Monday, May 08, 2006

Nágrannar frá helvíti.... part 2

Veislan hans David gekk mjög vel og allir voru í skýjunum yfir matnum og hvað þetta var fín veisla. Frúin (Nágranninn frá helvíti) var þarna og varð mjög drukkinn (aftur). Hún endaði með því að sitja hérna með perranum og einhverri annarri konu sem slagaði út þegar ég bað þau um að setjast við annað borð um átta leitið. Eiginmaðurinn kom hérna tvisvar um daginn og sat á barnum og lapti upplýsingar frá staffinu um frúna og okkur. Hann kom svo aftur um 9 leitið og var þá orðinn reiður og skammaðist út í okkur. Við báðum hann um að gjöra svo vel að fara. Menn sem berja konurnar sínar og eru með hávaða og læti og koma öðrum gestum í uppnám, eru ekki velkomnir hérna. Hann var snældu vitlaus og hótaði öllu illu. Frúin var orðin svo full að hún vissi varla hvað hún hét og gat tæplega staðið óstudd. Við enduðum með því að segja henni að hún gæti ekki gist hjá okkur vegna þess að við gætum ekki tryggt öryggi hennar. Bókaði hana inn á annað gistiheimili þar sem ég útskýrði aðstæður hennar og bað þær um að reyna að tryggja öryggi hennar.

Þær hringdu svo frá gistiheimilinu í morgun og sögðu mér að hún væri búin að hringja í manninn sinn og segja honum hvar hún væri. Djísus, hvað hún getur verið vitlaus. Það er eins og hún hreinlega kalli þetta yfir sig sjálf. Jæja, kallinn kom, en honum var ekki hleypt inn. Frúnni hafði verið sagt að þetta væri öruggur staður og þær vildu ekki fá hann inn á lóðina með eitthvað vesen. Hún yrði að gjöra svo vel að hitta hann annars staðar. Svo sáum við hana labba með kallinum heim áðan. Garðyrkjumanninu okkar var bannað að taka vatnsslönguna í gegnum lóðina þeirra í morgun. Við erum með vatnsból á lóðinni fyrir ofan þau þar sem við fáum vatn til að vökva garðinn. Þurfum að fara með slönguna núna útá götu og aftur inn í garðinn okkar. Hann á trúlega eftir að gera okkur lífið mjög erfitt. Það er nú ekki gott fyrir hótel að hafa svona nágranna. Vonandi sættast þau eða hann hreinlega hipjar sig í burtu. Best væri ef þau hreinlega bara flyttu og seldu húsið. Við erum alla vegna búnir að fá meira en nóg af þeim og hvorugt þeirra er velkomið hingað.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

je minn eini!! þið ættuð að sprauta hann niður með garðslöngunni bara, what an asshole!
allt gott að fretta af íslandinu góða..jóhanna og gunni að fara að setja staðinn á fullt, vonandi þann 13 mai, en þá tek ég síðasta prófið mitt, guð hvað eg verð fegin þegar þetta er búið..er að mygla herna yfir stjórnskipunarettinum þessa stundina..
knúsið hvorn annan frá mér og staffið, ég sakna ykkar allra rosa mikið, hafið samband næst þegar þið komið á klakann, getum grillað saman og e-ð skemmtilegt og þrumsa kella borðar beinin (sounds like fun)..en það er kannski langt í ykkur:/

3:07 pm  
Anonymous Anonymous said...

æ þetta var Gússý gleymdi að kvitta

3:08 pm  
Anonymous Anonymous said...

Bara að láta vita af því að ég er enn á lífi. Tónleikarnir voru æðislegir, en alltof fáir mættu. Nú gat ég semsé sorterað vini mína í rólegheitunum og séð hverjir gátu séð af 2 klst og 1.500 krónum með mér þennan áríðandi dag og hverjir ekki. mér tókst að safna fyrir því sem ég ætlaði mér með góðum, já mjög góðum, stuðningi sponsora. Var með tékkneska fréttamenn hjá mér í 5 daga, ferðaðist með þeim um og þeir gerðu þætti fyrir þrjár tékkn.sjónvarpsstöðvar, m.a. klukkutíma heimildarmynd um Ísland. Þeir fáu sem mættu á tónleikana eru í skýjunum og ég líka, sat bara og naut þess að hlusta á þessa framúrskarandi listamenn. Fer að fá íbúðina mína, verður vonandi máluð um helgina eða í næstu viku svo ég geti flutt inn um aðra helgi. Guð hvað ég vorkenni ykkur að vera með þetta staff, ég væri löngu búin að ganga frá flestum þarna! Knús og kossar
Anna Kristine.

12:45 pm  

Post a Comment

<< Home