Gleðilegt nýtt ár
Volga kom í heimsókn um dagin með vinkonu sína, hana Sally. Þær voru hérna í 3 daga og mikið var gaman að hafa þær. Ég fór með þeim til Stellenboch, Somerset West og Franshouek. Volga var að koma málverkum í gallerí á þessa staði. Rosalega flott málverk sem öll gengu út. Gott fyrir hana. Við höfum verið ansi duglegir að sósalísera undanfarið. Það er búið að vera ansi mikið að gera hérna yfir hátíðarnar. Vorum fullbókað í jólamat og erum fullbókaðir í gamlárskvöld. Það er ekki auðvelt vegna þess að við erum orðnir svo fáliðaðir. Það bætist bara meiri vinna á okkur. Ég er meira að segja farinn að þjóna sem ég harðneitaði fyrst. Fannst það ansi erfitt til að byrja með en er orðinn nokkuð afslappaður með það núorðið.
Við erum búnir að fá nýjan fjölskyldumeðlim. Picasso, sem er kallaður Kassie. Hann er stór páfagaukur (African Grey), 8 ára og kjaftar mjög mikið. Er fljótur að læra ný orð og setningar. Hann er búinn að læra að gelta eins og Patsý, segja Welcome to the lodge, Bói sætur, Bói krútt. Hann er agalegur á morgnanna. Þá byrjar hann með sírenu, bíla alarm, blístrar, syngur og ég veit ekki hvað. Get ekki sett hann út fyrr en eftir morgunmat vegna þess að annars myndi hann vekja alla hótelgesti og nágranna. Annars er hann mjög skemmtilegur. Þau sem gáfu okkur hann eru vinir Jennýar og fuglinn var að gera þau vitlaus með hávaða. Þau voru með teppi yfir honum og sinntu honum ekki mikið. Það hafði gert hann frekar agressívan þannig að hann bítur ef einhver vogar sér að setja fingur inn í búrið. Hann var taminn og það var hægt að ganga með hann á öxlinni, en sökum þess hvað hann hefur verið afskiptur, þá er hann það ekki lengur. Bói er að vonast til þess að hann geti tamið hann aftur. Gæti verið vegna þess að hann er farinn að geta klórað honum á hnakkan og klappað honum án þess að hann bíti. Svona páfagaukar eru bara eins eigenda fuglar og verða oft mjög nánir honum. Held að Bóa komi til með að takast þetta með tímanum. Kassie hefur mjög gott hérna og er ánægður með alla athyglina sem hann fær frá okkur, staffinu og öllum gestunum. Jæja essgunar, verð að hlaupa, mikið að gera. Megi nýja árið færi ykkur meiri hamingju en 2009.
Við erum búnir að fá nýjan fjölskyldumeðlim. Picasso, sem er kallaður Kassie. Hann er stór páfagaukur (African Grey), 8 ára og kjaftar mjög mikið. Er fljótur að læra ný orð og setningar. Hann er búinn að læra að gelta eins og Patsý, segja Welcome to the lodge, Bói sætur, Bói krútt. Hann er agalegur á morgnanna. Þá byrjar hann með sírenu, bíla alarm, blístrar, syngur og ég veit ekki hvað. Get ekki sett hann út fyrr en eftir morgunmat vegna þess að annars myndi hann vekja alla hótelgesti og nágranna. Annars er hann mjög skemmtilegur. Þau sem gáfu okkur hann eru vinir Jennýar og fuglinn var að gera þau vitlaus með hávaða. Þau voru með teppi yfir honum og sinntu honum ekki mikið. Það hafði gert hann frekar agressívan þannig að hann bítur ef einhver vogar sér að setja fingur inn í búrið. Hann var taminn og það var hægt að ganga með hann á öxlinni, en sökum þess hvað hann hefur verið afskiptur, þá er hann það ekki lengur. Bói er að vonast til þess að hann geti tamið hann aftur. Gæti verið vegna þess að hann er farinn að geta klórað honum á hnakkan og klappað honum án þess að hann bíti. Svona páfagaukar eru bara eins eigenda fuglar og verða oft mjög nánir honum. Held að Bóa komi til með að takast þetta með tímanum. Kassie hefur mjög gott hérna og er ánægður með alla athyglina sem hann fær frá okkur, staffinu og öllum gestunum. Jæja essgunar, verð að hlaupa, mikið að gera. Megi nýja árið færi ykkur meiri hamingju en 2009.
3 Comments:
Frábært að lesa frá ykkur á nýju ári póst, gott að heyra frá ykkur. Hér er allt í kyrrðinni, fáir komnir á ról, stillt yfir öllu og yndislegt veður, alveg eins og nýjársdagur á að vera. Mikil læti hér í gærkveldi, varla sást orðið milli húsa v. reyks frá ýmiskonar tertum, sprengjum og öðru sem fólk hefur gaman að að kveikja í og aðrir horfa á og dásama og segja svo um leið þvílíkt og annað eins að eyða svona miklum pening í þetta. En hingað flykktust útlendingar í þúsundavís til að horfa á þessi ósköp svo það er eins gott að þeir fái eitthvað fyrir peninginn sinn. Icesave málinu lauk í gær á Alþingi, þar sem það var samþykkt, að horfa í gær frá þessu fólki sem er á þingi, gerir það að maður skammast sín, öskrandi og gargandi, grípandi fram í og allir að reyna hvítþvo sig af þessari skömm, arghhh. jæja ætla ekki að þusa meira, en áramótaskaupið var frábært, þar sem margir fengu heldur betur á kjaftinn....Var að spá í stofna bráðum HHH hópinn á facebook, sé ekki alveg að þið séuð neitt á leiðinni heim, enda svosem kannski ekki mikið heim að sækja núna hingað. Kannski maður drösli sér í smá labbitúr, eftir allt ofátið síðustu daga, þetta er alveg svakalegt, hætt að sjá tærnar á mér....eða svona hérumbil,Ástarkveðja til ykkar darlingar, farið vel með ykkur. 8villt
Heigh, ho and bottle of rum ............ !
Gleðilegt ár karlarnir mínir. Nú getið þið farið að spóka ykkur um með gauksa á öxlinni - eins og Long John Silver. Hafið það alltaf sem best. Saknaðarkveðja.
Systir Sigurjón og Þurý
Elsku Guðmundur og Villi! Sýnist þið´ekki fara mikið inn á þessa síðu og númerin sem ég er með hjá ykkur eru annaðhvort á tali eða það svarar ekki. Reyndi að senda sms sem fór ekki í gegn. Alla vega: Hjartanlegar hamingjuóskir með stórafmælið elsku Guðmundur minn. Megi lífið nú fara að blasa við ykkur. Love you
ykkar vinkona Anna Kristine.
Post a Comment
<< Home