Wednesday, March 30, 2005

Leynilöggur að spæja

Höfum verið að taka allt starfsfólkið okkar einslega í viðtal til að biðja þau um að segja okkur það sem þau vita um hluti sem hafa horfið. Sumir segja lítið og aðrir oppna sig alveg. Erfitt að greina á milli samt hvað er satt og hvað ekki. Það er nefnilega líka svolítil illkvitttni í þeim gagnvart hvort öðru.

Fengum samt fullt af upplýsingum og margt kom í ljós sem við vissum ekki. Mikið talað um Harald (sem er í gæsluvarðhaldi). Hann hefur stolið af barnum bjór og áfengi og ýmsu öðru. Hann hefur líka hjálpað Fyndnu að stela tveim rúmum úr tómu húsi hérna við hliðina sem á að fara að gera upp. Þar inni voru fullt af einföldum húsgögnum sem verkamenn notuð sem voru að vinna hérna við byggingaframkvæmdir, en fóru fyrir ca. mánuði síðan. Húsið hefur meira og minna staðið autt síðan þá.

Við tókum Fyndnu á viðtal og báðum hana um að opna sig, sem hún gerði ekki. Þá sögðum við henni að fleiri en tveir starfsmenn hafa séð hana spóka sig um með dýru sólgleraugunum henna Jóhönnu. Hún mótmælti því og og sagði að þetta væri samsæri starffólks á móti henni. Hún grét og var í uppnámi. Við sögðum henni að nú þyrfti hún að gera hreint fyrir sínum dyrum og skila því sem hún hefði stolið. Annars myndum við hringja í lögguna og kæra hana fyrir þjófnað. Hún sór að hún hefði ekki stolið neinu. Við sögðum henni þá frá því að við vissum að hún hefði ásamt Harold, tekið rúm úr húsinu og að það væri þjófnaður, þó hann væri ekki frá okkur. Þetta var það eina sem við vissum fyrir víst og gátum sannað. Allt annað eru sögusagnir og erfitt að vita hvort þær eru sannar eða ekki. Við líðum alla vegna ekki þjófnað og sögðum henni að hún hefði frest til 7 um kvöldið til að skila rúmunum, annars færum við með þetta mál til Löggunnar. Svo létum við hana skrifa undir uppsagnabréf og létum hana fara strax. Við erum samt ekki vissir hvort hún hefur stolið einhverju frá okkur eða ekki. Hún virkaði eins og hún væri að segja satt. Hvað veit ég, þetta var alla vegna ekki þægilegt og tók mikið á.

Svo eru núna öll bönd að beinast að Óléttu varðandi gardínur sem hafa horfið úr geymslu hérna. Það sást til hennar ásamt Fyndnu vera að gramsa í þessu dóti í geymslunni og svo var okkur sagt af nokkrum starfsmönnum að þeir hefðu séð þessar gardínur heima hjá henni. Við rukum alla vegna heim til hennar í gær til að ræða við hana og fá gardínurnar aftur. Því miður var hún ekki heima. Bói hringdi í hana og þá var hún í Arniston, en ætlaði að koma heim í dag. Bói lét nú bara eins og hann væri að tékka á heilsunni hennar, allt í gúddý. Við alla vegna förum þangað á eftir með tilbúið uppsagnarbréf fyrir hana og vonandi endurheimtum við gardínurnar. Ekki gaman., en vonandi getum við lokað þessu máli með þessum aðgerðum. Staffið er alla vegna með það núna á hreinu að við líðum ekki þjófnað.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ
Ég var bara að sjá þetta blogg first núna, vissi ekki af því áður. Gaman að lesa - en leiðinlegt að heyra með allt þjófnaðardæmið :( Vona að það fari að rætast úr þessu og að heiðarleikinn verði ríkjandi á ykkar bæ framvegis.
Við áttum ógleymanlega daga hjá ykkur, takk enn og aftur fyrir okkur. Við erum búin að segja öllum frá þessu skemmtilega ævintýri og eigum alveg fullt af fínum myndum frá ykkur.
Biðjum kærlega að heilsa öllum
Imba, Neil og Sóley Björk

3:40 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ hó afríkubúar...
Vona að það fari að verða eitthað léttara yfir blogginu ykkar, þetta hlýtur að taka allt of mikið á allt þetta "vesen", eða kannski er þetta ekkert öðruvísi en á Grettó, sem var nú ansi skemmtileg og skrautleg sápuópera oft á tíðum.. sakna oft er ég hugsa til baka...
Sá bílinn þinn gamla Villi minn, klesstur upp að öxlum á verkstæði út í bæ, það er nú farin mesti sjarminn af honum núna, væri ekkert smart að spóka sig á honum núna.Laugardagsmorgun og hvítt yfir öllu, logn en kalt,og litlu krókusarnir dauðsjá eftir að hafa kíkt upp..brrrrr.
Ástarkveðja til allra
Hafdís

9:55 am  

Post a Comment

<< Home