Monday, April 04, 2005

Hreint skip - Gleðidagur

Núna erum vid búnir að loka þessu þjófnaðarmáli. Við fórum alla vegna 6 sinnum heim til Óléttu til að tala við hana og fá gardínurnar aftur. Aldrei var hún heima. Endaði með því að Bói hringdi í hana og sagði henni að við hefðum 3 vitni af því að hún væri með gardínurnar og að hún þyrfti að skila þeim fyrir hádegi daginn eftir. Hún hágrét og sór að hún hefði ekki tekið þær. Bói var harður og sagði að við myndum kæra hana til Lögreglunnar ef hún skilaði þeim ekki og skyldi við hana með því.

Nokkrum mínútum seinna hringir kærastinn hennar (Maríus sem var Duty manager hérna hjá okkur) og sagði að þetta væri í seinasta skipti sem við kæmum kærustunni hans í uppnám og hótaði að drepa Bóa. Hann endúrtók hótunina tvisvar í samtalinu þar til Bói sagði honum að hann væri ekki að eiga þetta samtal við hann og hann gæti þá bara komið ef hann vildi ræða þetta og kvaddi hann svo og skellti á.

Okkur var verulega brugðið og eiginlega bara skíthræddir. Hringdum í lögguna sem kom strax og sögðum þeim hver staðan væri og að við litum á þessa morðhótun sem mjög alvarlega. Þeir lofuðu að fara til Maríusar og tala við hann og vara hann við því að gera eitthvað í okkar hlut. Við fengum staðfest að þeir gerðu það. Fundu hann á einhverri krá og áttu við hann alvarlegt samtal. Við athuguðum hvort ekki væri hægt að fá nálgunarbann á hann. Töluðum við lögguna og saksóknara sem sögðu okkur að við þyrftum að kæra hann. Eftir miklar vangaveltur ákváðum við að láta þetta allt eiga sig og loka málinu. Gardínurnar komu aldrei og ef Óljéttan heldur að hún hafi vinnu hérna þegar hún er búin í barnseignarfríinu þá er hún að vaða í villu og svima.

Haraldur var í fangelsi í tvo daga, og sleppt síðan meðan málið er í rannsókn. Líklega drögum við kæruna tilbaka, erum samt ekki vissir. Hann fær hvort eð er bara skilorðisbundin dóm og væntanlega einhverja samfélagsþjónustu vinnu. Við erum alla vegna búnir að loka þessu máli og hreinsa skipið. Allt starfsfólkið okkar veit núna að við tökum ekki létt á svona málum og vonandi reynir það ekki þetta í bráð. Meðan að allt þetta hefur verið að ganga yfir hefur verið brjálað að gera á hótelinu og veitingastaðnum og Jóhanna og Gússý í fríi. Hófý hefur aldrei séð annað eins og við bara vonum að þetta hafi nú ekki alveg eyðilagt fríið hennar.

Stelpurnar eru komnar tilbaka, skipið hefur verið hreinsað og nú getum við farið að byggja upp starfsfólkið aftur. Þetta hefur tekið mikið á þau og í raun miklu meira en maður veit. Svísa kom með fílusvip til vinnu í fyrradag og Bói tók hana á eintal. Þá hafði maðurinn hennar verið að skamma hana fyrir að vera að kjafta og Fyndna hafði víst komið til þeirra með fjölskylduna sína og látið hana heyra það líka. Hún sá eftir því að hafa sagt okkut hvað hún hafði séð og heyrt. Bói sagði henni að vera ekki að hafa áhyggjur af þessu. Hún fengi laun fyrir að vinna hérna og þannig gæti hún framfleitt fjölskyldunni sinni. Og ef hún væri ekki heiðarleg í vinnunni og samvinnuþýð, þá væri ekki víst að hún hefði vinnu og gæti þá ekki framfleitt fjölskylduna sína. Hún varð miklu ánægðari eftir þetta samtal. Starfsfólkið okkar er nú bara eins og börn og það þarf að hlúa að þeim, aga þau og sína þeim ákveðni og væntumþykju. Jafnvel að útskýra fyrir þeim eins og maður gerir við börn sem maður er að ala upp.

Það kemur alltaf maður í manns stað. Það er kominn nýr þjónn sem við Köllum Buddu. Hún heitir Hilke Ann. Svo er kominn nýr garðyrkjumaður sem heitir Olafur. Hann var bara að byrja í morgun þannig að hann hefur ekki fengið íslenskt nafn ennþá.

Í gær lýstum við yfir gleðidegi og ákváðum að setja þetta aftur fyrir okkur. Loka málinu og halda áfram. Líklega verðum við með hópefli seinna í vikunni. Ragna vinkona hefur verið ómetanleg í góðum ráðum í gegnum þessa erfiðleika. Takk kæra vinkona. Okkur finnst mjög vænt um þig og söknum þín.

Lovísa Jónsdóttir á afmæli í dag. Til hamingju elsku Lovísa

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er aldeilis drama með gömul gluggatjöld. Passið ykkur bara að fara ekki yfir strikið og munið hvar þið eruð.
Hvað er annars að frétta frá Afríku svona fyrir utan GL? Fylgist þið ekkert með fréttunum? Ég hafði mjög gaman af því þegar ég komst í blöð á ensku þarna því þau voru full af svo skemmtilegum og skrítnum fréttum.
Og hvernig er þetta með fólkið sem heimsækir ykkur, er það allt sett í vinnubúðir?
Kveðja
Palli

1:08 am  
Blogger SOS.SA said...

Hæ Palli

Fylgjumst ekki mikið með fréttum hérna. Aðal fréttirnar í lókal blaðinu eru um vatnsvandamál. Léleg gæði á vatninu og gömul rör. Stór frétt um vatnsvandamálin sem hafa verið hjá okkur og hafa núna verið leyst. Svo er það náttúrlega alltaf klassiskt um beljurnar og asnana sem ganga laus hérna um bæinn. Mikið líka skrifað um hvað fólk keyrir hratt hérna. Verð líklega að fara að fylgjast aðeins betur með svo ég geti miðlað fréttum.

Við erum að passa okkur að fara ekki yfir strikið með þessi þjófnaðarmál. Var samt nauðsynlegt að bregðast hart við.

Palli minn, hvenær komið þið annars? Tölvurnar eru allar í lamasessi hérna. Tölvan í móttökunni krassaði algerlega fyrir helgina og ég þurfti að setja gömlu tölvuna hans pabba þar. Hún er nú ekki að virka sérlega vel og svo kann ég ekkert að setja upp prentarana. Tóm vandamál. Get lofað því að þú verður alla vegna settur í smá vinnubúðir ef þú kemur.

Hófý hefur nú bara haft gaman af því að taka aðeins til hendinni í eldhúsinu og þjónustunni þegar allt var brjálað að gera. Þetta er annars að sjálfsögðu frjálst val.

7:16 am  

Post a Comment

<< Home