Saturday, March 25, 2006

"Uppákomur"

Hér komu gestir seinnipartinn í gær í drykki. Frúin var á perunni og herrann var vel tippsí. Þau enduðu upp í sundlaug þar sem þau kældu sig og fengu sér einn shortara. Ég var búin að segja við Lovísu þegar þau komu að þau ættu eftir að enda í sundlaugin allsber og fá sér svo drátt á eftir sem rættist. Okkur leist ekkert á þetta og sendum Anne á svæðið. Hún byrjaði á að njósna yfir grindverkið til að sjá hvað þau voru að gera. Svo leið og beið og aldrei kom Anne. Hún glápti á þau allan tímann án þess að þau vissu um hana. Það er svona smá perri í henni. Þau voru enn drukknari þegar þau fóru eftir að hafa stútað tveim flöskum af víni. Anne rukkaði þau um sundlaugargjald að auki þegar þau fóru. Þau hefðu nú eiginlega átt að rukka hana fyrir sýninguna. Við höfðum alla vegna mjög gaman af þessu og Guðmundur setti upp leiksýningu fyrir staffið í lok vaktarinnar og það var hlegið svo mikið að manni varð illt í maganum.

Tónleikarnir gengu vel í gær þó svo að þeir væru ekkert mjög fjölmennir. Ég var sendur heim með Gabríel um 8 leitið og steinsofnaði. Mætti svo aftur hérna rétt fyrir lokun til að bíða með Bóa eftir að seinustu gestir færu. Þurftu að reka þá í rúmið um eitt leitið.

Óh sorry músarmóðir góð. Takk fyrir commentin Anna Kristine, Hafdís, Gússý, Jóhanna, Ása og vonandi er ég ekki að gleyma neinum núna

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ekki hægt að segja annað en að fjör sé á Gónhól hjá ykkur, hér leið nú bara kveldið í góðra vina hópi við að horfa á "Júróvisjón" myndbandið hið nýja með Silvíu Nótt,þið getið séð það á kvikmynd.is ef þið náið því,og svo Idol á eftir, svona er smáborgarahátturinn alveg að fella mann...en maturinn var góður, upphituð ketsúpa síðan úr kjötsúpuboði Guðmundar, og smjörsteikt bleikja af heimaslóðum þórbergs Þórðarsonar, með frábæru salati ala Hafdís, skrítin blanda so what....
Ástarkveðja frá köldu en bjútífúl Reykjavík í dag...
Hafdís

9:45 am  
Anonymous Anonymous said...

Gott orð hjá Hafdísi, GÓNHÓLL! Það er meira fjör hjá ykkur en okkur, það get ég sagt ykkur! Hér er maður bara í algjöru þrifnaðarkasti, búin að skúra allt hátt og lágt, þvo rúður hvað þá heldur annað. Var hjá Lízellu til tvö í nótt að horfa á vídeó og kjafta. Hún leigði myndina Monster in law, sem minnti mig ansi mikið á mína fyrrverandi "mother in law"!!! Tóm nastíheit. Svo horfðum við á myndbandið sem var búið til um Lízellu fyrir þrítugsafmælið hennar í fyrra og maður fékk nettan kökk í hálsinn við að heyra allt sem vinir hennar hafa um hana að segja. Hafði ekki séð þetta í rólegheitunum. Bærinn var kolbrjálaður í nótt, fólk að rífast og brjóta gler yfir allan Laugaveginn svo ég tók lengri leiðina heim. Veslings unga fólkið að hafa ekkert betra við tímann að gera en brjálast. Alltaf gaman að fá svona lifandi frásagnir frá ykkur elskurnar! Knús og fleiri kossar frá fyrrum músarmóður, hér bólar ekkert á "minni" svo ég fjarlægði "matinn" hennar áðan og þreif garðskálann vel. Anna Kristine, sem var ekkert móðguð í alvöru! :)

4:15 pm  
Anonymous Anonymous said...

Jæja elskurnar, þetta er í þriðja sinn sem ég reyni, allt er þegar þrennt er, það dettur bara allt úr þegar ég reyni að senda. er svo tæknivædd.... Ætla að reyna að senda áður en ég held áfram.
Hófý

6:01 pm  
Anonymous Anonymous said...

ég segi nú bara o.m.g. er ekki í lagi með fólk!!!!! gerandi do do í lauginni en sammt spennandi ;) ahahahah
sakknakkar endalaust o hafið það sem best ást í pka semekki má loka ;)

11:51 pm  

Post a Comment

<< Home