Monday, December 05, 2005

Jólin eru komin á Greyton Lodge

Fór til George á laugardaginn. Var mjög gaman og minnti mig á dagana sem ég vann með Össuri. Get ekki sagt að ég sakni þeirra, en það var virkilega gaman að hitta allt liðið, sérstaklega Toby sem ég vann með í svo mörg ár og svo auðvitað Richard, Jamie og allt liðið sem vinnur með Allan hérna í SA.. Þetta varð sem betur fer ekki mjög seint kvöld. Ég var kominn á hótelið um eitt leitið og það hefði nú mörgum þótt mjög snemmt þegar ég vann hjá Össuri. Hitti líka Gabrielu sem vinnur hjá Jiri í Tékklandi og fékk fréttir af því hvernig gengur þar. Og svo var það Marlo Ortiz frá Mexiko (dreifiaðili sem ég rak og var ráðinn svo aftur, þegar ég hætti) Var nú ekkert sérlega gaman að hitta hann, enda forðaðist ég hann allt kvöldið. Og svo auðvitað fullt af öðru fólki sem ég hef kynnst í gegnum feril minn hjá Össuri. Í heildina var þetta mjög gaman og sérstaklega að komast í burtu héðan og rifja upp lífið mitt eins og það var áður en stökkið var tekið hingað. Sakna þess ekki.

Ami og Jacko eru búnir að vera á fullu í herberginu og allt gengið bara þokkalega. Get ekki sagt að ég sé hundrað prósent ánægður með vinnubrögðin, en þetta er allt í áttina. Ég fór til Somerset West í dag og er búinn að vera á fullu að kaupa gardínur, púða, skrauthluti, ryksugu, Halaal mat og ég veit ekki hvað. Var hlaupandi úr einni búð í aðra. Var samt ánægður þegar ég var búinn og veit að við komum til með að ná að gera þessi herbergi mjög flott áður en ráðstefnan byrjar.

Bói er búinn að vera á fullu að setja upp jólin hérna og það er að verða mjög jólalegt hérna. Það er mikið að gera í kvöld, þannig að Bói er á fullu, meðan að ég er bara að slaka á og stelast til að blogga. Fer í herbergin á morgun til að ganga frá loka frágangi og svo eru það bókhaldshlekkirnir sem skella á mér. Búinn að vera að ýta því frá mér og fresta og fresta en það er víst ekki val lengur. Love and leave you.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góðan dag elskurnar. Alltaf gaman að lesa bloggið og fylgjast með daglegu lífi ykkar. Hér er aftur komið vor, enda desember. ég er á mínu aðventuflakki ennþá, Stína og Örn verða á landinu fram á föstudag en nú þarf ég að fara að flytja inn á þau aftur svo ungi maðurinn sem á rúmið sem ég sef í komist heim til sín :) Við erum að undirbúa jólagleði Heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi sem verður haldið heima hjá Erni á föstudagskvöldið, yfir 40 manns koma í mat og fjör. Nú er verið að semja skemmtiatriði og þetta verður vonandi afskaplega skemmtilegt. Gott áð þú skulir ekki sakna gamla lífsins Villi minn. Guðmundur! Gott hjá þér að jólast svona hressilega. Gott að heyra líka hvað það er gott í ykkur hljóðið. Kossar og knús frá Önnu Kristine.

10:29 am  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra að þið séuð komnir í jólaskap jólin eru svo yndislegur tími og það er varla annað hægt en að vera í góðu skapi. Væri gaman að sjá einhverjar myndir af breytingunum hjá ykkur og herbergjunum hjá þér Villi ef þið hafið þá tíma til. Vildi bara kassta á ykkur kveðju elskurnar love and leave you johanna maggy

12:22 am  

Post a Comment

<< Home