Tuesday, July 04, 2006

Dramalausir dagar

Hér er búið að vera rólegt. Slatti að gera samt en ekkert drama. NFH eru mætt á svæðið og þau virðast læðast um og hvísla vegna þess að maður verður varla var við þau. Vonandi verða þau til friðs. Jacko missti dóttur sína í seinustu viku. 6 ára gamla, lenti í dráttarvélaslysi og dó. Það var mikið áfall fyrir hann, og við hjálpuðum honum með peninga fyrir útförinni. Útfarir eru mjög mikilvægar hérna og mikið lagt í þær.

Karen í eldhúsinu er búin að vera erfið. Bói pantaði hjá henni samloku með kjúklingasalati. Þær gleymdu því og blóðþrýstingurinn fór upp hjá Bóa þannig að hún var sjúkraskrifuð í einn dag. Þolir ekki stressið af eign mistökum. Það voru einhver fleiri mistök líka, en Djísus, maður er orðinn svo vanur því að maður næstum því afstýrir þeim án þess að hugsa um það.

Mirchel var að halda upp á 21 árs afmælið sitt í fyrradag. Átti að vera á vakt daginn eftir, en hringdi og sagðist vera veik. Ekki tekið gilt. Mamma hennar hringdi svo seinna um daginn og sagði mér að hún væri veik. Ég spurði hvað væri að henni, og hún sagði að hún væri veik. Já, en hvað, VEIK. Ég sagði henni að ég vissi að hún hefði verið með partý og þynka væri ekki það sama og að vera veik. Mirchel kom svo í símann og sagðist vera lasin. Illt í hálsinum, gat reyndar ekki heyrt það en OK. Þá spurði hún hvernær hún væri á vakt næst. Ég sagðist ekki vita það. Hún mætti ekki í morgun á morgunvakt einsog hún átti að gera. Bói heldur að hún sé hætt. Veit ekki. Þetta er mér einum lagið. Verða svo fúll að staffið hættir sjálft án þess að vera rekið, bara vegna þess að ég verð fúll.

Ég var að segja við Bóa í seinustu viku, Rosalega er allt rólegt. Það er ekkert drama lengur og það er eins og allt sé dautt. Djísus, maður er orðinn svo vanur miklu drama að manni finnst það næstum ekki raunverulegt þegar allt gengur bara, burtséð frá þessum uppákomum hér að ofan.

Mirchel kom í morgun með vottorð um að hún væri veik og hefði ekki verið með þynku. Bað hana afsökunar og óskaði henni góðs bata. Loana hringdi svo og tilkynnti veikindi. Penny í Cape Town, þannig að Karen vinnu tvöfalda vakt. Það er annars búið að vera mjög gott að gera. Miklu meira en í fyrra. Er með tilboð í gangi núna, sem virðist vera mjög vinsælt. Óvanalegt að hafa svona mörg herbergi hérna í miðri viku um miðjan vetur. Við höfum líka verið mjög heppnir með gesti. Allir verið þægilegir og ekki átt orð til að lýsa því hvað þeim finnst allt.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góðan dag elsku strákar! Gaman að heyra frá ykkur. Við Íslendingar erum nú heppnari en þið. Hér er nefnilega Bush eldri í heimsókn. Gasalega gaman. Sérstaklega þar sem hann svarar engum spurningum um alvöru mál heldur þiggur bara gjafir og laxveiði. Öðruvísi mér áður brá. Var í afmæli Stínu í fyrrakvöld. Hafdís náttúrlega skemmtilegasta manneskjan í veislunni eins og ævinlega.Er orðin svo einhverf (ég sko) að ég meika ekki lengur veislur og partý.Fór td í eitt á laugardagskvöldið og fór heim kl.23 með viðkomu á Bæjarins bestu og var dottinn inn í krimma í danska Ríkissjónvarpinu fyrir miðnætti. Þetta kallar maður að eldast. Það er ekki verið að dansa uppi á borðum lengur eða taka sér gítar í hönd og spila og syngja "Stína var lítil stúlka í sveit".Ísland er að rigna í kaf, bráðum morknar jörðin undan okkur og við fljótum með sjónum eitthvert, kannski til S-Afríku, who knows. Allt getur gerst. Love you, farið vel með ykkur. Knús og kossar, Anna Kristine.

6:55 am  
Anonymous Anonymous said...

Loksins, loksins, loksins, gula fíflið er aftur farin að skína á köldum klaka, held bara að hinn sumardagurinn á þessu ári sé í dag... Það eru allir gersamlega myglaðir eftir monsún tímabilið og ég held bara að allar sólalandaferðir séu uppseldar. Þessi sumarleysa kemur okkur alltaf jafnmikið á óvart, ættum við ekki að vera orðin vön eftir áralanga búsetu á landinu!!!! ég bara spyr. Á bara eftir að fara eitt flug til New York og svo ég ég komin í SUMARFRÍ, jibbííííí. (og búin að þvo lopapeysuna fyrir íslenskasumarið).
Jæja esskurnar, ætla að fara að skella mér á svalirnar með morgun kaffið mitt, bestu kveðjur til allra, sakna ykkar mikið...
Ykkar Hófý

9:12 am  
Anonymous Anonymous said...

hæ elskur og tralllallal
það er komið sumar, sumarbústaðaheimsókn til Sigrúnar og Hauka um helgina, humar og heitur pottur, köngulær og mosalykt, nammi namm, svo í næstu viku má alveg rigna mín vegna, er samt að fara í frí, en ætla að rifja upp gömlu taktana á keramikrennibekknum á námskeiði hjá Myndlistarskólanum, jibbíiii,veit fátt sem gæti toppað þessa viku hjá mér,
ég átti afmæli í gær, einu sinni sagði maður að 29 væri ekki svo slæmt, svo ætlaði maður að hætta að telja þegar maður yrði 39, nu varð ég 49 og stefnan er að verða líka 59 og 69 og 79 veit ekki með 89.....en nú hef ég eitt ár til að verða há grönn og glæsileg á fimmtugsafmælinu mínu, og ég ætla bara að segja það einu sinni, þið VERÐIÐ að mæta.....
Ástarkveðja ljúflingarnir mínir, farið vel með ykkur, luvluvluv Ykkar Hafdís

1:21 pm  

Post a Comment

<< Home