Jæja esskurnar
Í dag er búið að vera gott að gera.. Samantha var eini þjónninni í vakt og stóð sig með prýði. Fékk sma angistarkast í gær í hádeginu. Diana kom og sagði mér að hún hefði fengið símhringingu að heiman. Maðuirinn hennar sem er 75+ hafði fengið eitthvað slag eða aðsvif eða hvað veit ég. Ég alla vegna spurði hana hvort allir réttirnir væru farnir út. Bara til að athuga hvort ég þyrfti að fara elda og Bói að keyra hana heim. Allt farið út þannig að ég keyrði hana heim. Hún er á okkar aldri og á svona gamlan mann. Dáist að henni fyrir hugrekkið. Sagði henni að hringja ef hún þyrfti peninga eða einhverja aðstoð. Hún hringdi aldrei. Ég baktryggði mig með Louna fyrir ráðstefnuna sem var að klára á dag. Hefði getað eldað allt oní liðið, en þurfti þess sem betur fer ekki, vegna þess að Diana mætti í morgun. Maðurinn henna vill frekar deyja heima ef hænn er að fara að deya á annað borð. Hún fékk alla vegna hjúkku heim sem sagði að hann ætti að fara á spítala, en það kom víst ekki til greina. Hann er alla vegna lifandi ennþá og Díana frekar róleg yfir þessu öllu saman.
Herbergin voru ekki í nægilega góðu ástandi í gær. Gilitrutt er ekki alveg að standa sig eftir fríið sitt. Bói kom að henni sofandi í þvottahúsinu í dag. Hrjótandi í vinnunni. Á launum. Sveiattann. Vantaði handklæði i nokkur herbergi og ekki nógu vel þrifið. Því miður virkar ryksugan ekki lengur vegna þess að þær sprengju pokann. Tæmdu hann ekki nógu oft. Svona er nú lífið hjá okkur OFTAST. Bói náði líka Ritu (systur Giltruttar) fyrir utan alla vegna tvö herbergi að reykja. Djísus, hún sem stóð sig svo vel meðan gilitrutt var í fríi. Æji þetta endar aldrei.
Alla vegna ætla ég að þakka ástkæru systur minni, Kristjáni á Jommunni og Palla bróður fyrir allar myndirnar af Gay Pride. Mikið var gaman að sjá þær. Fannst ég næstum vera með. Var meira að segja að spá í gær að hringja í Jommunna (eftir einn eða tvo jagermeister) bara svona til að heyra hvaða homsur hefðu verið á bömmer, með hverjum og hvernig það hefði allt “æxlast”. Lét það ekki eftir mér. Hefði trúlega verið of erfitt að finna númerið. Veit að það tók mig heila eilífð að finna fax númerið hennar Hrefnu á A Smith þvottahúsi sem sendi okkur fax í dag. Takk eskkannnn. Netið er svo svo svvvvoooooooooo hræðilega hægt hérna. Jæja esskurnar, það er farið að rigna hérna og mig langar inn. Klukkan er að ganga ellefu og það eru ennþá gestir í dinner hjá okkur. Love and leave u!
Bóa blogg líka ;
Já svona er þetta hér...heyrði reyndar óvart tal tveggja borðatal í kvöld. Átsæders, eins og það er orðað hér ef matargestirnir gista ekki hjá okkur. Tvenn hjón á sitt hvoru borðinu . Bó lennti í kúnnakjaftæði eina ferðina enn. Læt mér leiðast einum hérna úti. Nenni þessu ekki. Best að setja þetta á netið.
Herbergin voru ekki í nægilega góðu ástandi í gær. Gilitrutt er ekki alveg að standa sig eftir fríið sitt. Bói kom að henni sofandi í þvottahúsinu í dag. Hrjótandi í vinnunni. Á launum. Sveiattann. Vantaði handklæði i nokkur herbergi og ekki nógu vel þrifið. Því miður virkar ryksugan ekki lengur vegna þess að þær sprengju pokann. Tæmdu hann ekki nógu oft. Svona er nú lífið hjá okkur OFTAST. Bói náði líka Ritu (systur Giltruttar) fyrir utan alla vegna tvö herbergi að reykja. Djísus, hún sem stóð sig svo vel meðan gilitrutt var í fríi. Æji þetta endar aldrei.
