Búnir að vera góðir dagar
Mikið hefur breyst eftir að Ragna fór og einhvern veginn er lífið að fá meira jafnvægi. Við erum farnir að stóla meira og meira á Jóhönnu og Gússý og þær eru að standa undir væntingum og vel það. Það var Guðleg forsjón að fá þær til okkar þegar allt var að buga okkur.. Bói er búinn að vera mjög þreyttur og líklega er langavarandi streyta og þreyta að koma út núna. Hann verður svo sifjaður um leið og hann kemur heim að hann er yfirleitt kominn upp í rúm nokkrum mínútum eftir að við komum heim. Kannski smá að ýkja!
Við höfum alla vegna verið duglegir að styðja við hvorn annan og núna reynum við að vinna sem mest saman. Það er svo miklu betra. Þurfum á nærveru hvors annars að halda og skrifstofan var hreinlega að drepa mig.. Í dag eru Jóhanna og Gússý í fríi og fóru eitthvað á Bimmanum. Við erum búnir að vera að laga til á skrifstofunni og fara aðeins yfir bókhaldið. Lesley sem ætlaði að gera bókhaldið fyrir okkur, sendi manninn sinn með allt bókhaldið aftur og sagði skriflega að það væri tímasóun fyrir hana að vera að gera þetta fyrir okkur, þar sem við værum greinilega að fara að fá bókara sem gæti sett þetta inn í tölvukerfið. Hún hafði talað við endurskoðandann okkar og Heather (sem vonandi byrjar fljótlega hjá okkur sem bókari) og dró þá ályktun að þetta væri tímasóun. Sjáum til.
Frú Gleði sagði mér i dag að heather hefði hringt og sagt að þetta gæti verið hagsmunaárekstrar fyrir hana þar sem hún vinnur á Tourist information og þeir væru að vísa svo mikið á okkur. (Þrátt fyrir að við hefðum sagt þeim að vísa ekki á okkur fyrr en við værum orðnir til, sem við erum reyndar næstum því orðnir). Ég spurði þá hver væri stjórinn á Tourist info og það er víst eigandi af öðru gistiheimili hérna. Eru það ekki hagsmunaárekstrar, ég bara spyr. Þetta kemur allt í ljós.
Við þurftum að fara til Caledon í gær að kaupa vatnsleiðslur þar sem sveitafélagið er loksins byrjað að laga vatnsinntakið hjá okkur og að reyna að sjá til þess að við fáum hreint vatn og í nægu magni. Þeir vildu ekki setja nægilega svera vatnsleiðslur, þannig að til að tryggja að við fengum þær, þá fórum við og keyptum þær sjálfir. Bói þurfti fyrst að fara á skrifstofu bæjarfélagsins og skrifa undir einhverja pappíra og þá var þetta ekkert mál, eða þannig.
Kokkurinn kom á fund svo á sunnudaginn og því miður náðust ekki samningar. Hann var alltof dýr fyrir okkur á þessu stigi. Við erum ekki farnir að þéna nóg til þess að hafa efni á að ráða kokk á íslenskum launum. Sunnudagahlaðborðið var mjög gott hjá kokkunum, en því miður ekki einn einasti gestur ennþá. Þetta er eitthvað skrítið. Fórum svo á Oak and Vigne sem er vinsælasti dags matsölustaðurinn á mánudaginn. Þar var gersamlega tómt. Höfum aldrei séð það áður, þannig að eitthvað er að gerast hérna og það ekki bara hjá okkur.
Hittum Frú Gleði þar með manninum sínum þegar við vorum að fara og ákváðum þá að sitja aðeins með þeim og heyra af fríinu þeirra. Það var ÆÐI sögðu þau og það besta var að þeim fannst svo gaman að vera þjónað af hvítum þjónum. Hún sagði svo þegar við vorum að fara að það væri líka svo gaman að sitja með hvítu fólki (okkur). Þetta er hin hliðin á fordómunum sem maður skilur ekki alveg en samt að vissu leiti. Við hlógum og kjöftuðum og fífluðumst og tókum svo utan um hana þegar við fórum. Hún sagði mér seinna að maðurinn hennar hefði séð fólk á næsta borði vera að horfa á okkur með furðusvip fyrir að sitja með þeim og svo að faðma hana og kissa. Veit ekki hvort þetta sé alveg rétt hjá honum, en e.t.v. leið honum þannig.
