Friday, May 19, 2006

part 4 - Róm var ekki byggð á ......

Mæðradagur gekk mjög vel. Nágrannarnir frá helvíti komu líka og það er í seinasta skipti sem þau fá að koma hingað. Fólk sem sat á næsta borði við þau flutti sig inn vegna þess að þau notuðu svo ruddalegt málsfar. Þau eru hræðileg! Ég náði í manninn á mánudaginn og sagði honum (ekki til syndanna, eins og ég hefði átt að gera) að koma vinsamlega og borga reikninginn. Hef hitt hann tvisvar eftir það og hann segist ætla að koma á sunnudag/mánudag og gera upp. Þegar hann er búinn að greiða þá mun ég hringja í alla ressa í Greyton og alla sem ég veit að hafa unnið fyrir þau og vara við. Formaður Rauða krossins kom vegna þess að litaða fólkið hafið tilkynnt heimilisofbeldi sem er mjög sjaldgæft að gerist og eiginlega varla gerst áður. Hún ætlar að heimsækja frúna og ræða við hana. Við erum á svo þunnun ís að við eiginlega viljum ekki gera neitt fyrr en við höfum fengið greitt. Og þá leggst ég í símann og við lokum fyrir klóakið þeirra sem liggur í okkst tánk sem við þurfum að láta losa alla vegna einu sinni í viku.

Við áttum frí á miðvikudag og fimmtudag enda ressinn lokaður. Þurftum að vera hérna samt að taka símann og tölvupóst frá 8 til 5. Svo var bara hurðinni lokað. Æðislegt. Þurftum ekki að keyra eða sækja neitt starfsfólk sem er alltaf auka álag. Á Miðvikudaginn var enginn hérna nema við og Margrét sem er herbergisþerna. Ég eldaði hádegismat fyrir okkur 3 sem var mjög gott. Á fimmtuaginn var Ami, Margrét og Anne á vakt. Samt lokað, við fórum út að borða í hádeginu sem við höfum ekki gert í háu herrans tíð. Maturinn var ekki góður en hvítvínið þeim mun betra. Buðum svo Volga í mat með okkur í mat sem ég eldaði um kvöldið. Reykt svínarif með sveppasósu og bökuðum kartöflum. Nammi-namm. Við áttum mjög gott kvöld saman og þetta var frábært. Ekkert starfsfólk og bara við 3 að snæða saman og fíflast.. Svona kvöld gefa orku og því miður höfum við átt alltof fá svona kvöld.

Svo er törnin byrjuð aftur. Það er Motzart festival í Greyton um helgana og tónleikar í öllum kirkjum. Komust því miður ekki á einn einasta, enda koma allir hingað eftir tónleikana að snæða og drekka. Eigum von á holskeflu af gestum eftir sirka 15 mínútur. Öll borð bókuð og allir á sama tíma. Gvöð má vita hvernig við komust í gegnum þetta kvöld. Loana er reyndar í fínu skapi, en Karen er hálflasin, þannig að maður þarf bara að vona það besta og drífa sig inn í eldhús.

Takk fyrir öll kommentin og fréttirnar af heiman. Takk líka fyrir allar hvatningarnar að selja og drífa sig bara héðan. Því miður er þetta bara ekki svona einfalt. Endilega verið ekki að reka á eftir okkur. Þetta bara tekur sinn tíma. Róm var ekki byggð á einum degi og það á eftir að taka tíma að selja. Höfum ekkert heyrt frá þessu fólki sem hafði áhuga á að kaupa og trúlega eru þau bara hætt við (þrátt fyrir að fasteignasölukonan segi að þau séu ekki hætt við). Það er þessi Ameríkani að koma í Júní þannig að endilega farið öll á hnén og biðjið fyrir því að það gangi upp.

Aðeins seinna
Allt er að ganga upp. Halarófan er komin og flestir búnir að fá matinn sinn. Allt í góðu og allir allir ánægðir. Hjúkkit

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Púff hvað mér létti að lesa af þessum rólegu dögum. Það var bara eins og ég hefði sjálf lent í óvæntu fríi. Æi, ekki tala illa upp það sem við erum að segja um að við viljum að þið komist í burt þarna. Við vitum ósköp vel að það gerist ekki á einum degi og örugglega ekki einum mánuði, jafnvel kannski ekki einu ári. Okkur þykir bara vænt um ykkur og finnst erfitt að lesa um allt þetta álag sem er á ykkur. Annars allt við það sama´. Ég flyt í blokkaríbúðina um næstu helgi. Þar má ég ekki hafa voffa eða kisu og þessvegna fékk ég hundinn hennar Ingu systur lánaðan núna til að vera hjá mér. Ég hef verið hrikalega veik í heila viku, annaðhvort baktería eða vírus,ekki búið að finna út hvort. Einmanaleikinn hvarf þegar ég fékk þessa vinkonum mína í gærkvöldi. Eins og ég sagði henni þá erum við báðar old and sick ladies og eigum því að vera saman. Hún er 13 ára og mér sýnist ekki langt í að hún kveðji þessi elska. Orðin máttfarin og dettur nokkrum sinnum vegna máttleysis í aftari löppum. Við höfðum það kósý í gær og horfðum á myndina Amadeus með Tótu vinkonu minni. Skotta (sem er tíkin sko) elskar klassíska tónlist svo þetta var voða krúttlegt. Stebbi mágur minn fór óbeðinn og málaði alla nýju íbúðina auk þess sem hann keypti þvottavél með þurrkara, bar hana upp á hæðina og tengdi hana á baðherberginu. Mikið er gaman og mikil tilbreyting í að finna fólk sem framkvæmir hlutina en talar ekki og talar um eitthvað sem það ætlar að gera og gerir svo aldrei! Vona að ykkur líði vel elsku vinir. Margir kossar og knús, Anna Kristine

11:12 am  

Post a Comment

<< Home