Thursday, March 23, 2006

Já, enn lifandi......

Eyddi heilum degi í Somerset West að bíða í “Kringlunni” meðan bíllinn var í viðgerð. Fór í bíó að sjá Brokeback Mountain. Mjög sterk mynd um forboðna ást, svakalega góð mynd, mæli með henni. Svo fór í í næstum því herja einustu búð í “Kringlunni”, ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en það var víst ekki mikið val.

Ekki tókst þeim að laga bílinn heldur í þetta skiptið, núna uppgötvuðu þeir að það var eitthvað annað að sem orsakaði þetta. Ég spurði þá hvort það hefði þá virkilega verið nauðsynlegt að skipta um alla þessa vara hluti sem þeir hafa skipt um. Ekki að ég viti mikið um bíla, en mér finnst þetta hljóma eins og þeir hafi ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera. Ég þarf víst að fara með bílinn aftur í næstu viku, strax farinn að spá í hvaða mynd ég ætti að sjá. Þetta var í fyrsta skipti í 2 ár sem ég fór í bíó þannig að það er mikil uppliftun.

Gulltönn er núna komin með verkaliðsfélagið á okkur og ásakar okkur um að hafa þvingað hana til þess að segja upp. Þeir hringdu í morgun og vildu að ég kæmi til Caledon að ræða við þá. Ég sagði þeim að ég hefði ekki tíma til þess að koma til Caledon útaf svona vitleysu. Stúlkan sagði upp af fríum og frjálsum vilja og hefði afhent okkur uppsagnarbréfið og það væri ekkert að tala um. Never mind, þeir koma í næstu viku til þess að ræða við okkur. Veit ekki hvað gerist. Vinnulöggjöfin hérna er mjög sterk og næstum því vonlaust að reka fólk nema þú getir sannað að það hafi verið að stela og þá þarf yfirheyrslur og alls konar vesen sem við nennum ekki að standa í. Hún hefur svosem ekkert í höndunum, nema afrit af uppsagnarbréfinu sem hún undirritaði sjálf í vitna viðurvist sem kvittuðu líka.

Neil hennar Marise er búinn að vera á spítala. Það uppgötvaðist krabbamein í blöðrunni og var fjarlægt strax Þau er ekki enn búin að fá að vita hvort þetta er illkynja eða góðkynja, en það eru víst góðar batalíkur vegna þess að þetta var mjög einangrað. Systir hennar Volga lenti í mjög slæmu slysi og Volga er búinn að vera hjá henni. Hún var í fjallgöngu þegar hún datt og fótbraut sig á 5 stöðum. Það tók 18 menn 4 klukku tíma að ná henni niður af fjallinu. Það er reiknað með því að þetta taki ca 6 mánuði að gróa og óvíst hvernig það grær.

Fólkið hennar Anne lenti í slæmu slysi í fyrradag. Vour á leiðinni til Caledon með bróðir hennar Loanu í Bakkie (pallbíl) og sátu á pallinum þegar bílinn fór útaf og enti útí á. Bróðirinn slasaðist illa og fékk hjrtaslag í gær, Marius (maðurinn hennar Anne) marðist illa hér og þar og elsta barnið hennar fékk hálshnykk (þó ekki alvarlegt). Þetta lítur nú samt allt ágætlega út fyrir utan bróðir hennar Loanu og Anne er mætt til vinnu aftur. Mirchel er að hætta að vinna. Foreldrar hennar komum hérna um daginn og ræddu við Bóa. Hún er víst komin í slæman félagsskap og farin að prófa eiturlyf. Hún verður send núna á vestur ströndina til fjölskyldu til að jafna sig og ná áttum. Við erum farnir að vera verulega undirmannaðir á þjóna hliðinni. Eldhúsið gengur fínt en það er að stefna í krísu á þjónahliðinni ef það koma ekki einhverjir nýjir þjonar fljótlega. Erum búnir að setja þreyfarana út og svo er bara að sjá hvað gerist.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ji! það munar ekki um atburðina í Afríku, vona nu að allir komist á retta braut og að níl jafni sig, og anne og fjölskyldan hennar, og systir hennar Volgu og allir bara, eg á ekki til orð! vona líka að þú sert buin að ná góðum svefni villi minn og að bói spjari sig vel líka...það er gott að heyra að eldhusið er að standa sig og eg er viss um að þið finnið góða þjóna innan tíðar
kv. Gússý og kær kveðja og knús til allra:) sérstaklega ykkar!

10:18 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Elsku Villi minn sé þig í anda vafra milli óspennandi búða ekki alveg þín deild en fyndið þó.

Heyri að þetta er stórhættulegt land allir að lenda í slysum og voða af öllu tagi.

Hvernig gengur salan? Og hvað er að frétta að fjölskyldunni? Allir við góða heilsu? Og Gabríel búinn að jafna sig á brunanum?

Ástarkveðja frá stórstessaðri systir

Kiss kiss og knús knús

Ása Hildur

9:35 am  

Post a Comment

<< Home