Monday, April 11, 2005

Allt á floti

Búin að vera rigning síðan á föstudag kl. 18:30. Þá voru tónleikar úti í garði og talsvert af fólki. Tókst samt að koma öllum í skjól og tónleikarnir héldu áfram fram til átta. Þá flyktist fólk í kjötbollur með lauksósu og rauðkáli og mais og sultu. Við Hófý vorum búin að vera sveitt að elda allan dagainn. Vinnu búðirnar! Frjálst val samt. Uppskrift ftá mömmu hans Bóa sló í gegn eina ferðina enn. Takk Lilliann

Hrefna og Gerður hafa ekki lent í vinnubúðunum. Þær fór með Claes í skoðunaferð í dag. Búin að vera svo mikil rigning að flestir vegir voru í sundur. Sáu samt margt og nutu ferðarinnar með honumj. Hann er Svissi og einmanna og hafði greinlega mjög gaman af því að sýna þeim landið. Hér er annars allt á flot og ný sundlaug komin í garðinn. Það hefur rignt meira ein 10 cm síðan í gær.

Stelpurnar komu í dag tilbaka úr fríi. Gott að fá þær til baka báðar tvær. Þær ætla svo með Hrefnu og Gerði í túr á morgun. Við ætlum bara að tjilla hérna með Hófý. Förum svo með hana í einhverja ferð seinna í vikunni.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

æji hvað var gott að fá nokkrar línur frá ykkur á blogginu, ég er orðin háð að lesa sápuna ykkar, bið kærlega að heilsa Hófý...
Nú er markmiðið hjá mér að finna einhverja uppskrift til að koma á matseðilinn hjá ykkur..hmmmmm
allt fínt að frétta héðan, vonandi þurfið þið ekki að smíða örkina í þessum rigningum...
ástarkveðja
Hafdís

9:09 pm  
Blogger SOS.SA said...

Takk Hafdís

Hófý biður að heilsa þér. Hún segir að þetta veður sé nú bara vegna þess að það eru sjö íslendingar hérna. Það bara kalli á slæmt veður.

2:03 pm  

Post a Comment

<< Home