part 3
Lovísa og Gabríel eru farin og það er tómlegt í kofanum. Þau eru komin til London og ferðin gekk vel. Ég fór með þeim til Cape Town sama dag og þau flugu. Því miður var ekki hægt að fara fyrr vegna þess að Bimminn er búinn að vera í yfirhalningu hjá BMW í Somerset West (efni í aðra sögu) og Land Roverinn var með bilaðar bremsur, sem var gert við í Greyton, en tók nokkra daga meira en það átti að gera (African time). Við áttum alla vegna mjög góðan dag í Cape Town og það var ekki auðvelt að kveðja þau. Bói var hérna einn á meðan og var með Volga þegar ég kom aftur seint og síðarmeir. Við snæddum saman McDonald og KFC sem ég kom með frá borginni og áttum gott kvöld saman.
Það er stórt afmæli hérna með ca 30 manns með börnum sem eru ansi mörg. Þetta eru svo mikil control frík að við erum að verða brjálaðir. Bói gat ekki farið í hvíld og ég ekki heldur, of stressaðir. Því miður. Nágrannarnir frá helvítu voru hérna í hádegismat. Herrann (ef það er hægt að kalla hann það) hringdi og spurði hvort þau væru velkomin. Ég þurfti að segja “Augnablik” meðan ég spurði Bóa hvort þau væru velkomin og svo sagði ég við hann að þau væru að sjálfsögðu velkonin ef þau bara höguðu sér vel og svo myndi ég vilja að hann borgaði reikninginn sinn áður.
Einhvern vegin tókst þeim að komast frá því að borga reikninginn sinn, en borguðu þau fyrir það sem þau fengu. Svo kom kallinn hérna aftur og fékk nokkra drykki og fór án þess að borga þá. Eða suma af þeim.
Veislan er að ganga mjög vel, þrátt fyrir stressið í okkur. Erum líka með nokkur borð sem tilheyra ekki veislunni og allt er að ganga ve. Ég er búinn að vera á barnum og í eldhúsinu. Bói að þjóna og skipuleggja þjónustuna. Er eiginlega vara soldið stoltur þrátt fyrir að ég hefði fundið fyrir því að vera ekki í friði. Fannst eiginlega eins go ég væri í veislu sem mér hefði ekki verið boðið í og við vorum ekki látnir í friði á borðinu okkar. Fólk allt í kringum okkar sem hafði það gott, og notað öskubakkann okkar, stal eldspítunum okkar og skildi eftir pela á borðinu. Djísus......
Má ekki vera að þessu, Mæðradagur á morgun og allt fullbókað á ressanum í hádegismat. Veit ekki hvernig við náum að gera morgunmat og sveifla okkur svo yfir í þrí réttaðan mæðradags lunch. Þetta kemur til með að ganga einhvern vegin. Er búinn að reyna að ná sambandi við Pollýönnu og verð vonandi jákvæðari á morgun.
Það er stórt afmæli hérna með ca 30 manns með börnum sem eru ansi mörg. Þetta eru svo mikil control frík að við erum að verða brjálaðir. Bói gat ekki farið í hvíld og ég ekki heldur, of stressaðir. Því miður. Nágrannarnir frá helvítu voru hérna í hádegismat. Herrann (ef það er hægt að kalla hann það) hringdi og spurði hvort þau væru velkomin. Ég þurfti að segja “Augnablik” meðan ég spurði Bóa hvort þau væru velkomin og svo sagði ég við hann að þau væru að sjálfsögðu velkonin ef þau bara höguðu sér vel og svo myndi ég vilja að hann borgaði reikninginn sinn áður.
Einhvern vegin tókst þeim að komast frá því að borga reikninginn sinn, en borguðu þau fyrir það sem þau fengu. Svo kom kallinn hérna aftur og fékk nokkra drykki og fór án þess að borga þá. Eða suma af þeim.
Veislan er að ganga mjög vel, þrátt fyrir stressið í okkur. Erum líka með nokkur borð sem tilheyra ekki veislunni og allt er að ganga ve. Ég er búinn að vera á barnum og í eldhúsinu. Bói að þjóna og skipuleggja þjónustuna. Er eiginlega vara soldið stoltur þrátt fyrir að ég hefði fundið fyrir því að vera ekki í friði. Fannst eiginlega eins go ég væri í veislu sem mér hefði ekki verið boðið í og við vorum ekki látnir í friði á borðinu okkar. Fólk allt í kringum okkar sem hafði það gott, og notað öskubakkann okkar, stal eldspítunum okkar og skildi eftir pela á borðinu. Djísus......
