Sunday, March 26, 2006

Reykingar

Hér gengur lífið sinn vanagang. Ég sprakk á limminu þegar Guðmundur var heima og byrjaði að reykja aftur. Leiddist bara svo svakalega mikið að vera hérna einn. Fór einn daginn upp í apótek að kaupa mér nicorette tiggjó, sem þau áttu ekki. Alltaf þegar ég fór að kaupa þetta var til eitt bréf hálfur pakki eða minna. Ótrúlegt, sérstaklega vegna þess að ég var búinn að ræða við apótekarann oft og beðið hann um að tryggja að þau hefðu nægar birgðir, Þennan dag var ekki til neitt tyggjó og ekki væntanlegt fyrr en eftir nokkra daga. Ég varð brjálaður og sagði þeim að þau væru að fokka upp lífinu mínu. Það væri nógu erfitt að hætta að reykja þó svo að það bætist ekki ofan á að þau geti ekki átt nægar birgðir af þessari vöru.

Ég fór beint í búðina og keypti mér sígarettur og byrjaði að reykja aftur. Eftir að Lovísa kom reyndum við nokkrum sinnum að hætta með litlum árangri. Gátum verið reyklaus þangað til um eftimiddaginn. Held að metið hafi verið til kl 18. Við gáfumst upp á þessu og ég hef reykt síðan. Guðmundur var nú ekkert of ánægður með mig þegar hann kom, en hefur látið mig í friði að mestu leiti með þetta. Jæja, á morgun er nýr dagur og ég er staðráðinn í að hætta og núna ætla ég að standa mig. Hlakka til meira að segja og er búinn að gera það í nokkra daga. Þetta er allt með vilja að gera og ég hef nóg af honum. Lovísa ætlar að hætta líka, en ég er nú ekki alveg viss um hversu staðráðin hún er, en það er hennar mál. Ég styð hana ef hún hættir og ef hún gefst upp. þá er það hennar mál og hefur ekkert með mig að gera.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hefur þú enga trú á mér eða hvað??????
Þín dóttir sem er ofboðslega móðguð núna!!!!!!!!!!!

11:27 am  
Anonymous Anonymous said...

ahahhahahah fyndið comment hjá henni lovísu.. En þið eruð svo yndislegir þið kveikið í manni ;) að lesa nýtt blogg hjá ykkur snemma dags gefur manni svo mikið fyrir daginn... vildi ÓSKA að ég væri úti sakna ykkar og allra og þá mest bara lodge garðinum og fuglana og sjá guðmund vera eitthvað svona að dandalast í garðinum og villa að taka herbergin í gegn ;) ást í poka sem ekki má loka... Jóhanna Maggý og Þruma xxx

10:57 am  
Anonymous Anonymous said...

Go Villi,go!!!!!!!!!!!Vildi að ég hefði þinn viljastyrk, er að reykja mig í hel, lýg því ekki. Bíð eftir að komast heim á kvöldin til að reykja og reykja og reykja og oj oj oj, þetta er svo ógeðslegt. VERÐ að fara að taka sjálfa mig í gegn. Sígarettur eru meira ávanabindandi en heróín, það get ég sagt þér. Vona að þér takist þetta elskan mín og Lovísu líka. Knús og kossar úr frosti og roki á Íslandi, Anna Kristine.

6:18 pm  
Anonymous Anonymous said...

Held það taki því ekki fyrir mig að hætta að reykja ef veðrið hér fer ekki að lagast. Nú er Ísland á hraðri leið á haf út, hér hristist allt og skelfur af þvílíku roki að ef landið fýkur ekki burt núna þá mun það aldrei gerast. Ef þið sjáið svífandi konu með sígarettu yfir Afríku, þá er það semsagt frú Anna fyrrum músarmóðir. Kannski lendi ég bara í garðinum hjá ykkur, hafið alla vega einn góðan ávaxtakokteil tilbúinn in case. Love you,Anna Kr.

11:19 pm  

Post a Comment

<< Home