Á morgun verðum við Bói svo í fríi. Hlökkum mikið til. Reyndar þurfum við samt aðeins að koma við hérna og eiga fund með kokkunum. Ætlum að segja þeim hvað við séum að verða stoltir og ætlum að gefa þeim aftur kokka titil. Það verða nú samt einhverjar kvartanir, en ekkert stórt. Síðan á að gefa Gússý smá auka power svo hún geti tekið betur á hlutunum. Þær hafa svolítið verið að hundsa hana, sérstaklega Fröken Frekja (Loahna). Það eiga þær ekki að komast upp með vegna þess að ef þær virða hana ekki þá er ég mættur aftur inn í eldhús með rúllurnar í hárinu og það vilja þær ekki.
Við höfum alla vegna verið duglegir að styðja við hvorn annan og núna reynum við að vinna sem mest saman. Það er svo miklu betra. Þurfum á nærveru hvors annars að halda og skrifstofan var hreinlega að drepa mig.. Í dag eru Jóhanna og Gússý í fríi og fóru eitthvað á Bimmanum. Við erum búnir að vera að laga til á skrifstofunni og fara aðeins yfir bókhaldið. Lesley sem ætlaði að gera bókhaldið fyrir okkur, sendi manninn sinn með allt bókhaldið aftur og sagði skriflega að það væri tímasóun fyrir hana að vera að gera þetta fyrir okkur, þar sem við værum greinilega að fara að fá bókara sem gæti sett þetta inn í tölvukerfið. Hún hafði talað við endurskoðandann okkar og Heather (sem vonandi byrjar fljótlega hjá okkur sem bókari) og dró þá ályktun að þetta væri tímasóun. Sjáum til.
Frú Gleði sagði mér i dag að heather hefði hringt og sagt að þetta gæti verið hagsmunaárekstrar fyrir hana þar sem hún vinnur á Tourist information og þeir væru að vísa svo mikið á okkur. (Þrátt fyrir að við hefðum sagt þeim að vísa ekki á okkur fyrr en við værum orðnir til, sem við erum reyndar næstum því orðnir). Ég spurði þá hver væri stjórinn á Tourist info og það er víst eigandi af öðru gistiheimili hérna. Eru það ekki hagsmunaárekstrar, ég bara spyr. Þetta kemur allt í ljós.
Við þurftum að fara til Caledon í gær að kaupa vatnsleiðslur þar sem sveitafélagið er loksins byrjað að laga vatnsinntakið hjá okkur og að reyna að sjá til þess að við fáum hreint vatn og í nægu magni. Þeir vildu ekki setja nægilega svera vatnsleiðslur, þannig að til að tryggja að við fengum þær, þá fórum við og keyptum þær sjálfir. Bói þurfti fyrst að fara á skrifstofu bæjarfélagsins og skrifa undir einhverja pappíra og þá var þetta ekkert mál, eða þannig.
Kokkurinn kom á fund svo á sunnudaginn og því miður náðust ekki samningar. Hann var alltof dýr fyrir okkur á þessu stigi. Við erum ekki farnir að þéna nóg til þess að hafa efni á að ráða kokk á íslenskum launum. Sunnudagahlaðborðið var mjög gott hjá kokkunum, en því miður ekki einn einasti gestur ennþá. Þetta er eitthvað skrítið. Fórum svo á Oak and Vigne sem er vinsælasti dags matsölustaðurinn á mánudaginn. Þar var gersamlega tómt. Höfum aldrei séð það áður, þannig að eitthvað er að gerast hérna og það ekki bara hjá okkur.
