Bóa blogg
Jæja,essskudnar mínar;
Ætla að blogga aðeins núna í morgunsárið...langt síðan ég nennti á netið. Eins og alþjóð veit erum við fluttir hingað á hótelið. Það var eins og koma heim eftir 8 mánaða fjarveru. Æðisleg tilfinning. Er meira að segja mjög heimakær og reyni að stelast nokkru sinnum á dag, bara til að lesa eða gera ekkert. Þessi tími í öllum byrjanda erfiðleikunum hefur tekið sinn toll, er að grána í hári mjög snögglega. En hver sagði að þetta yrði auðvelt. Á margan hátt er þessi tími búinn að vera mjög lærdómsríkur á allan hátt, sérstaklega í mannlegum samskiptum. Hef átt mínar efasemda stundir þar sem hugsunin ”Guð minn góður, hvað höfum við gert?” hefur skotið upp kollinum. En á hinn mátan vildi ég ekki hafa misst af þessu. Maður er á einhvern undarlegan hátt svo miklu meira á lífi hér en á Íslandi. Enda höfum við báðir tilfinninguna af því að hafa lifað heilt æfiskeið á þessu tæpa ári í reynslu,og hvað er svo sem meira virði hér í lífinu.
Hitt er svo annað að fegurðin hér og garðurinn og fuglalífið heldur mér gangandi. Fæ aldrei leið á að skoða garðinn og uppgötva nýjar plöntur. Hef áform um að breyta honum í grasagarð enda er fjölbreytnin í plöntum einstök. Eftir að fór að hausta og kólna hafa ótrúlegustu plöntur farið að blómstra,t´d. Strelitzian, hvítu köllurnar, allar tegundir af próteum , næstum allir þykkblöðungarnir og kaktusarnir sem við plöntuðum í sumar, ásamt því að ég tíni daglega 20-30 appelsínur sem eru þær ALLRA bestu sem ég hef bragðað, svo ég tali nú ekki um allar sítrónurnar. Ilmbaunirnar sem sáð var fyrir um 2 mánuðum eru núna að byrja að blómstra. Og Bára mín ,ég sáði lúpínum, RAUÐUM valmúum, riddarasporum, stokkrósum, morgunfrúm og fleiru. Þetta er allt að skjóta upp kollinum og þarf að fara að grysja bráðlega.
Við Villi eigum yndislegar stundir saman, höfum verið mjög samtaka í öllu sem á hefur dunið, eða eins og Villi sagði í gær, það hlýtur eitthvað að fara að ganga vel núna... En stundum er svo auðvelt að gleyma eða sjá það sem vel hefur tekist til. OFBOÐSLEGA margt hefur gengið betur og hraðar en við reiknuðum með, t.d. er dagleg rútína starfsfólksins orðin þannig að maður þarf ekki að hugsa um það. Öll þrif, þjónarnir þrífa salernin á 2 tíma fresti og kvitta fyrir, ísskápar eru afþýddir og kokkar panta matarbirgðir. Ferðunum upp í Zippies (matarbúðina) hefur fækkað eftir að skrúfað var fyrir að Amie væri beðinn, enda hefur hann báðar hendur fullar í viðgerðum, endurbótum og flutningum. Breytingarnar sem við áformuðum hafa líka gengið hraðar en við héldum þrátt fyrir öll dýru mistökin í upphafi.
Eitt er þó mjög öðruvísi hér en heima. Heimilið okkar Villa var alltaf fullt af vinum og vandamönnum sem komu og fóru allan daginn, en hér eru það einhvern veginn bara við 2, við erum í raun vinafærri hér núna en þegar við komum. Noel, Brian og Jenny koma aldrei, en Volga (listmálarinn) er hér auðfúsu gestur og við hana getum við spjallað um allt og ekkert. hún er alveg ótrúleg.
