Friday, August 05, 2005

Hæ esskunnar

Enn einn dýrðardagurinn i Greyton, sólin skín og það lítur út fyrir að verða heitur dagur. Erum fulluir bjartsýni með staffið okkar núna. Finnst við hafa verið að gera góða hluti með stöðuhækkunum og ein þessi persónulegu viðtöl sem Bói hefur verið að eiga við staffið eitt og eitt. Útskýrt fyrir þeim hvað við erum að fara í gegnum. Það hefur ýmislegt komið í ljós sem varpar ljósi á hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Í fyrsta lagi er eðlislæg andúð á hvítu fólki, sem við höfum fundið frá sumu starfsfólki, án þess samt að það sé augljóst eða sýnilegt. Það hefur bara verið eitthvað sem maður hefur ekki getað fest hönd á. Hilca-Ann sagði það og það er kannski fyrst of fremst hún sem við höfum fundið fyrir að hún fíli okkur ekki. Höfum svo sem verið sama um það vegna þess að hún vinnur vinnuna sína vel og er aldrei til vandræða. Svo hefur hún líka verið hrædd við okkur vegna þess að við drekkum áfengi. (þá sjaldan maður lyftir glasi).

Bói útskýrði fyrir henni í fyrsta lagi að við bærum ekki ábyrgð á því hvað hvíta fólkið í SA hefði gert gagnvart lituðum og svörtum. Við værum íslenskir sem þýddi að við kæmum frá menningu þar sem allir væru jafnir. Ísland hefi líka verið eitt af fyrstu löndunum til að hjálpa lituðum og svörtum í SA með viðskiptabanni þegar aðskilnaðarstefnan var. Svo ættum við svartan tengdason frá Nígeríu og litað barnabarn, þannig að við værum nú alls ekki með neina fordóma gagnvart litarhætti og okkur væri nú bara alveg sama hvað lit fólk hefði á húðinni, tækum eiginlega ekki eftir því. Svo þetta með drykkjuna, þá spurði Bói hvort hún hefði einhvern tíma séð einhverja karakterbreytingu á okkur þegar við fengjum okkur í glas. Nei, ekki gat hún sagt það. Málið er að við drekkum ekki til að verða fullir og hvað hún hefði reynt eða lennt í í sínu uppeldi að sjá fólk verða ölvað, ofbeldisfullt og þess háttar ætti alls ekki við okkur. Það var eins og það opnaðist ljós hjá henni. Hún virtis fatta allt í einu hvernig fólk við værum. Hún hefur verið allt önnur í framkomu við okkur síðan, meira að segja vingjarnleg og beðið um aðstoð þegar þurft hefur. Það gerði hún aldrei áður, og eiginlega enginn heldur. Maður þurfti alltaf að fylgjast með og hoppa inn til að fyrirbyggja mistökin áður en þau gerðust. Vonandi er það breytt núna.

Bói hefur átt svipuð samtöl við flest starfsfólkið og það virðist vera að skila sér, sem betur fer. Ekki til frambúðar, því get ég lofað, en alla vegna í einhvern tíma. Bói er búinn að eyða miklum tíma í Ami, viðgerðarmanninn, sem hefur valdið okkur vonbrigðum trekk í trekk. Ætla ekki að lista það allt upp, en hann átti mjög alvarlegt samtal við hann í fyrradag með Joy. Hann varð svo reiður kallinn að hann kom ekki upp orði. Sagðist samt skilja okkar viðbrögð. Bói talaði aftur við hann í gær og þá náðu þeir betur saman, en gátu því miður ekki klárað samtalið vegna truflana. Ég er nú samt með miklar áhyggjur af honum, vegna þess að lásinn á skrifstofuna mína bilaði í gær og Ami þurfti að taka eina rúðu úr hurðinn til að komast inn og skipta unm lás. Í morgun þegar ég fór inn á skrifstofuna tók ég eftir því að það var ekki búið að setja rúðuna í aftur. Djísus, erum með allt vínið þarna, tölvuna, peninga og ég veit ekki hvað. Þvílíkt ábyrgðarleysi. Ég spjallaði við hann og hann sagðist hafa haft miklar áhyggjur af þessu. Ég sagði honum að það væri ekki nóg. Hann yrði að láta okkur vita ef hann gæti ekki klárað svona verkefni vegna þess að það er fullt af verðmætum þarna og við hefðum gert aðrar ráðstafanir ef við hefðum vitað af þessu. Hann bara baðst afsökunar og engar skýringar. Ég læt Bóa um að ræða betur við hann, hann sér núna um öll starfsmanna mál. Ég tók þetta of mikið inn á mig og varð í uppnámi þegar svona hlutir komu uppá, þannig að við ákváðum að hann myndi sjá um þessi mál í einhvern tíma.