Hittum Frú Gleði þar með manninum sínum þegar við vorum að fara og ákváðum þá að sitja aðeins með þeim og heyra af fríinu þeirra. Það var ÆÐI sögðu þau og það besta var að þeim fannst svo gaman að vera þjónað af hvítum þjónum. Hún sagði svo þegar við vorum að fara að það væri líka svo gaman að sitja með hvítu fólki (okkur). Þetta er hin hliðin á fordómunum sem maður skilur ekki alveg en samt að vissu leiti. Við hlógum og kjöftuðum og fífluðumst og tókum svo utan um hana þegar við fórum. Hún sagði mér seinna að maðurinn hennar hefði séð fólk á næsta borði vera að horfa á okkur með furðusvip fyrir að sitja með þeim og svo að faðma hana og kissa. Veit ekki hvort þetta sé alveg rétt hjá honum, en e.t.v. leið honum þannig.
Á morgun verðum við Bói svo í fríi. Hlökkum mikið til. Reyndar þurfum við samt aðeins að koma við hérna og eiga fund með kokkunum. Ætlum að segja þeim hvað við séum að verða stoltir og ætlum að gefa þeim aftur kokka titil. Það verða nú samt einhverjar kvartanir, en ekkert stórt. Síðan á að gefa Gússý smá auka power svo hún geti tekið betur á hlutunum. Þær hafa svolítið verið að hundsa hana, sérstaklega Fröken Frekja (Loahna). Það eiga þær ekki að komast upp með vegna þess að ef þær virða hana ekki þá er ég mættur aftur inn í eldhús með rúllurnar í hárinu og það vilja þær ekki.
4 Comments:
Hæ elskurnar mínar! Mikið er ég glöð að allt hefur batnað eftir að þið losnuðuð við mig.
Finnst spennandi að kíkja eftir skrifum frá ykkur.
Hef mest verið að vinna eftir að heim kom. Snjór og umhleypingar skiptast á hér.
Hugsa til ykkar, skil að Gússý þurfi power gagnvart frú Lohnu, hún er dugleg í heimaríkinu sínu og elskar að ráða.
Gangi ykkur æðislega áfram og elsku Guðmundur gott að þú ert farin að hvíla þig smá. love and leave you Ragna
Skil frú Gleði vel, hún er að vinna hjá óvenjulegum vinnuveitendum sem ætla sér "íslenskt" jafnræði milli fólks sem hún er mjög óvön. Hún kann þessa menningu út og inn og kenndi mér margt eins og ykkur.Finnst þið æðislegir í því að fóta ykkur í þremur menningarheimum, þeim hvíta suður afríska, þeim coloured suður afríska og þeim íslenska. Held það þurfi stanslaust að stramma sig af til að halda fókus í þessum heimum. Hugsa mikið til ykkar og sakna þess að geta ekki blandað geði við ykkur í dásamlegu umhverfi. Hvernig hafa fiskarnir það í tjörninni? ykkar Ragna
Hæ Ragna mín
Já hlutirnir hafa breyst mikið eftir að þú varst hérna og það er mikið þér að þakka. Er búinn að vera á fullu að gefa Gússý Power. Stundum þarf fólk líka bara að taka sér Powerið, það er ekki alltaf bara hægt að gefa það. Er samt að reyna eins og ég get að styðja hana
Þetta með mismunandi menningarheima er líka erfitt. Við erum sjálf að lenda í alls kona fordómum og vitleysu, það er svo mikið af besserwissum hérna sem eru stanslaust að reyna að stjórna manni.
Fiskarnir hafa það fínt allir fimm. Búið að skíra þá Bóa, Joy og Harold, hinir tveir heita einnþá íní og míní. Love and Leave you
Velkomin á bloggið Hafdís.
Tókstu eftir hvalbeininu sem þú gafst okkur og er núna í hótelgarðinum okkar. Vekur mikla athygli og mikið spurt um það. Hafa verið smá vandræði að halda Þrumu frá því að naga það, en annars er það bara flott hérna.
Post a Comment
<< Home