Hvíta fólkið sem býr hér finnst mér einstaklega lítið áhugavert...Greyton er einhvern veginn ofboðslega breskt samfélag með öll eikartréin sín en vantar samt þessa siðfágun sem maður einhvern veginn tengir við Breta. Þetta samfélag virkar oft á mig eins og samsafn snobbaðra, nýríkra vonnabís þar sem sýndarmennskan er aðal málið og allir sem mig þekkja vita hve illa ég þoli slíkt, enda er garðurinn og fuglarnir mínir bestu vinir, ásamt Gleði. Við erum mjög hrekkjótt saman og höfum líkan húmor. Við förum oft upp í leynihornið og tölum við Guð um heima og geima. Starfsfólkið er dálitið óöruggt í návist okkar, það veit ekki alltaf hvort okkur sé alvara eða ekki, Við vorum tildæmis með skriflega könnun núna í vikunnni á því hver gerði besta staffamatinn...bara djók en neyddum alla til að taka þátt, svo erum við enn þá að ítreka við þjónana að muna að setja kaffibollana fyrir örfhenda vinstra meginn og rétthenda hægra meginn í skápinn. Þau hjónin hafa líka verið okkur ótrúlega hjálpleg bæði í bílamálum og öðru. Gleði er reyndar dálitið rasistísk. Setur oft upp svip ef henni finnst fram hjá gengið og er stundum of snögg að kenna kynþáttahatri um. En hún er ótrúlega skörp, og ómetanlegt að hafa hana hér. Jæja,krúttin mín er þetta ekki orðið dálítið langt...bið að heilsa öllum á landinu bláa. Eru lúpínurnar farnar að blómstra ?
Komment vel þegin....Ástarkveðjur úr gerfisnobbinu í Greyton.
Lof end líf jú,Guðmundur.
Ætla að blogga aðeins núna í morgunsárið...langt síðan ég nennti á netið. Eins og alþjóð veit erum við fluttir hingað á hótelið. Það var eins og koma heim eftir 8 mánaða fjarveru. Æðisleg tilfinning. Er meira að segja mjög heimakær og reyni að stelast nokkru sinnum á dag, bara til að lesa eða gera ekkert. Þessi tími í öllum byrjanda erfiðleikunum hefur tekið sinn toll, er að grána í hári mjög snögglega. En hver sagði að þetta yrði auðvelt. Á margan hátt er þessi tími búinn að vera mjög lærdómsríkur á allan hátt, sérstaklega í mannlegum samskiptum. Hef átt mínar efasemda stundir þar sem hugsunin ”Guð minn góður, hvað höfum við gert?” hefur skotið upp kollinum. En á hinn mátan vildi ég ekki hafa misst af þessu. Maður er á einhvern undarlegan hátt svo miklu meira á lífi hér en á Íslandi. Enda höfum við báðir tilfinninguna af því að hafa lifað heilt æfiskeið á þessu tæpa ári í reynslu,og hvað er svo sem meira virði hér í lífinu.
Hitt er svo annað að fegurðin hér og garðurinn og fuglalífið heldur mér gangandi. Fæ aldrei leið á að skoða garðinn og uppgötva nýjar plöntur. Hef áform um að breyta honum í grasagarð enda er fjölbreytnin í plöntum einstök. Eftir að fór að hausta og kólna hafa ótrúlegustu plöntur farið að blómstra,t´d. Strelitzian, hvítu köllurnar, allar tegundir af próteum , næstum allir þykkblöðungarnir og kaktusarnir sem við plöntuðum í sumar, ásamt því að ég tíni daglega 20-30 appelsínur sem eru þær ALLRA bestu sem ég hef bragðað, svo ég tali nú ekki um allar sítrónurnar. Ilmbaunirnar sem sáð var fyrir um 2 mánuðum eru núna að byrja að blómstra. Og Bára mín ,ég sáði lúpínum, RAUÐUM valmúum, riddarasporum, stokkrósum, morgunfrúm og fleiru. Þetta er allt að skjóta upp kollinum og þarf að fara að grysja bráðlega.
