Thursday, July 13, 2006

Erfiðir tímar - en skrifa aldrei aftur um dramalausa daga.....

Hæ essgunar

Aldrei ætla ég að skrifa aftur um dramalausa daga. Ef ekkert skeður hérna, þá skálda ég, og efa reyndar að að ég þurfi að gera það. Bói komst heim heill og allt gekk vel.

Í dag var kistulagning og ég veit ekki meir. Þarna fór mikil og góð kona sem ég elskaði og virti mikið. Enginn veit æifi sína fyrr en öll er, og Guð veit að hugur minn er með fjölskyldunni og sérstaklega Varða sem hefur það ekki mjög gott.. Takk fyrir allar síma hringingarnar, e-maila og commenta með samúðarkveðjum.

Noelle kom í fyrradag og sagðist vera að “Reporting to duty”. Hún er góð kona og finnst þetta bara gaman. Segir að það haldi henni gangandi að geta komið og hjálpað aðeins. Ég er búinn að sýna henni öll herbergin og Anna er búin að fara yfir allar rútínur með henni, þannig að ég held að það verði mikil hjálp í henni. Hún er klár og mjög fjölhæf. Óvænt tékkuðu inn gestir í gær þannig að við þurftum að gera morgunmat í morgun. Ekkert staff á vakt nema Jacko garðyrkumaður. Við rúlluðum þessu upp tvö með aðstoð frá Jacko. Ommilettan sem Noelle gerði var nú ekki sú flottasta sem ég hef séð þrátt fyrir að hún kæmi með sína eigin pönnu og eigin kryddjurtir. Held samt að hún hafi verið mjög bragðgóð. Alla vegna sögðu gestirnir að morgunmaturinn hefði verið æðislegur. Seinna spurðu þau hvað við hefðum verið lengi hérna. Ég sagði 2 ár. Oh, konan þín var mjög vingjarnleg og lífgaði upp á arineldinn hjá okkur. KONAN mín, nei þetta var vinkona mín. (Noelle er eitthvað um 60 ára, var ekki par ánægður). Jacko meira að segja er búinn að vera að hjálpa til með herbergin í dag. Gott alltaf að finna stuðning frá staffinu.

NFH eru mættir aftur og það er búinn að vera hávaði frá þeim í dag. Hurðaskellir og öskur. Ég hef haft GSM símann minn á borðinu og er tilbúinn til þess að hringja í lögguna á skammvali ef þarf.. hef samt ekkert of miklar áhyggjur af þeim.

Mirchel var mjög lasin hérna í fyrradag og við þurftum að koma henni fyrir upp í bókasafni svo hún gæri sofið og hvílt sig. Lítur út fyrir að hún sé á einhverju spítti sem heldur henni vakandi alla helgina og svo er hún svo þreytt eftir helgina að hún hefur enga orku. Veit ekki alveg hvað við gerum með þetta.

Anna er líka búin að vera í drama. Hana er búið að gruna lengi að maður hennar haldi framhjá henni og komst að því í gær að það var rétt og það með góðri vinkonu hennar. Maríus, maðurinn hennar fór að heiman og hún tók eftir því að hann fór í vitlausa átt. Fór því á eftir honum og hann fór beint til vinkonunnar. Hún strunsaði þar inn og barði vinkonuna og manninn sinn. Seinna um daginn náði hún að spjalla við manninn sinn og það lítur allt út fyrir að þau nái að vinna úr þessu. Hún gat ekki komið til vinnu sem var mjög óvanalegt og ólíkt Önnu. Carmen vann lengur þannig að það reddaðist hérna. Noelle var mjög óánægð með hana, en ég vissi að það var eitthvað mjög alvarleg fyrst hún gat ekki komið. Löggan er búin að koma tvisvar í dag til þess að reyna að ná í hana, en það var áður en hún kom á vakt. Anna er soldið eins og ég, mjög bráðlynd, sem getur verið gott stundum en ekki alltaf.

Volga kom í dga og sat með mér í rúma 2 tíma sem var mjög gott. Þráði félagskap. Marise og Neil hringdu líka í morgun og buðust til þess að ná í Bimmann úr viðgerð í Somerset West, en því miður var hann ekki tilbúinn. Kvíði fyrir því að heyra hvað það kosti að fá bilaðann bílinn aftur, vegna þess að þeim tekst aldrei að laga bílinn.

Fengum eftirfarindi kort frá starfsfólkinu okkar í gær:
“Dear Bói and Villi. We Greyton Lodge staff want you to know that we are thinking of you in your time of trouble. Always remember that the Lord always takes always those who he wants close to him, First, be strong & keep feath. Greyton Lodge - Staff

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæ Villi minn, það er óhætt að segja að þér er haldið við efnið, ekki eru það rólegheitin að hrjá þig/ykkur frekar en fyrri daginn.
Ætla að reyna að hitta Guðmund á morgun, og eins ætlar mútta að gera nokkrar fiskibollur honum til heiðurs, vona að hann hafi tíma í næstu viku til að setjast niður með okkur. Farðu vel með þig kallinn minn... luv. Hafdís

10:31 pm  

Post a Comment

<< Home