Monday, October 10, 2005

erfiðir tímar en samt góðir



Þetta eru skrítnir dagar. Kristján farinn og eins lengi og hann hefur verið hjá okkur og í gegnum alla þessa erfiðleika, þá er það soldið töff á hann skuli ekki vera hérna. Lífið er ekki auðvelt, en sem betur fer er fullt af fólki að hjálpa okkur. Takk fyrir allar bænirnar og stuðninginn. Þetta hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið. Staffið hefur líka verið duglegt að hjálpa okkur. Gleði er að hjálpa eins mikið og hún getur og segir okkur ekki einu sinni frá því hvað hún er að gera.

Áttum fund með henni í dag, vegna þess að hlutir eru ekki alveg í lagi þótt þeir kannski líti út fyrir það. Gilitrutt var að þvo sinn eigin þvott hérna um daginn, Margrét herbergisþerna mætti full í gær og alltof seint. Sendu Gulltönn á hana, Það er ennþá eitthvað verið að stela úr eldhúsinu. Svo var Gulltönn ásökuð um þjófnað aftur (eins og við vitum það ekki) Búnir að vera að tala við Loana sem átti reyndar að vera komin í frí. Hún segir að staffið sé skíthrætt við hana og það sé ekki að stela. Öryggisgæslan kemur fljótlega og getur farið í gegnum veski þegar staffið komur og fer, en má því miður ekki leita á því. Svo verða settar upp eftirlitsmyndavélar í eldhúsinu, móttökunni, barnum og þvottahúsinu. Þetta er bara orðið gott. Enough is enough!!!

Bói hefur það gott. Aðeins farinn að vinna andlega en líkamlega má hann það alls ekki. Fórum til ritstjóra lókal blaðsins hérna í gær. Hún er búin að hafa okkur í straffi. Hún var skólastjóri í stúlknaskóla og vön að nota reglustrikuna á fólk.


Ég er aðeins að berjast við kvíðaköst. Get ekki hugsað þá hugsun til enda ef honum hefði verið hleypt inn hjá lykla Pétri eða neðra, og skilið mig eftir einan með þetta dæmi hérna. Jæja, búin að vera soldið viðkvæmur og grenjað og verið með smá kvíðatilfinningu. Tók róandi í dag sem hefur aðeins hjálpað. Þetta er náttúrulega líka uppsöfnuð þreyta og kvíði. Bói er búinn að vera duglegur að hvíla sig og borða heilbrigðan mat. Segir reyndar að það sé samsæri í gangi, Loana, Diana, Karen, Gleði og ég erum að drepa hann úr heilbrgði. Það má ekki borða neitt sem er gott. Hafragrautur á morgnanna, Grænmetisbuff í hádeginu og rækjur með hrísgrjónum á kvöldin og svo er besti vinurinn hans dauður, SÍGÓINN. Ég er reyndar búinn að era ansi tæpur, en hangi inni. Testaði Bóa áðan. Sagðist vera bara að drepast út níkótínskorti og þyrftir á sígó að halda. Hvort hann væri ekki til í að fara og kaupa smá. Ein drepur jú ekki....... Nei er ekki í boði lengur. Já en Indraf er opið, nei..... En við þurfum hvort eð er að hafa þetta á boðstólum fyrir gesti, Nei og aftur nei. Stoltur af manninum mínum. Meinti þetta reyndar hálfpartinn að mig langaði í sógó, en annars gengur þetta bara pokkalega.

Bóa blogg:

Kæra fjölskylda, bæði mín og Villa, elsku allir vinir, í Noregi, Reykjavík, Hafnarfirði, Stykkishólmi, Hvanneyri og hvar sem þið eruð stödd núna. Takk fyrir allar bænir fyrir mig og Villa. Takk fyrir hlýju og vinarhug á tímamótum eins og þeim sem eg lenti á (óumbeðið) Það er bæði búin að vera mikil hvatning og um leið og mjög erfitt að lesa um áhyggjur ykkar af heilsu minni og Villa.

Eins og þið öll vonandi vitið öll, sem þekkið mig, hvað ég er mikill fagurkeri, það er lítið til vont í minni sál. Hefði fundist synd, ef við fengjum ekki að klára sköpunarverk okkar hér í Greyton. Þessi gatnamót í okkar lífi (hjartaáfalli) gerðust of nýlega til að maður hafi almennilega áttað sig á því hvað þá hvaða beygju maður á að taka nú. Þið vitið öll sem þekkið mig hvað líf mitt hefur alltaf á einhvern hátt verið öðru vísi en vænzt var af öðrum.

Verandi Hommii, gáfnaljós, prestefni, Oslóarbúi, besti “blómaskreitingarmaður í heiminum” Vinnandi fyir forseta, kónga, drottningar og marga ráðherra í áratugi. Alltaf með mína rödd. Þegar allt kemur til alls, eru það gæðin af vinnáttu ykkar og ást sem hefur veið hvatningin í gegnum allt. Rödd mín hefur ekkert breyst á þessum gatnamótum, en auðmýktin og þakklætið

Lenntum allt í einu með gestum og gátum ekki klárað þetta. Nú þarf að keyra staffið heim. Bói ætlar að keyra. Honum finnst það gott vegna þess að hann notar tímann til að tjatta við það og ná upp úr því hvað er gott og hvað mætti vera betra. Ég loka og bíð eftir honum, Vona að ég finni enga sígo

Love and leave you.

Ps. Ný heimasíða er komin, ekki alveg tilbúin en langt komin. Kíkjið á www.greytonlodge.com Aðgangsorð er ion og lykilorð er gl2005 hvað finnst ykkur?

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góðan dag elskurnar. Kíkti á nýju heimasíðuna og ÞVÍLÍKUR MUNUR!!! Þegar ég gifti mig þá sjáið þið um veisluna essgurnar... Þetta lítur mjög vel út og þið þurfið að komast í umfjöllun hjá einhverju stóru, alþjóða tímariti. Knús og kossar,Anna Kristine.

8:56 am  

Post a Comment

<< Home