Við Villi eigum yndislegar stundir saman, höfum verið mjög samtaka í öllu sem á hefur dunið, eða eins og Villi sagði í gær, það hlýtur eitthvað að fara að ganga vel núna... En stundum er svo auðvelt að gleyma eða sjá það sem vel hefur tekist til. OFBOÐSLEGA margt hefur gengið betur og hraðar en við reiknuðum með, t.d. er dagleg rútína starfsfólksins orðin þannig að maður þarf ekki að hugsa um það. Öll þrif, þjónarnir þrífa salernin á 2 tíma fresti og kvitta fyrir, ísskápar eru afþýddir og kokkar panta matarbirgðir. Ferðunum upp í Zippies (matarbúðina) hefur fækkað eftir að skrúfað var fyrir að Amie væri beðinn, enda hefur hann báðar hendur fullar í viðgerðum, endurbótum og flutningum. Breytingarnar sem við áformuðum hafa líka gengið hraðar en við héldum þrátt fyrir öll dýru mistökin í upphafi.
Eitt er þó mjög öðruvísi hér en heima. Heimilið okkar Villa var alltaf fullt af vinum og vandamönnum sem komu og fóru allan daginn, en hér eru það einhvern veginn bara við 2, við erum í raun vinafærri hér núna en þegar við komum. Noel, Brian og Jenny koma aldrei, en Volga (listmálarinn) er hér auðfúsu gestur og við hana getum við spjallað um allt og ekkert. hún er alveg ótrúleg.
Hvíta fólkið sem býr hér finnst mér einstaklega lítið áhugavert...Greyton er einhvern veginn ofboðslega breskt samfélag með öll eikartréin sín en vantar samt þessa siðfágun sem maður einhvern veginn tengir við Breta. Þetta samfélag virkar oft á mig eins og samsafn snobbaðra, nýríkra vonnabís þar sem sýndarmennskan er aðal málið og allir sem mig þekkja vita hve illa ég þoli slíkt, enda er garðurinn og fuglarnir mínir bestu vinir, ásamt Gleði. Við erum mjög hrekkjótt saman og höfum líkan húmor. Við förum oft upp í leynihornið og tölum við Guð um heima og geima. Starfsfólkið er dálitið óöruggt í návist okkar, það veit ekki alltaf hvort okkur sé alvara eða ekki, Við vorum tildæmis með skriflega könnun núna í vikunnni á því hver gerði besta staffamatinn...bara djók en neyddum alla til að taka þátt, svo erum við enn þá að ítreka við þjónana að muna að setja kaffibollana fyrir örfhenda vinstra meginn og rétthenda hægra meginn í skápinn. Þau hjónin hafa líka verið okkur ótrúlega hjálpleg bæði í bílamálum og öðru. Gleði er reyndar dálitið rasistísk. Setur oft upp svip ef henni finnst fram hjá gengið og er stundum of snögg að kenna kynþáttahatri um. En hún er ótrúlega skörp, og ómetanlegt að hafa hana hér. Jæja,krúttin mín er þetta ekki orðið dálítið langt...bið að heilsa öllum á landinu bláa. Eru lúpínurnar farnar að blómstra ?
Komment vel þegin....Ástarkveðjur úr gerfisnobbinu í Greyton.
Lof end líf jú,Guðmundur.
1 Comments:
oh ástin mín hvað það var gaman að lesa þig...smá gróðurfréttir,
lúpínan er rétt að byrja eftir kaldan kafla sem kom nú í maí,aspirnar eru hálfgular v. kuldans, en allt að taka við sér, gras samt ekki orðið grænt, allt núna með þessu flottta lime græna lit.erum að setja niður kartöflur, og einnig að pota niður afleggjurum sem ég fékk hjá Ásu frænku á Súganda, rifsberjarunnarnir eru á fullu að fara að blómstra bráðum, miklir klasar..risavalmúinn minn að vestan að ógleymdum burknanum eru að bögglast upp,þetta verður örugglega flott sumar, en streletzíuna verð ég víst bara að kaupa mér....
ástarkveðja
Hafdís
Post a Comment
<< Home