Life goes on....
Hæ kæru vinir
Takk fyrir góðar óskir um bata. Hér hafa commenntin, e-mailar og hringingar hrunið inn.
Takk Sigurborg,
Endurmat, forgangsröðun, og tilgangur verða lykilorðin okkar, enda kominn tími til. Skilaðu kveðju til Olgu og annarra sameiginlegra vina.
Takk Gyða
Bói er mjög duglegur að hlýða mér. Reykingabindindið gengur bara vel, þrátt fyrir að það sé mikið reykt í kringum okkur. Þetta er víst bara ákvörðun og þegar hún hefur verið tekin er þetta ekkert mál.
Takk Stebbi
Já, við komum til með að endurskipuleggja hvernig við getum rekið þetta hótel án þess að það drepi okkur. Ætlum að lifa miklu lengur en þetta. Hlökkum til að fá þig aftur og ég er viss um að Hilca-Ann (Hilký) sendi þér bestu kveðjur. Ps. Það er búið að loka Póstskrifstofunni, þannig að við getum lokað reikningnum þínum þar. (þau misstu vínveitingaleyfið)
Takk Anna Kristine. Já, þetta var sjokk fyrir okkur líka eins og svo marga aðra. Takk fyrir hlýjar hugsanir og bænir.
Takk Einar Örn fyrir baráttu og batakveðjur
Takk Árni og Arndís, við komum til með að taka því eins rólega og við getum. Guðmundur er mjög duglegur að hvíla sig og ég er að rembast líka við það eins og hægt er.
Takk Guðrún á Hvanneyri, bindindið gengur bara vel. Erum með sprey sem virkar svona vel. Tröppum niður með því. Þetta eru 4 brúsar, missterkir og sá seinasti er víst bara piparmintu sprey.
Elsku Hafdís, Já endilega sendu mér einn Tudefjæs bol. Er svo viðkvæmur eitthvað og er að berjast við gráturinn. Er að reyna að vera eins sterkur og ég get til þess að styðja við elskuna mína. Er svo líka að reyna að fara eins vel með sjálfan mig eins og ég get. Þetta er ekki auðvelt en staffið er líka að reyna eins og það getur að styðja við okkur og létta okkur lífið. Vonandi náum við einhverjum tökum á þessu svo þetta hótel fari ekki með okkur í gröfina. Bestu kveðjur til múttu og familíunnar
Takk Inga fyrir góðar óskir. Er þetta ekki eins og þú sagðir um daginn. Það er ekki spurning um hvað kemur fyrir í lífinu, heldur hvernig við tökum á því. Við komum til með að vinna úr þessu eins og best við getum.
Takk elsku besta systir fyrir að senda englana til okkar. Þeir eru mættir og eru að gefa okkur styrk. Engin ástæða til að rjúka upp í flugvél, Allar bænirnar virka og hjálpa mikið.
Takk Hildur fyrir góðar óskir. Við komum til með að komast yfir þetta fjall og við gefumst ekki upp.
Takk allir sem hafa hringt og allir aðrir sem hafa sent okkur bata óskir og bænir.
Guðmundur hefur það bara ágætt og er duglegur að taka því rólega. Ég rek hann annað slagið til þess að fá sér hvíld og styð hann í reykingabindinu. Núna er kvíði og ótti að komast soldið að. Áfallið kemur náttúrlega þegar maður fer í raun að átta sig á því hvað gerðist og hversu alvarlegt þetta er. Hann bankaði upp á hjá Lykla Pétri sem vildi hann ekki strax og þá reyndi hann við neðra, en þeir vildu hann ekki heldur. Við komum til með að fara vel með okkur. Allir vinir okkar hérna hafa verið okkur líka mikill stuðningur og reyndar bæjarabúar allir. Veit ekki hvað margir komu til okkar á tónleikunum og vildu vita hvernig gengi og báður fyrir góðar bata óskir. Bói var reyndar ekki alla tónleikana, fór að leggja sig enda var þetta orðið alltof mikið af fólki hérna. Það er ekki alltaf auðvelt að vera svona í “sviðsljósinu”. Maður er afskaplega lítið útaf fyrir sig. Kristján hefur verið okkur ómetanlegur stuðningur. Veit ekki alveg hvernig maður hefði komist í gegnum þetta án hans.
