Friday, March 24, 2006

Smábæjar slúður

Hér eru allir við góða heilsu. Gabríel hefur alveg jafnað sig á þessum marglyttu bruna. Lovísa pissaði ekki á hann, eins og Joe í Friends gerði við Monicu, heldur bar hún edik á sárið sem sló strax á sviðann. Bói hefur verið þokkalegur, soldið þreyttur og fengið eitt aðsvif síðan hann kom. Ég er hress og er að ná að hvílast og endurnærast.

Þetta slys með Bakkie (pallbílinn) eru ekki óalgeng hérna enda er þetta sá ferðamáti sem fólk notar hérna. Það eru næstum allir á pallbílum og fólk er transportað á þeim. Engin öryggisbelti eða neitt og svo eru þessir bílar í skelfilegu ástandi oft, enda ekki lögboðin skoðunarskylda hérna. Okkur fannst þetta soldið fyndið þegar við komum fyrst hérna, en fyrsta daginn sem við tókum við og tókum á móti starfsfólkinu okkar um morguninn klifrandi útúr svona pallbíl setti bara tárin í augun okkar. Okkur fannst þetta ekki fólki bjóðandi. Rollur væru ekki einu sinni fluttar svona á milli staða á Íslandi. Það hefur verið prinsíp hjá okkur frá fyrsta degi að staffið okkar er keyrt í almennilegum bílum og aldrei á pallbíl og við höfum getað staðið við það.

Það er búið að vera að gera fullt af endurbótum hérna. Búið að mála allt eldhúsið, laga viftuna, setja filter í hana og hreinsa hana af atvinnu mönnum. Svo er David búin með baðhergið í herbergi 5 sem var hræðilegt með teppi á. Það er orðið mjög fínt núna. Svo er hann núna að vinna í herbergi 17. Þar var annað hræðilegt baðherbergi með teppi á. Skiptum um loftið sem var líka ógeðslegt og laga flísar og flísaleggja gólfið ásamt því að skipta um hreinlætistæki. Svona verða herbergin tekin eitt af öðru þangað til okkur finnst það vera orðið fallegt. Það er ekkert verið að slaka á þrátt fyrir að við séum staðráðnir í að selja. Það er búið að skrifa undir trúnaðarsamning við fólkið sem hefur áhuga á að kaupa og svo er bara að tína til alla pappírana sem þau vilja og sjá hvernig þetta fer. Sama gildir um fasteignasöluna sem við settum slotið á sölu á. Þau eru bara að bíða eftir pappírum frá okkur. Svo kom annar fasteignasali hérna í fyrradag og sagðist vera með fólk sem hefði áhuga á að kaupa þetta, þrátt fyrir að það væri ekki á sölu. Einhverjir ameríkanar sem voru hérna um svipað leiti og við keyptum og höfðu áhuga, en voru of sein. Þau hafa enn áhuga þannig að við erum að reyna að finna útúr þvi hvernig við höndlum þetta.

Það er heilmikið slúður búið að vera í gangi hérna í þorpinu með það að við séum að selja, séum búnir að selja og að við Bói værum skildir. Meira segja Loana kallaði Bóa á fund til að fá að vita hvort við værum að selja. Við höfum nú bara sagt að það sé ekkert á dagskrá hjá okkur, enda geti allir séð að við erum á fullu í endurbótum sem einginn heilvita maður myndir gera ef hann væri að selja, en hver segir svosem að við séum heilvita. Svona er nú smábæjar slúðrið hérna, er þetta ekki allsstaðar eins?

Það verða tónleikar í garðinum á eftir og það er vel bókað í dinner í kvöld, þannig að það verður mikið að gera. Hér í bænum eru að opna tveir nýjir matsölustaðir, þannig að þeir eiga eftir að taka einhver viðskipti frá okkur. Annar veitingastaðurinn er líka að opna 6 herbergja lúxus hótel þannig að það á eftir að taka eitthvað frá okkur líka. Vonandi verðum við bara búnir að selja áður en þetta skellur á. Er nú samt ekkert of bjartsýnn á það en maður veit aldrei.

Gabríel er í skólanum daglega frá 7:30 til 12. Honum finnst það æðislegt, þó svo að hann skylji sjálfsagt lítið af því sem er sagt. Svo er Lovísa komin með barnapíu fyrir hann frá klukkan 16 til 21, þannig að það léttir nú álagið af henni. Hann er mjög krefjandi, en skemmtilegur og góður oftast, en þetta gerir það að verkum að nú getur hún unnið aðeins meira á þessum álagstíma sem er oft um kvöldmatarleitið.

Takk Ása og Gússý fyrir commentin. Alltaf gaman að fá comment og það hvetur mann til að halda áfram. Við erum búnir að týna e-mail addressunni hjá Gússý og Jóhönnu, þannig að það væri vel þegið ef þið gætuð sent okkur hana.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló elsku strákar mínir hér er allt á fullu eins og vanalega unnið frá 7-01 alla daga og stundum lengur.. en alltaf tími til að kíkja á bloggið ykkar elskurnar kíki alltaf þó að ég hafi ekki alltaf tíma til að kvitta fyrir mig ;) Þruma biður líka fyrir kveðju hún fékk gull medalíu í hundaskólanum og mamman varð að sjálfsögðu rosalega stollt ;) mailið mitt er johannamaggy@simnet.is ég er ekki heldur með ykkar það væri gaman að fá það... elska ykkur og sakna heil ósköp snúðarnir mínir ;)

3:08 pm  
Anonymous Anonymous said...

'O mæ god...þvílíkar hrakfallasögur, vonandi sleppið þið við allt svona nóg er nú samt.
Frábært með að einhverjir séu að spá í að kaupa....styttist í sólstólinn á ströndinni í kualalumpur, hitti Ásu systur þína í leikhúsinu í gær...hún var að hvetja mig til að koma á sýningu hjá Hala leikhópnum, hugsa til ykkar alla daga, vona að ég ´sjái ykkur sem fyrst einhverstaðar á ströndinni kannski...?
farið vel með ykkur
Hafdís

3:43 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hva... Á ekkert að þakka músarmóðurinni fyrir commentin líka?! Vonum bara að Ameríkanarnir kaupi, þeir eiga örugglega fullt af peningum sem þeir hafa ekkert að gera við. Svo setjist þið á ströndina og við Hafdís komum í beljubúningnum og segjum MÖÖÖÖ og þá bregður ykkur ekki neitt því þið eruð orðnir vanir svo miklum látum anyway. En í alvöru þá vona ég að þið finnið góðan kaupanda og seljið vel.Eitt aðsvif er einu aðsvifi og mikið. Love you, knús og kossar Anna Kristine.

6:18 pm  

Post a Comment

<< Home