Thursday, August 04, 2005

nýjir leikarar i sápunni

Hæ, það hefur fullt verið að gerast í starfsmanna málunum. Í fyrsta lagi er Oliver hættur, Veit að Gabríel verður ekki ánægður með það þegar hann kemur næst í heimsókn, vegna þess að hann var eins og skugginn hans Olivers. Það kemur nýr í viðtal í dag, sjáum til hvernig það fer.

Gulltönn er farin í barnseignarfrí og Smjörlíki hætt, þannig að það hefur verið soldið erfitt að manna þjóna vaktirnar. Fyrst kom Samantha sem hefur enga reynslu, ákv´´aðum að gefa henni séns. Hún þjonaði okkur fyrsta kvöldið. Bói pantaði steikta Ýsu (Pan-fried Hake), hún fór með pöntunina inn í eldhús og á henni stóð spælt egg (pan fried egg). Æji, greyjið, það var mikið hlegið af þessu. Hún á nú samt ekki eftir að endast lengi, er alltof hæg. Meira að segja Margrét í eldhúsinu hefur hótaði henni að sparka henni útúr eldhúsinu ef hún getur ekki unnið hraðar.

Svo komu tvær aðrar í viðtal sem vinna á Post House (samkeppnisaðili okkar sem er að fækka starfsfólki) Okkur leist vel á aðra og hún byrjaði í gær. Virgina, okkur líst bara nokkuð vel á hana, hún hefur reynslu og er ekkert að dóla. Höfum hina til vara.

Svo kom kokkurinn af Post House í viðtal. Gaf af sér ágætan þokka, en mér fannst hann full ungur (rétt rúmlega 20) og svo bað hann um alltof há laun. Svo kom Jack í viðtal, sem er frændi hennar Margrétar í eldhúsinu. Hann er 48 ára og hefur reynslu, reyndar ekki á svona fínum stað eins og okkar. Hann talar reyndar alltof mikið og erfitt að komast að. Við ákváðum að gefa honum séns. Gleði ætlar samt að vara hann við fyrst að tala ekki svona mikið. Getur verið erfitt ef maður kemst ekki að til að tala við hann um matinn. Sjáum til hvernig það fer.

Set inn myndir ef þetta lið endist eitthvað með okkur. Ekki fyrr!

Takk fyrir allar fréttirnar að heiman, Anna Kristine og góða skemmtun á gay Pride. Við höfum verið að ræða það hérna við nokkra aðila að halda kannski Gay Pride hérna. Það held ég að allt yrði nú vitlaust hérna í þessum fordóma fulla bæ. Hér eru sko fordómar sem rista djúpt og að sjálfsögðu sár ennþá frá aðskilnaðarstefnunni.

Gott að heyra Lovísa mín að lífið er komið í sinn vanagang aftur. Vona að hamborgararnir hafi ekki orðið of klesstir. Endilega flýttu þér að koma aftur, söknum þín mikið.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ
Ég er búin að setja inn myndir úr ferðinni á síðuna hans Gabríels.
Love u Lovísa

6:03 pm  
Anonymous Anonymous said...

Respect and that i have a super proposal: How Much Remodel House average home renovation cost

1:45 am  

Post a Comment

<< Home