Tuesday, April 12, 2005

Náttúruhamfarir

Hér hefur rignt og rignt og rignt og það virðist ekkert lát ætla að verða þar á. Á seinustu tveim sólahringum hefur rignt meira en 20 cm. Garðurinn er búinn að vera allur á floti. Leit meira segja út fyrir að við hefðum fengið nýja sundlaug á flötina fyrir framan veitingastaðinn. Þar var allt undir vatni og grasið allt á kafi. Það hafa komið upp lekar í tveim herbergjum hjá okkur. Þykir víst ekki mikið hérna í svona veðri.

Hér hafa vegir farið í sundur. Sumir bæjir hérna nálægt eru einangraðir og aðrir hafa verið tæmdir af fólki til að fyrirbyggja að fólk hreinlega drukkni. Vegurinn heim til Gulltannar er í sundur vegna vatnavaxta í ánni. Gerir svo sem ekki mikið til þar sem hún er hvort eð er veik heima hjá sér. Svo sér maður nýjar ár hafa myndast í fjallinu og maður bara vonar að það komi nú ekki einhverjar aurskriður. Það hefur víst gerst áður fyrir löngu síðan.

Jóhanna og Gússý fóru með þær Hrefnu og Gerði til Cape Town til að fara upp á Table Mountain og Waterfront og svo að sjoppa smá. Það tilheyrir víst. Var að tala við Jóhönnu í símann áðan og þar er sól en frekar kallt samt. Þær ætla svo að gista einhvers staðar í Cape Town í nótt og koma seinni partinn á morgunn.

Maður hefur eiginlega bara verið hálfdofinn af leti í allri þessari rigninu. Maður nennir varla að gera neitt. Við Hófý ætlum nú samt að elda fyrir okkur í kvöld Kótelettur a´la Nigella Lawson. (Kristján, viljum ekki þína uppskrift!) Og svo ætlum við að leika okkur svolítið með grænmetið og framsetningu á réttunum í eldhúsinu í kvöld. Ætlum að hafa gaman að. Skvísa er að vinna í kvöld og vonandi truflum við hana ekki of mikið. Hún er búin að vera búin að vera í burtu í tvo þrjá daga vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Höfum grun um að kallinn hafi barið hana. Þetta er mjög –erfitt líf hjá henni. Maðurinn ofbeldisfullur og báðir drengirnir hennar í afbrotum. Hún á það ekki auðvelt en hún elskar nú samt manninn sinn og vill vera eins falleg og hún getur fyrir hann. Hún sagði okkur í “trúnaði” að maðurinn þyrfti að fá það allt að 6 sinnum á hverri nóttu. Henni fyndist það æðislegt og liði eins og “Spring Chicken”. Hún er nú stundum með svolítið magnaðar sögur. Mjög skemmtileg kona þegar hún er í ham

0 Comments:

Post a Comment

<< Home