Tuesday, October 11, 2005

Ritstjóra straff

Kláraði aldrei þetta með ritstjórann. Hún notaði reglustrikuna á okkur og setti okkur á skammarbekkinn. Vitum ekki hvers vegna, Hún birti ekki auglýsingu sem átti að koma í seinasta blaði og sagðist ekki hafa fengið tölvupóstinn frá okkur. Skrítið vegna þess að hún breytti standard auglýsingunni eins og við báðum um í þessum sama tölvupósti. Getur það verið að hún hafi bara fengið hálfan tölvupóst? Aldrei heyrt um það. Hún ákvað svo einhverra hluta vegna að koma ekki með 20 eintök af september blaðinu eins og hún hefur gert reglulega og við setjum inn á herbergi fyrir gestina okkar. Engin afsökunarbeiðni, engar útskýringar eða neitt. Við vorum búnir að fara nokkrum sinnum upp á skrifstofu til hennar, en hún var aldrei við. Lögðum skilaboð til hennar um að við vildum hitta hana, en hún hafði aldrei samband. Hringdum veit ekki hvað oft en náðum aldrei í gegn. Hún lofaði okkur líka þegar við komum hingað forsíðuviðtali eða opnuviðtali sem hefur aldrei verið framkvæmt. Jæja, við fengum nóg. Hún kom hingað með 20 eintök af október blaðinu og skyldi eftir í móttökunni hjá okkur. Skrifuðum henni bréf þar sem við töldum þetta upp og sögðum upp áskriftinni og öllum auglýsingum í blaðinu hennar og röltum til hennar með bréfið og october blöðin. Hitti hana inn á skrifstofunni hennar sem kom mér á óvart. Bauð henni góðan daginn og sagðist vera að skila blöðunum og að það væri þarna bréf til hennar og kvaddi hana án þess að gefa henni tækifæri til að segja eitt eða neitt. Þurfum ekki á þessu að halda. Höfum ekki heyrt í henni ennþá og eigum eiginlega ekki von á að heyra neitt í henni. Það verður tekið eftir því af bæjarbúum að við erum ekki með neina auglýsingu í blaðinu lengur. Sjáum til hvað gerist.

Höfum það gott annars. Ég er búinn að vera soldið kvíðinn og þreyttur. Trúlega er álagið af þessu öllu saman að koma út. Bói er líka með soldinn kvíða, en fer vel með það. Kvartar smá yfir úthaldinu, sem hefur minnkað, en annars er hann mjög duglegur að passa sig. Bindindið gengur bara vel. Kannski er það að bæta á þessa vanlíðan líka eitthvað, veit það ekki, en veit hins vegar að reykingar eru ekki í boði lengur og við ætlum að standa við það.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Trú mín
Í hverju er þátttaka okkar falin,
Sem erum á jörðinni manneskjur talin?
Við spyrjum, hvað er hlutverk manns
Og hvernig þjónum við vilja Hans.

Sú þátttaka okkar er illu að hafna,
Að elska og bæta og deilur jafna,
Í verki sína okkar virku ást,
Og vinna honum sem aldrei brást.

Hún fellst í að skapa en ekki eyða,
Hún er að lífga og neita að deyða.
Og hverju lífsgrasi að hlúa að,
Og heiminn gera að betri stað.

Gunnar Dal

Kveðja Jói og Hafdís

9:18 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sorry strákar en ég ætla að vera smá leiðinlegur og segja að mér lýst ekkert sérlega vel á nýju heimasíðuna. Það er svo mikil hreyfing á myndunum að maður á von á að eitthvað fljúgi í fangið á manni. Myndirnar eru samt töluvert betri en á gömlu síðunni og augljóst að það hefur verið tekið til hendinni í GL með góðum árangri.
Þið eruð heldur ekki alveg nýjir lengur þarna eins og segir í textanum, komnir yfir fyrsta árið, þó þið séuð í yngri kanntinum í þorpinu ;)
Kveðja
Palli

1:20 am  

Post a Comment

<< Home