Thursday, February 03, 2005

Ég græt af gleði

Búnir að vera erfiðir dagar en held samt að ég sé að ná mér saman aftur í gleði. Bói átti alvarlegt samtal við mig um hversu erfiður ég væri búinn að vera. Veit af því en því miður hef bara ekki getað gert neitt með það. Í gæra var fyrsti dagurinn minn í langan tíma þar sem ég naut þess að vera lifandi.

Ragna er búin að eiga viðtöl við allt starfsfólkið og var loksins með hópefli fyrir þau í tveim hollum í gær. Það var yndislegt og sérlega yndislegt að heyra hvað starfsfólið hafði að segja um Greyton Lodge og að vinna MEÐ okkur. Enginn sagðis vinna FYRIR okkur. Það fannst mér æðislegt. Meira að segja tveir starfsmenn sögðu að þeir ætluðu að vinna mjög lengi hérna hjá okkur. Önnur hafði unnið á öðru hóteli í 16 ár áður en hún kom hingað. Fannst skrítið að vinna með okkur fyrst en núna elskar hún það og ætlar að vinna næstu 32 árin með okkur. Hin sagðist ætla að vinna restina af ævinni sinni hjá okkur vegna þess að hún elskaði okkur. Þau voru öll líka mjög þakklát Rögnu fyrir að hafa gefið þeim tíma og hlustað á þau. Takk elsku Ragna fyrir allt það góða starf sem þú hefur gert hérna. (já, ég er náttúrlega búinn að segja henni það líka)

Ég notaði allan eða alla vegna stærsta hlutann af gærdeginum til að njóta lífsins og vera með manninum mínum sem ég elska svo mikið. Það gerði gærdaginn yndislegan. Svo enduðum við á að hafa BRAAI (grill) upp í garðinum okkar. Karen (aðstoðarkokkur) útbjó flotta grillpinna og maturinn var guðdómlegur, svo maður tali nú ekki um félagaskapinn. Manninn minn, Rögnu, Jóhönnu og Gússý.

Ætlaði að gera eitthvað næs fyrir Rögnu í dag, eins og taka hana til Cape Town og fara upp á Table Mountain og Waterfront. Því miður varð ekkert úr því. Við Bói fórum nefnilega með Frú Gleði upp í ráðstefnusalinn okkar og fórum í gegnum öll fötin okkar sem við höfum safnað í gegnum árin og áttu alltaf að fara til Rauða krossins eða Hjálpræðishersins, en varð aldrei af. Þannið að þau komu með okkur hingað og við dreifðum þeim til starfsfólksins okkar í dag. Tókum líka allar rúmábreiður og gardínur sem við vorum búnir að taka úr notkun og gáfum þeim. Þau voru svo HAMINGJUSÖM öll sömul yfir þessu.

Frú Gleði er núna á leiðinni upp til Georg (miðpúnktur á blómaleiðinni) í smá frí. Okkur tókst að bóka hana inn á mjög flott lúxushótel gegn því að eigendurnir þar geti komið hingað og fengið tvö herbergi frítt í tvær nátur. Það fannst okkur vera góð vöruskipti.

Það er svo búið að vera endalaus keðja af fólki sem vildi hitta okkur í dag. Fyrst var það “Knoll og Tott” (eins og Ragna kallar þá) þ.e.a.s. Neil og Bernie, sem voru að klára restina af öllum viðgerðunum í dag. Gáfum þeim rauðvín og spjölluðum á léttum nótum. Svo kom Heather, sem sér um bókhaldið á Tourist info. Hún tók bókhaldskúrs fyrir þrem árum í kerfinu sem víð keyptum. Við spjölluðum saman lengi og það var mjög gott andrúmsloft á milli okkar. Hún ætlar aðeins að hugsa sig um og vera svo í sambandi. Ég ætla að biðja vinkonu okkar “Guð” um að hjálpa henni að komast að þeirri niðurstöðu að hún vilji hjálpa okkur.

Svo kom kokkur, sem er vel þekktur í Suður Afríku og hefur unnið hér í Greyton hjá samkeppnisaðila. Hann langar að hjálpa okkur. Hljómaði svolítið dýr, en hafði mikinn áhuga þannig að við skulum bara sjá til. Hann kemur aftur á laugadaginni og þá kemur í ljós hvort við getum náð einhverju samkomulagi.

Svo kom Rafvirkinn og Marise. Þá nennti ég ékki lengur og ákvað að fara að blogga. Maður hefur jú skyldur að láta umheiminn vita af því hvað er að gerast hérna. Í kvöld ætlum við svo öll á “Jam Tin” veitingastaðinn í litaða hverfinu. Bói er búinn að lofa að að hanga ekki inn í eldhúsinum hjá þeim allt kvöldið eins og hann hefur gert svo oft áður. Dora sem rekur staðinn er mjög sérstök kona, Hún var þvottakona hjá Greyton Lodge þangað til fyrir 5 árum síðan. Þá fór hún á eftirlaun og þá byrjaði lífið virkilega hjá henni. Núna rekur hún “samyrkju” saumastofu og svo opnaði hún veitingastað á heimili sínu. Það er eitthvað sérstakt á milli hennar og Bóa. Ég reyndar fíla hana í tætlur líka og finnst hún mjög flott. Vonandi verður þetta gott kveðjuhóf fyrir Rögnu.

Svo fer ég með Rögnu í fyrramálið til Cape Town og sýni henni Table Mountain og Waterfron og þar ætlum við að spjalla um hvernig við getum fylgt eftir þessu hópefli sem hún gerði. Er fullur bjartsýni og hlakka til.

2 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

Ó elsku Villi minn. Mikið er gaman hvað þú hugsar vel um okkur hér á Fróni og ert duglegur í fréttaflutningi. Ástarkveðjur Ása Hildur

11:17 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku kallarnir mínir...
Hugsa mikið til ykkar og það er alveg frábært að geta verið með ykkur í huganum með þessari bloggsíðu, takk fyrir tæknina....Gott Villi að tetrið er að síga upp,
keep on going... Er að fara í boð og horfa á þorramat,
drekk bara brennivínið og skelli í hákarl, annað læt ég aðra um að slafra í sig...hvernig er það,er það eitthvað sem þið saknið í mánuði þorranns?
Ástarkveðja til ykkar allra
Hafdís

5:45 pm  

Post a Comment

<< Home