld. Fyrsta kvöldið sem við bjóðum gestum heim. Heimilið er orðið svo fallegt að við njótum þess að skjótast heim eins oft og við getum til að slappa af og jafnvel til að vinna smá tölvuvinnu. Er jú á fullu með heimsíðuna og gengur bara vel.
Slæmar fréttir. Fórum til Jenny á sunnudaginn í smá drinkie poo. Hún fékk símtal þar sem henni var sagt að bróðir hennar sem er búinn að vera veikur mjög lengi hefði verið tekinn inn á spítala. Jóhanna kom svo í morgun og sagði okkur að hann hefði andast sunnudagsnóttina. Hringdi í Jenny og vottaði henni samúð okkar, Hún var í Cape Town að undirbúa jarðarförina sem verður á morgun. Hún var búin að segja okkur að það væri best að hann fengi að fara vegna þess að lífsgæðin hans væru engin lengur, en það er nú alltaf erfitt þegar manns nánustu fara.
Ferdi er að spila núna og Paul er að æfa sig með honum. David var líka hérna áðan að æfa sig með þeim, en er farinn núna. Ekkert bókað í kvöld og lítur út fyrir rólegt kvöld. Horfði á kastljós síðan 2002 í gærkvöldi, viðtal við Þórhildi, x-leikhússtjóra og svo milli Himins og Jarðar með Steinunni. Fannst bara gaman af því og verð að segja að ég sakna Íslands smá. Ef einhver nennti nú að taka upp eina kvöldstund úr RUV og senda okkur, þá væri það mikil gjöf.
Bílinn enn á verkstæði og lítur ekk vel út. Svakalega dýrt ef honum tekst ekki að finna notaða varahluti. Jæja kvörtunadeildinni er lokað.
Love and leave you
Stressið var alveg að drepa okkur út af þessu. Það fyrsta sem Ami setti inn í húsið (Ami´s suite) var gamla útileguborðið okkar og stóll. Þeir eru nefnilega altaf útaf fyrir sig í pásu, Ami og Oliver. Oliver hefur reynst vel sem nýji garðyrkjuaður, en því miður hefur hann verið svo upptekinn að hjálpa Ami með allar breytingarnar að allur garðurinn hefur verið í steik. Ekki verið tími til að lagfæra og saga brotin tré, eð hirða laufin sem liggja hérna um allt.
Heimilið okkar er orðið flott. Bói náði að pakka upp úr öllum kössum og koma öllu fyrir eins og bara hann getur. Erum orðnir mjög heimakærir eftir að hafa verið “heimilislausir” síðan við komum hingað. Park street var aldrei heimili fyrir okkur. Vourm með fyrsta matarboðið á þriðjudaginn. Buðum David og snobbhænunni, henni Margreti konunni hans, æji ég má vist ekki segja svona. Hún er ekkert svo slæm, bara ekki okkar týpa. David er samt ágætur og hefur verið ótrúlega mikill stuðningsmaður. Kvöldið var ágætt. Buðum upp á Spanakopota sem Louhna eldaði og svo kjúkling a´la Bói með sykurbrúnuðum kartöflum og kokteilsósu. Þau komu með geggjaðan eftirrétt. Bói var á hlaupum fram og tilbaka að tékka á veitingastaðnum og elda fyrir okkur í eldhúsinu, og svo að keyra staffið heim. Þetta varð seint kvöld. Gestirnir fóru um hálf eitt heim og þetta var mjög gott kvöld. Fyrsta kvöldið sem við bjóðum gestum heim. Heimilið er orðið svo fallegt að við njótum þess að skjótast heim eins oft og við getum til að slappa af og jafnvel til að vinna smá tölvuvinnu. Er jú á fullu með heimsíðuna og gengur bara vel.
Slæmar fréttir. Fórum til Jenny á sunnudaginn í smá drinkie poo. Hún fékk símtal þar sem henni var sagt að bróðir hennar sem er búinn að vera veikur mjög lengi hefði verið tekinn inn á spítala. Jóhanna kom svo í morgun og sagði okkur að hann hefði andast sunnudagsnóttina. Hringdi í Jenny og vottaði henni samúð okkar, Hún var í Cape Town að undirbúa jarðarförina sem verður á morgun. Hún var búin að segja okkur að það væri best að hann fengi að fara vegna þess að lífsgæðin hans væru engin lengur, en það er nú alltaf erfitt þegar manns nánustu fara.
Ferdi er að spila núna og Paul er að æfa sig með honum. David var líka hérna áðan að æfa sig með þeim, en er farinn núna. Ekkert bókað í kvöld og lítur út fyrir rólegt kvöld. Horfði á kastljós síðan 2002 í gærkvöldi, viðtal við Þórhildi, x-leikhússtjóra og svo milli Himins og Jarðar með Steinunni. Fannst bara gaman af því og verð að segja að ég sakna Íslands smá. Ef einhver nennti nú að taka upp eina kvöldstund úr RUV og senda okkur, þá væri það mikil gjöf.
Bílinn enn á verkstæði og lítur ekk vel út. Svakalega dýrt ef honum tekst ekki að finna notaða varahluti. Jæja kvörtunadeildinni er lokað.
Love and leave you
0 Comments:
Post a Comment
<< Home