Núna erum við bara að reyna að taka þessu eins rólega og við mögulega getum. Staffið er að gera sitt besta til þess að styðja okkur og létta okkur lífið. Meira að segja er farið að elda kólestról létt fæði handa okkur, Bói fær hafragraut á morgnanna, fengum gulrótarbuff í gær. Veit nú ekki alveg hvað við endumst lengi í svona sérfæði, en þetta er gott líka vegna þess að það þurfti að endurnýja grænmetis réttina á matseðlinum. Við erum að fara til Caledon á eftir. Þurfum að fara í bankann og svo að kaupa áfengi fyrir barinn. Svo fer Kristján seinnipartinn. Joy og Gabríel ætla að keyra hann á flugvöllinn. Við komum til með að sakna hans mikið. Hefur reyndar ekki verið mikið frí hjá honum. Hann var svo duglegur að kenna þjónunum og að vinna í eldhúsinum með kokkunum og svo seinustu vikuna sem Flórens Nightingale, með kappan og det hele.
Heyrumst seinna.....
Takk fyrir góðar óskir um bata. Hér hafa commenntin, e-mailar og hringingar hrunið inn.
Takk Sigurborg,
Endurmat, forgangsröðun, og tilgangur verða lykilorðin okkar, enda kominn tími til. Skilaðu kveðju til Olgu og annarra sameiginlegra vina.
Takk Gyða
Bói er mjög duglegur að hlýða mér. Reykingabindindið gengur bara vel, þrátt fyrir að það sé mikið reykt í kringum okkur. Þetta er víst bara ákvörðun og þegar hún hefur verið tekin er þetta ekkert mál.
Takk Stebbi
Já, við komum til með að endurskipuleggja hvernig við getum rekið þetta hótel án þess að það drepi okkur. Ætlum að lifa miklu lengur en þetta. Hlökkum til að fá þig aftur og ég er viss um að Hilca-Ann (Hilký) sendi þér bestu kveðjur. Ps. Það er búið að loka Póstskrifstofunni, þannig að við getum lokað reikningnum þínum þar. (þau misstu vínveitingaleyfið)
Takk Anna Kristine. Já, þetta var sjokk fyrir okkur líka eins og svo marga aðra. Takk fyrir hlýjar hugsanir og bænir.
Takk Einar Örn fyrir baráttu og batakveðjur
Takk Árni og Arndís, við komum til með að taka því eins rólega og við getum. Guðmundur er mjög duglegur að hvíla sig og ég er að rembast líka við það eins og hægt er.
Takk Guðrún á Hvanneyri, bindindið gengur bara vel. Erum með sprey sem virkar svona vel. Tröppum niður með því. Þetta eru 4 brúsar, missterkir og sá seinasti er víst bara piparmintu sprey.
Elsku Hafdís, Já endilega sendu mér einn Tudefjæs bol. Er svo viðkvæmur eitthvað og er að berjast við gráturinn. Er að reyna að vera eins sterkur og ég get til þess að styðja við elskuna mína. Er svo líka að reyna að fara eins vel með sjálfan mig eins og ég get. Þetta er ekki auðvelt en staffið er líka að reyna eins og það getur að styðja við okkur og létta okkur lífið. Vonandi náum við einhverjum tökum á þessu svo þetta hótel fari ekki með okkur í gröfina. Bestu kveðjur til múttu og familíunnar
Takk Inga fyrir góðar óskir. Er þetta ekki eins og þú sagðir um daginn. Það er ekki spurning um hvað kemur fyrir í lífinu, heldur hvernig við tökum á því. Við komum til með að vinna úr þessu eins og best við getum.
Takk elsku besta systir fyrir að senda englana til okkar. Þeir eru mættir og eru að gefa okkur styrk. Engin ástæða til að rjúka upp í flugvél, Allar bænirnar virka og hjálpa mikið.
Takk Hildur fyrir góðar óskir. Við komum til með að komast yfir þetta fjall og við gefumst ekki upp.
Takk allir sem hafa hringt og allir aðrir sem hafa sent okkur bata óskir og bænir.
