Saturday, May 20, 2006

part 5 - vonandi final episode.......

Hæ essgunar

Takk AK fyrir allar fréttirnar og stuðninginn. Já þetta kemur til með að taka tíma. Gott að heyra að þið hafið gott saman.

Hér er búið að vera slatti að geta í dag. Nágrannarnir frá helvíti komu um níuleitið í morgun og það er í seinasta skipti sem þau fá að koma hingað. Þau voru til klukkan 6 í kampavíni og ég veit ekki hvað. Bói var að gefast upp þegar ég kom eftir að hafa verið í pásu. Var búinn að pirra þau og ég veit ekki hvað. Það var komin einhver illska í þau (aftur). Ég alla vegna náði að fá af þeim R2000 og Bói náði R1000 í viðbót plús reikninginn þeirra í dag. Við komum til með að afskrifa restina og svo geta þau bara átt sig. Assgotans pakk. Ekki velkomin hingað aftur “never again”

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gott að þið eruð lausir við þau og ALDREI hleypa þeim inn aftur. Svona fólk stelur bara af manni orku. Ég fór út að ganga áðan með Skottu litlu, báðar jafn gamlar og veikar. Á göngustígnum mætti ég gasalega "huggulegum" hjónum, hann í öllu bláu og hún í öllu hvítu. Hún gargaði á mig að hún vildi ekki sjá svona kvikindi á göngustígnum SÍNUM! Ég spurði hana rólega hvenær hún hefði keypt þennan göngustíg. Þá rauk hún áfram, en ég sagði ofboðslega hátt við Skottu: "Mikið erum við heppnar Skotta mín að eiga ekki lögheimili á þessu snobbaða Seltjarnarnesi þar sem kerlingar hafa ekkert annað við tímann að gera en kaupa sér forljóta göngugalla og halda að þær eigi allt Nesið, sem er nú bara lítið og lágt." Kerlingartuskan leit við með morðsvip. Það hefði hún betur ekki gert, því ræða mín versnaði um allan helming!!!!!!!!!!! Æi, svona fólk á bágt. Þvílíkt fjórfætlingahatur í einu samfélagi, það er ábyggilega leitun að öðru eins. Reyndi að senda ykkur meil um breytt heimilisfang en finn ekki netfangið ykkar. Nýja heimilisfangið verður:
Boðagrandi 3, #2B
107 Reykjavík.
Málið er nefnilega þetta: Þetta er allt spurningin um TO BE OR NOT TO BE þannig að ég ákvað bara að verða TO BE (2B)! Eurovision from hell var í gærkvöldi, ömurleg keppni. Mér leiðist, er í vondu skapi og þarf nauðsynlega að verða ástfangin mjög fljótlega svo þetta endi ekki með ósköpum. Skapið er aðallega vegna þess að ég ætlaði að pakka og byrja að flytja þessa helgi en er þess í stað hundveik (gott orð, HUNDveik), get ekki lyft einum kassa og of máttfarin til að fara yfir hvað á að fara inn í íbúðina og hvað í geymslu hjá Ástu vinkonu, mömmu og þeim sem hafa mikinn áhuga á að geyma fyrir mig! Geymslulaust sko þar sem ég verð næstu 2 árin. Oh, ég vildi svo mikið að þið væruð hérna og gætuð rennt til mín í kaffisopa. Love you, knús Anna Kr.

2:16 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hvað er með þetta fólk, ætlar engin að senda ykkur comment?! Mér finnst svo gaman að lesa bloggið og kommentin frá vinum ykkar!!! Jæja, nú er ég að flytja í dag. Það verður skrýtið en samt gaman. Þetta leggst vel í mig. Komin á þann aldur að nú á bara að njóta lífsins, flytja oft, sjá meira og gera meira. Er eitthvað nýtt að frétta af nágrönnunum from hell? Og hvernig er staðan hjá ykkur svona almennt, þ.e. veðurfar, frítími etc. Hvað er Lovísa að gera í London? love you,Anna kr.

9:20 am  

Post a Comment

<< Home