Erum búnir að setja upp töflu inní eldhúsi með skilaboðum til starfsfólks um verkefni sem þarf að gera. Vonandi hjálpar það, vegna þess að maður gleymir þessum hlutum þegar það er mikið að gera og svo kemur alltaf eitthvað nýtt upp á. Erum t.d. oft búnir að biðja um að hurðin upp á loft verði löguð þannig að það sé hægt alla vegna að loka henni. Hún er búin að vera opin upp á gátt í marga mánuði eða kannski bara síðan við tókum við. Núna erum við komnir með öll afgangs húsgögnin þangað og það er slatti og talsverð verðmæti í þeim. Það er alla vegna komið á töfluna núna og ég ítrekaði það líka við Ami, þannig að vonandi verður það lagað.

Í dag er skrifstofudagur hjá mér. Fullt af verkefnum sem hafa verið á hakanum og maður hefur ekki komist í vegna annarra verkefna, eins og t.d. veikur kokkur og þá þarf maður að kokka, enginn garðyrkjumaður og þá þarf maður að vinna í garðinum (ég hef svosem ekki gert það, en Bói er búin að vera duglegur í garðinum), og svona getur maður talið lengi. Hlakka ekki til enda skítakuldi á skrifstofunni. Maður þarf að fara reglulega útí sólina til þess að krókna ekki. Svo eru tónleikar seinni partinn í dag eins og alla föstudaga, þannig að það verður nóg að gera. Never a dull moment!

Ps. Lovísa er búin að setja myndirnar sem hún tók þegar hún var hérna inn á heimasíðuna hans Gabríels. Endilega kíkjið á http://barnaland.is/barn/20691 Frábærar myndir (Lovísa, millistykkið þitt fannst. Kahlena hafði set það inn í litlu geymsluna í Húsinu, ekki spyrja mig hvers vegna. ég sendi það til þín)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ strakar,það er naumast fjörið.
djö.....held að það se töff að standa
i þessu sem þið eruð að gera, en spennandi.Ja nu verður Hinsegin dagar
settir i kvöld i Loftkastalanum og við
Svenni kokkur ætlum að mæta.Eg er að byrja að vinna eftir sumarfri,,,vitið
þið hvað það er að fara i fri og gera ekkert neitt og hvila sig vel a milli,
Spain fyrir morgundaginn er þokkaleg þannig að það ætti að vera fullt af folki i gleðigönguni.
Hugsa til ykkar og sendi minar bestu kveðjur. xxooxxooxx
Joi kokkur

8:21 am  
Anonymous Anonymous said...

Elskurnar hvað það er nú mikið í gangi hjá ykkur! Hér er ekkert í gangi nema undirbúningur og partý fyrir Gay Pride á morgun. Meira að segja mér, fjölmiðlaglöðu konunni (fyrrverandi ástsælasta útvarpskona þjóðarinnar sem fór yfir um) er farið að þykja nóg um PR-ið fyrir þessa miklu hátíð. Úr hófi keyrði þó þegar ég fletti Fréttablaðinu og sá mataruppskrift: ,,Lesbískur lax með eggaldin í tahini". Þá eiginlega fannst mér kynningarmálin komin út í öfgar, hringdi í Lízellu og bunaði út úr mér þeirri skoðun. Í hennar Fréttablaði stendur þetta nefnilega ekki heldur ,,Líbanskur lax..." o.s.frv.!!!!! Maður getur nú mislesið, komin á þessan aldur!!! Þarna kom vel á vondan, ég segi alltaf að fólk missi af því sem maður er að reyna að koma á framfæri vegna þess að það HLUSTI EKKI nógu vel eða LESI EKKI í rólegheitum. Love you, Anna Kristine

8:39 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ og hó,, þá erum viða barasta komin frá Legolandi, veðrið hefði nú mátt vera betra, náðum meir að segja hagléli á laugardeginum..en veðrið aftraði okkur ekki í að borða nammigóðan mat, slendre ned ad Vestergade..shoppa enda með 2 búðaróða táninga með í för..Bústaðurinn alveg súperfínn, gott pláss fyrir alla..splunkunýr, en best hefði nú verið ef gula skrímslið hefði nú látið sá sig eitthvað, þá hefði maður slaka meir bara heima við...en svo komum við heim í brjálað veður og læti, svei mér þá, vonandi er sumarið ekki alveg farið, á eftir allaveganna eina útilegu og berjamó. heyrumst seinna elskur...
luv, Hafdís

10:46 am  

Post a Comment

<< Home