Friday, May 26, 2006

Part 6 never ending.....

Hæ essgunar

Hér er búin að vera dama í ganga. Held að sápuóperna sé að breytast in hriyllingsmyndi ef ekki hasa mynd. Nágrannarinr frá helvíti komu hérna á sunnudaginn efir að hafa verið allan dagin á Drie Fontain sem er staðurinn sem Hermann og Philippus reka hérna á sunnudögum fyrir utan bæjin. Þar voru þau búin að vera allan liðlangan daginn og hagað sér frekar illa. Þóttust ekki eiga peninga þegar þau fóru en Hermann sagði þeim að þau færu ekki fet fyrrr en þau væru búin að greiða sem þau gerðu á endandum, Komu svo hingað blindfull og vildu fá að snæða og búsa hjá okkur. Ég sagði þeim strax að þau væru ekki velkomin og vísaði þeim út. Hann lét öllum lillum látum og hótað ýmsu. Ég hélt mér bara rólegur og sagði Mr. Otto, please leave, thje gate is over there, Náði þeim út fyrir hliðið og sagði þeim að þau væru ennþá á minni lóð og bað þau að fara. Þá snéri hann sér við og hótaði að lemja mig. Ég missti þá útúr mér; Hversvegna lemurðu ekki konuna þína frekar, þú ert vanur því. Þá braust út stríðsástand. Hún kom hlaupandi til mín með dagblað sem hún var búin ða snúa saman og barði mig með því í andlitið nokkrum sinnum þangað til ég reif það af henni. Þá kom hann hlaupandi og kýldi mig í andlitið þannig að ég steinlá. Komst fljótt á lappir bara til að vera kýuldur niður aftur. Þá kom Bói og hann náði að kýla mig einu sinni aftur og reyndi að kýla Bói en hitti því miður mjög illa. Bóa tókst að koma mér í burtu og loka hliðinu. Fyrst sagði nágranninn samt að hann myndi gera útaf við okkur og ða hann myndi drepa okkur. Þreifaði bak fyrri sig eins og hann væri með byssu og tilbúinn til að skjóta. Við forðuðum okkur í burtu. Ég fór beint inn og hringdi í lögguna sem kom fljótlega. Hann var ennþá hérna fyrir utan og reif kjaft við þá og hótaði þeim öllu illu og lét mjög ófriðlega.. Við vorum í svo miklu uppnámi eftir þetta að við fórum til Marise og Neil strax þegar gestirnir voru búnir að snæða (sem betur fer sá enginn þetta af þeim) Richard van Geasau sá þetta reyndar að hluta til og heyrði allt þannig að við höfum “vitni”.

Löggan gat því miður ekki handtekið hann, en tók skýrslu. Ég er búinn að leggja fram formlega skýrslu og kæra hann. Svo fáum við “letter of peace” sem tryggjir okkur að hann má ekki koma nálægt okkur og ef hann gerir það þá verður löggan komin innan 2 mínútna. Ég fór til læknis sem gaf mér áverkavottorð og skirfaðu út fyrir mig róandi töflur. Ég er búinn að vera í svo miklu upp námi útaf þessu og við vitum varla hvað við getum gert. Ég hringdi í alla ressa í Greyton og sagði þeim hvað hefði gerst og varaði ´þau við. Það er reyndar nú þegar búin að reka þau út af flestum stöðum núþegar. Það eru tveir hádegisverðar staðir ennþá sem þau geta farið á, en ef eitthvað kemur uppá, verður þeim ekki vísað út. Það verður hringt á lögguna sem vísaðþeim út.

Bærinn er í sjokki yfir þessu og ég veit ekki hversu margir hafa ekki komið og sýnt samúð og stuðning. Það hjálpar mikið, Núna er ég bara að reyna að taka þessu eins rólega og ég mögulega get. Við ætlum að reyna að komast í burtu miðvikudag og fimmtudag í næstu viku til að ná aðeins áttum. Annars hafa Volga, Marise og Neil, Noelle verið hérna mikið með okkur að sýna okkur stuðning og boðist til að hjálpa okkur á allan þann veg sem þau geta. Sjáum til. Love and leave!

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Dísösss, Villi minn, hvar endar þetta ? Þetta eru ekki nágrannar from Hell, heldur bara verra ef það er þá hægt. Og ég, sem var pirruð yfir nýju nágrönnunum sem að íslenskum sið þurfa að byggja húsið upp á nýtt með tilheyrandi múrbroti og hamarshöggum.... Ég sé að mér er óhætt að þakka Guði, og þeim feðgum báðum á hverjum degi fyrir að vera hlíft við svonalöguðum ósköpum. Mikið vildi ég að ég gæti "garlað" ykkur í frí, ekki 2ja daga, heldur að minnsta kosti mánuð, þar sem þið þyrftuð ekki að hafa áhyggjur af neinu nema því hvað og hvar þið ættuð að borða næst, það segi ég satt. Sendi ykkur eins hlýja strauma og ég mögulega get.
Ég er eins og Anna Kristine, finnst ég ekki bara vera í sambandi við ykkur á blogginu, heldur líka aðra vini ykkar og fjölskyldu, svo ég sendi henni náttlega góðar kveðjur fyrir flutningana :-)
Kær samúðarkveðja,
Inga

2:38 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Almáttugur Villi minn þetta er nú ekki í lagi. Ég sem var mest hrædd við að þið yrðuð soðnir niður í mannætupott þegar þið tókuð þessa skrítnu ákvörðun um að flytja til s.afríku.

Vonandi fer þessum ósköpum nú að linna og þú hættir þessari sápuóperu og ferð að skrifa um lífið ykkar í Greyton. Átti gott samtal við dóttir þína um ástandi þarna úti og vorkenni ykkur ekkert lengur.