Guðmundur hefur það bara ágætt og er duglegur að taka því rólega. Ég rek hann annað slagið til þess að fá sér hvíld og styð hann í reykingabindinu. Núna er kvíði og ótti að komast soldið að. Áfallið kemur náttúrlega þegar maður fer í raun að átta sig á því hvað gerðist og hversu alvarlegt þetta er. Hann bankaði upp á hjá Lykla Pétri sem vildi hann ekki strax og þá reyndi hann við neðra, en þeir vildu hann ekki heldur. Við komum til með að fara vel með okkur. Allir vinir okkar hérna hafa verið okkur líka mikill stuðningur og reyndar bæjarabúar allir. Veit ekki hvað margir komu til okkar á tónleikunum og vildu vita hvernig gengi og báður fyrir góðar bata óskir. Bói var reyndar ekki alla tónleikana, fór að leggja sig enda var þetta orðið alltof mikið af fólki hérna. Það er ekki alltaf auðvelt að vera svona í “sviðsljósinu”. Maður er afskaplega lítið útaf fyrir sig. Kristján hefur verið okkur ómetanlegur stuðningur. Veit ekki alveg hvernig maður hefði komist í gegnum þetta án hans.
Núna erum við bara að reyna að taka þessu eins rólega og við mögulega getum. Staffið er að gera sitt besta til þess að styðja okkur og létta okkur lífið. Meira að segja er farið að elda kólestról létt fæði handa okkur, Bói fær hafragraut á morgnanna, fengum gulrótarbuff í gær. Veit nú ekki alveg hvað við endumst lengi í svona sérfæði, en þetta er gott líka vegna þess að það þurfti að endurnýja grænmetis réttina á matseðlinum. Við erum að fara til Caledon á eftir. Þurfum að fara í bankann og svo að kaupa áfengi fyrir barinn. Svo fer Kristján seinnipartinn. Joy og Gabríel ætla að keyra hann á flugvöllinn. Við komum til með að sakna hans mikið. Hefur reyndar ekki verið mikið frí hjá honum. Hann var svo duglegur að kenna þjónunum og að vinna í eldhúsinum með kokkunum og svo seinustu vikuna sem Flórens Nightingale, með kappan og det hele.
Heyrumst seinna.....
2 Comments:
Hæ elskur, Villi minn sendi þér TUDEFJÆS bolinn, hann gerir bara gott,bæklinga um kolesterol,hvað með nikotintyggjó og svoleiðis?
Það er nú kannski ekki hægt að ætlast til að hægt sé að breyta öllu á einum degi, en auðvitað er nokkur ljóst að nýtt líf er hafið hjá ykkur, annar sjéns, þar sem ekki er í boði að horfa fram hjá að þegar maður hefur verið að gera sér gott í mat drykk og öðru, hefur aldeilis ekki verið að gera manni gott...en.. nóg af hugleiðingum í þessum dúr,er að fara í vinnuna, jólatraffíkin að byrja hjá mér, ojáogjamm...hugsa til ykkar alla daga elskurnar og farið vel með ykkur. Ástarkveðja Hafdís og famelía....
Gott að geta fylgst með ykkur daglega elsku strákar. Og elsku Guðmundur, hvíldu þig vel, þú bara mátt til. Elsku Villi, þetta er líka erfitt fyrir þig, það er ekki auðvelt að horfa á einhvern sem maður elskar verða veikan.Þetta tekur á og þessvegna er gott ef þú ferð í þessi spor með Guðmundi að borða hollara, hætta að reykja o.s.frv. Held að ég ætti nú að fara að taka mig í gegn og læra af ykkar reynslu. Það er ekkert grín að missa heilsuna á besta aldri og er ég nú samt miklu eldri en þið. Búin með morgunverkin á Nesinu, vökva allar plönturnar í garðskálanum en vantar einhvern með græna fingur til að klippa niður eina jurt. Kem sko ekki nálægt því! Verið góðir hvor við annan, það er það eina sem hægt er að gera í stöðunni. Elska, hvíla sig og segja allt sem maður vill segja. Reyni að finna fallegt ljóð sem ég fékk sent og senda það til ykkar.
knús og margir margir kossar frá mér og mamma bað mig að skila innilegum kveðjum og óskum um góðan bata. Knús, Anna Kristine.
Post a Comment
<< Home