Alla vegna ætla ég að þakka ástkæru systur minni, Kristjáni á Jommunni og Palla bróður fyrir allar myndirnar af Gay Pride. Mikið var gaman að sjá þær. Fannst ég næstum vera með. Var meira að segja að spá í gær að hringja í Jommunna (eftir einn eða tvo jagermeister) bara svona til að heyra hvaða homsur hefðu verið á bömmer, með hverjum og hvernig það hefði allt “æxlast”. Lét það ekki eftir mér. Hefði trúlega verið of erfitt að finna númerið. Veit að það tók mig heila eilífð að finna fax númerið hennar Hrefnu á A Smith þvottahúsi sem sendi okkur fax í dag. Takk eskkannnn. Netið er svo svo svvvvoooooooooo hræðilega hægt hérna. Jæja esskurnar, það er farið að rigna hérna og mig langar inn. Klukkan er að ganga ellefu og það eru ennþá gestir í dinner hjá okkur. Love and leave u!
Bóa blogg líka ;
Já svona er þetta hér...heyrði reyndar óvart tal tveggja borðatal í kvöld. Átsæders, eins og það er orðað hér ef matargestirnir gista ekki hjá okkur. Tvenn hjón á sitt hvoru borðinu . Bó lennti í kúnnakjaftæði eina ferðina enn. Læt mér leiðast einum hérna úti. Nenni þessu ekki. Best að setja þetta á netið.
3 Comments:
Sælir, elskurnar.
Mér dettur oft í hug, þegar ég les bloggið þitt, Villi minn, að ekki sé það nú alveg mæðulaust að vera húsbóndi yfir mörgum hjúum, sei nó mor. Ég er nýkomin af heimsþingi ITC í Baltimore, þar dreifði ég e-meilinu þínu út um allt, þú átt margar vinkonur, sem hugsa til þín Villi. T.d. Suzanne Shiflet og Jean Turner, ég held þær séu báðar að spá í að heimsækja þig til Afríku.Þetta var skemmtilegt þing, þar stýrði ég fyrstu Cosmopolitan ræðukeppninni, og gekk bara ágætlega. Að öðru leyti voru máltíðir langar ( þegar mér þykir nógum tíma eytt í mat, þá er nú nóg komið, en það var svo sem ekkert mikið borðað, bara talað) og loftslag afskaplega heitt og rakt. Það var þá ekki mjög heitt á manni í gleðigöngunni á laugardaginn, þ.e. ekki veðrið, en andrúmsloftið var hlýtt og yndislegt, mikil gleði og fögnuður. Ég gekk við hlið Kalla Vald. á eftir leðurvagninum, var svosem ekki mjög í stíl við áhöfnina, útlitslega séð. En hverjum er svo sem ekki fj. sama um það ? Það var alla vega mikið gaman. Ég óska ykkur alls góðs í tilverunni, vona að það fari nú að minnka dramatíkin í starfsmannamálunum. Svo þið getið farið að eiga fleiri stundir í ylnum úti í garði hjá ykkur. Love and leave u.
Inga V.
Hei, var að lesa skyldulesninguna mína, og hvað... auðvitað eruð þið með fax, mér finnst nefnilega ennþá gaman að skrifa bréf, en er eiginlega alveg hætt því, skelltu inn faxnúmerinu og ég lofa ykkur skemmtilegu orkufaxi til að lesa...
ástarkveðjur
ein sem erkomin á fullt i vinnunni..en ætla á danska daga í stykkishólminn, ber kveðju til allra frá Bóalíus mínum.
Hafdís
Essgan! Þú þurftir ekki að hringja á Jommuna til að fá heitustu fréttirnar, bara gerast áskrifandi að DV! :) Þar var ,,Vonda drottningin" kölluð Vonda drottningin en ekki sínu nafni og hommsurnar í mínum hópi segja að þetta sé einkanafn annarra hommsa á henni. Mikil slagsmál brutust semsé út á Kaffi Cozý þar sem vonda drottningin og önnur slógust, sú vonda dró hina út til að lemja hana og þegar það var búið dró hin lamda Vondu aftur inn á Kaffihúsið til að lemja hana!!! Þetta var með flottari fréttum í íslensku dagblaði. Og DV varð líka að ,,outa" Jóhönnu Sigurðar, enda er það auðvitað í verkahring dagblaða að segja okkur hinum hver er gay og hver ekki. Hvernig ættum við annars að lifa??? Ef við getum ekki velt okkur upp úr annarra lífi þá þurfum við kannski að fara að horfast í augu við okkar eigið líf, you see. Það vetrar snemma á Íslandi en gangan var í góðu lagi. Knús, Anna Kr.
Post a Comment
<< Home