Má ekki vera að þessu, Mæðradagur á morgun og allt fullbókað á ressanum í hádegismat. Veit ekki hvernig við náum að gera morgunmat og sveifla okkur svo yfir í þrí réttaðan mæðradags lunch. Þetta kemur til með að ganga einhvern vegin. Er búinn að reyna að ná sambandi við Pollýönnu og verð vonandi jákvæðari á morgun.
3 Comments:
jæja elskur loksins nokkrar línur úr henni Reykjavík á venjulegum sunnudegi, með tilheyrandi 1 stk afmælisveislu, 1 stk út að borða með Jóa börnum, skoða garðinn og reyna að finna út hvað mig langar til að gera, heimsækja einn útsölumarkað og kaupa flíspeysu, þjóðartáknið,taka upp úr töskum eftir eina nótt á Mýrum í samfloti með Jóku systir og hóp af öðru fólki, frábærasta fjallasýn sem maður hefur séð í langan tíma...
Annars eru aðalfréttirnar að hann Hörður minn var að klára Lístaháskólann, lokaverkefnið hans var að endurhanna allt strætókerfið fyrir strætó, og er hann búin að fá mikla athygli út á þetta, viðtal í moggann, svona almennt meira vegna skólans, einnig kom viðtal við hann í Fréttablaðinu og svo í dag heil opna í Mogganum um hann og verkefnið, ansi stolt mamma sem gengur um þessa dagana...núna finnst mér eins og ég hafi komið honum vel frá mér, hann ætti að vera komin á grænu greinina.....
Það verður útskriftarveisla í þarnæstu viku, skálum þá fyrir gaurnum...
Það er sama fjörið hjá ykkur sé ég, hvenær á að selja og koma heim í íslenska vorið...ég veit að það jafnast ekki á við blómaskrúðið ykkar, en það yrði kannski aðeins meiri tími til að njóta í stað þess að kljást við fulla nágranna
Jæja beibs, ástar og saknaðarkveðjur, vona að ég fari bráðum að lesa stærri og meiri fréttir en um mat,ógreidda reikninga, þjófótt starfsfólk, hoppa hæð mína (eða þannig) daginn sem ég les, erum búnir að selja, erum á leið í Karabíska í 2 mánuði)
júhúuuu...
luv Hafdís
Halló halló, vorið á Íslandi kallar. Það er líka á Nesinu! Jibbí. Ég verð nú að taka undir með Hafdísi elskurnar mínar, að maður verður bara stressaður af að lesa bloggið. Þetta er alltof, alltof mikið álag og alltof mikið vesen og alltof mikið af öllu nema góðu. Er ekkert að frétta af þessu fólki sem ætlaði að kaupa? Þið getið ekki eytt lífinu í þetta, ég sver að ég myndi ekki nenna þessu. Til hvers? Lífið er of stutt fyrir svona eilíft bögg frá einhverju liði sem manni kemur ekkert við í rauninni, þjófar og iðjuleysingjar og eintóm problem. Sorry to say, en ég held þið séuð orðnir of fastir í að láta drauminn rætast. Það eru að verða komin TVÖ ár og ekkert breyst nema það er bara alltaf meira að gera hjá ykkur og við vinirnir erum að týna öllu persónulegu sambandi við ykkur. Ekki viljið þið það? Sorry, en ég varð bara pissed þegar ég las þetta. Maður vill ykkur svo miklu betra en þetta líf, það er málið. Okkur þykir alltof vænt um ykkur til að vilja a) hafa ykkur í ströggli b) hafa áhyggjur af heilsu ykkar c)... æi, það þýðir ekki að telja þetta allt upp, þið vitið hvað ég meina.
En elska ykkur, það er ekki málið
knús frá Önnu Kr. sem er að læra að auðurinn býr innra með manni og maður á að hafa í kringum sig þá sem maður elskar. Skítt með fermetra, hlýtt veðurfar eða kalt, fallegt útsýni, bláan himin, sól, rigningu etc. etc. etc. Knús aftur
æ ég fæ alveg sólsting við að hugsa til ykkar..her er þvílíka veðurblíðan komin þannig að manni líður hálfpartinn eins og maður sé bara kominn til Afríku stundum. Ég er búin með prófin og skellti mér loksins á djammið eftir að hafa verið að kúldrast yfir bókum í 3 mánuði, fannst ég bara frelsast með de samme verð ég að segja enda varla smakkað dropa frá því að skólinn byrjaði...ekki beint african style;) en loksins loksins! en ji minn ætliði ekki að fara að henda karlpunginum ("herramanninnum") út öfugum...sammála síðasta ræðumanni með að skella sér á Karrabían bara sem fyrst, en mer heyrist nú samt ganga svo vel með veisluna þannig að eg samgleðst ykkur innilega...þegar vel gengur! knús knús bið að heilsa öllum, sérstaklega Lónu minni;) ykkar Gússý
Post a Comment
<< Home