Thursday, April 07, 2005

Nýtt upphaf

Í dag byrjaði nýtt tímabil hjá okkur á Greyton Lodge. Við boðuðum alla starfsmenn á fund og vorum með hópefli. Við lístum því hvernig það hefði verið fyrir okkur að ganga í gegnum þetta erfiða tímabil þar sem allir hefðu verið grunaðir um þjófnað. Tveir starfsmenn voru látnir fara og annar í lögreglufylgd. Það hefði reynt mikið á okkur að þurfa að bregðast svona hart við gagnvart starfsfólk sem okkur þótti vænt um. Vissum líka að þetta hefði haft mikil áhrif á allt starfsfókið okkar og að þetta hefði verið erfitt fyrir þau. Ekki bara í vinnunni, heldur líka heima og gangvart vinum og fjölskyldu. Við hefðu alla vegna ákveðið núna að loka þessu máli og byrja nýja framtíð með þeim öllum.

Síðan vorum með yndislega slökun/hugleiðslu þar sem við lokuðum öll augunum og hugsuðum um einhvern sem við þekktum og hefði látið okkur líða vel, Verið til staðar fyrir okkur og styrkt okkur. Varðveitttum þessa góðu tilfinningu og munum alltaf eiga hana öllsömul. Getum svo alltaf sótt hana aftur og aftur þegar við viljum. Síðan fórum við öll útí garð þar sem slegið var upp veislu til heiðurs Kahleenu sem var að fara á eftirlaun. Hún ætlar nú samt að koma annað slagið og hjálpa til og svo þrífur hún að auki húsið okkar á Park Street. Gússý var búin að baka Hnallþórur sem voru innbirtar af mikilli ánægju. Svo var sungið fyrir Gulltönn sem á afmæli í dag. Þetta var mjög gott hópefli og hefur ábyggilega byggt upp móralinn að miklu leiti aftur. Kærar þakkir enn og aftur kæra vinkona, Ragna, fyrir öll góðu ráðin. Veit ekki hvernig við hefðum getað komist í gegnum þetta án þinnar hjálpar. Söknum þín og starfsfólkið okkar sendir kveðju.

Fór í morgun að sækja Hrefnu og Gerði sem ætla að vera hérna hjá okkur í 3 vikur. Það kemur svo bara í ljós hvort þær verða setta í vinnubúðir eins og flestir sem koma hingað. Það var alla vegna gott að fá þær hingað og allar góðu kveðjurnar sem þær komu með að heiman, svo maður tali nú ekki um Moggann, harðfiskinn og fleira. Og takk Magga fyrir Lýsið. Bói er búinn að setja það á barinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home