Friday, October 07, 2005

hæ hæ

Hér hefur lífið gengið sinn vanagang nokkurn vegin, þrátt fyrir öll símtölin sem hafa komið og alla e-mailana og commentin á bloggið. Bói ar varla lesið þetta, varð klökkur og reyndar ég líka. Já, þegar maður verður svona nálægt því að drepast þá verður maður soldið viðkvæmur. Ég er búin að vera að standa mig mjög vel, reyndar barist við að vera ekki bara að grenja, elska þennan mann svo mikið. Við stoppuðum hálfa leið til Greyton í gær og kláruðum seinust sígóurnar. Síðan hefur ekki verið reykt. Bói hefur reyndar röflað og röflað og heimtað sígó, en NEI. Sú seinasta hefur verið drepin og gott að það var hún en ekki Bói eða ég.

Tilfinninging og hræðslan sem fylgir svona áfalli er ekki góð. Bói er búin að vera að upplifa hræðsluna og kvíðan yfir þessu öllu í dag. Það tekur stundum tíma að drekka þetta allt inn og átta sig á því sem hefur gerst. Þetta var mikið áfall. Hann hefur samt verið góður til heilsunnar í dag. Fyrir utan smá hræðslu og kvíða, þreytu og áhyggjur, Þá hefur hann það gott.

Vorum með tónleika í dag og honum hafði kviðið fyrir öllu fólkinu sem kæmi og væri að spyrja hvernig hann hefði það. Jæja þetta gekk allt vel og sumir komu og spurðu hann. Enn fleiri stoppuðu mig og spurðu um hann, Honum líður vel en þarf mikla hvíld er standard svarið mitt. Veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum þetta án Kristjáns. Volga hefur líka verið svakalega mikið með okkur í gegnum síma. Búin að vera gera Gleði brjálaða með spurningum um hvernig reksturinn gengi, hvort allt væri að ganga upp og hvort það þyrfit ekki að ná í bús og brennivín. Meira segja Jenny bauðst til að koma að kokka. Og margir aðrir buðu fram aðstoð. Gvöð, þau hefðu öll eyðilagt á fimm mínútum það sem við höfum byggt upp á þessu eina ári sem við höfum verið hérna. Kann samt vel að meta viljann fyrir verkið.

Tónleikarnir gengu vel og Ressinn var vinsæll í kvöld. Sit hérna einn á ressanum yfir einu borði. Bói var orðinn þreyttur og ég rak Kristján með honum heim, Svo er bara að bíða eftir að þessum gestum þóknast að klára bokkuna og matinn sinn. Never mind.

Reykingarbindindið hefur bara gengið vel. Við drápum í og varla langað. Bói er reydnar búin að koma nokkrum sinnum í dag og segja að hinn eða þessi sagði að það væri ekki gott að hætta svona einn tveir og....... Ég sagði honum alltaf að læknirinn hans hefði sagt honum að hætta bara strax, ekki trappa niður, bara hætta. Væri ekkert nema ákvörðun. Ég ætlaði alltaf að hætta þegar við fluttum hingað en því miður sprakk ég og hef sjaldan reykt eins mikið. Jæja, Never mind, er hættur núna, er með sprey og það virkar vel. Ætla að lifa miklu lengur og elsku vinir, þið eruð ekki laus við okkur. Takk fyrir allar kveðjurnar, e-mailana, símtölin og kommentin. Þetta telur allt og vermir hjartað, bæði mitt og Bóa (veitir nú ekki af eftir þetta allt saman). Jæja essgunnar, ætla að senda staffið heim og svo sé ég einn um þetta eina par sem er hérna efir. Love and leave ýou. (og af því að þú spurðir, já ég hef það pokkalegt). Heyrumst á morgun.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku kallinn minn Guðmundur farðu nú vel með þig og vertu duglegur að hlýða því sem þér var ráðlagt af læknum og hlýddu Villa í einu og öllu, það er nú bara til einn ÞÚ og ég er ekki sú eina sem vill að þú verðir mikið mikið meira lengur meðal vors og blóma. Og besti Villi ekki gleyma að slaka líka á og hugsa um þig. Sendi ykkur fullt af fallegum hugsunum og hreysti og heilbrigði frá Íslandinu góða.
Bestu kveðjur
Gyða

8:58 pm  

Post a Comment

<< Home