Veit að þið hafið það eins gott í allri vitleysunni og þið viljið hafa það.

Allavega var að spá sambandi við kommentin maður er í raun farinn að hafa ákveðin samskifti við fólk gegnum þau, skrítið system en svona er það.

Kannski er það næsta verkefni kommentavinanna að fara í að skipuleggja fjáröflunarsamkundu til að safna fé til að kaupa lífverði til að passa ykkur. Anna Kristine yrði örugglega góð í því. Gæti orðið gott tilefni til góðrar grillveislu :-)

En að öllu gamni slepptu.
Ástarkveðjur úr mígandi rigningu en ekki roki í Fossvoginum.

Ása Hildur

4:17 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Villi já ég vildi óska að við hefum slegist oftar svo að þú hefðir meiri reynslu í fæting. Vorum einmitt að rifja það upp þegar við slógumst og blóðið rann niður. Er nefninlega með skúla og Höllu í heimsókn núna hér í Norge og erum búin að keyra til Sverge og líta á saab verksmiðjurnar og gömlu heimilin okkar, miðbæinn og það allt tókum heimildar myndband um atburðinn annars vonum við að þú bara rotir fíflið og berjist áfram í þessum rekstri. Við biðjum sérlega vel að heilsa , erum í góðum fíling i Norge. Maggi Birna Skúli og Halla

11:51 am  
Anonymous Anonymous said...

Djísus er ekki allt í lagi með fólk... Vanalega á Hótelum þá lendir maður í erfiðum kúnnum en þeir fara en þessir eru greinilega ekkert að fara... Vona að þetta sé það síðasta sem þið heyrið frá þeim... og vonandi náið þið góðu fríi þó það séu bara tveir dagar... Annars er ég að fara að verja BS ritgerðina mína á morgun og stefnir í útskrift á fimmtudaginn.. Maður titlar sig líklega búvísinding... nei nei.. þetta er nú bara BS í búvísindum. Ég er byrjuð í sumarvinnunni minni á NFS sem útsendingarstjóri í fréttum, þetta er gamla djobbið mitt síðan fyrir fimm árum, bara nýtt fólk og ný tækni, ég hef bara verið í endurhæfingu yfir helgina sem var geðveik með kosningum og öðrum sorglegum stórfréttum. Í dag er bongóblíða á Hvanneyri og yndislegt um að lítast..
Bestu kveðjur úr sveitinni og vonandi fer þessum ósköpum að ljúka hjá ykkur.
Guðrún Bjarnadóttir
Hvanneyri

9:30 am  
Anonymous Anonymous said...

Je minn - Þetta er bara eins og í "Sönnum sögum" eða einhverju ennþá verra. Þið verðið bara að fá ykkur "haglar" til að salla ´þetta helv.... hyski. Vonandi eru að koma bjartari tímar með blóm í haga.
Ástar- og saknaðarkveðja
Systir Sigurjón

1:05 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég á nú ekki til aukatekið orð, andskotans fáráðar eru þetta, ég segi nú ekki annað, sé þetta allt fyrir mér, og sorry pínu fyndið, þið eruð nú hvorugir miklar slagsmálahetjur, sé ykkur í flottum krumpuðum hörfötum og sandölum í boxarastellingum við fólk sem ég get ekki ímyndað mér hvernig lítur út...
Var að koma frá Dublin í nótt, fórum við mútta í 4 daga, ætlaði að drekka bjór og reykja smávindla á írskum pöbbum, en...nei nei bannað að reykja inni, svo ekki varð neitt úr reykingum, kannski í næstu utanlandsferð, maður verður kannski að fara til ykkar til að fá sér smók....áttum frábæra daga, með "shop 'till you drop" í orðsins fyllstu merkingu, þar sem þeir eru ekki búnir að finna upp útikaffihús eða bekki til að tylla lúna fætur og endurraða í pokunum, deila jafnt á hægri og vinstri handleggi svo þeir verði ekki mislangir af burðinum.
Annars var þetta hálflélegt, mamma fór út með 13,2 kíló og kom heim með 15,7, mér finnst nú hún ekki beint hafa misst sig í fatadruslum, (eins og hún myndi orða þetta) en við náðum aðeins að slitna á fingurgómunum við allt káfið....
Jói, Þráinn og Halli eru í Sverige, eflaust líka að skoða SAAB versksmiðjurnar, fóru til Habba, og eru eflaust fullir og fínir þarna úti,
Kosningar búnar, alveg laus við að fylgjast með,sá bara í kveld að XD og XB mynduðu meirihluta í Rvk, við í okkar fjölskyldu fylgdum mömmu eftir og kusum exem...ætli sé ekki lík lyktin úr hvaða rassi sem er.....þetta er einnig tilvísanir í ömmu Dreka,sem alin var upp af gallhörðum kommúnista sem vissi fátt verra en presta og sjálfstæðismenn.
jæja slagsmálahundarnir mínir, þið fáið aldeilis að prufa hitt og þetta, verst að þið skulið ekki vera með svarta beltið, kannski þið skellið ykkur í taikvandó eða kannski bara íslenska glímu...
ástarkveðja frá limegræna landinu góða,var að kaupa í dag fuschiu,mispil, snædrífu, skrautkál, allt að fara í blóma...
ástarkveðja Hafdís

8:33 pm  
Anonymous Anonymous said...

Um allan heim situr fólk og rembist við að verða rithöfundar. Lendir ekki í neinu og veit ekkert hvað það á að skrifa um. Mér finnst að þið eigið bara að bjóða Hell´s fólkinu í mat og setja smá blásýru í hvítvínið; skilst að hún greinist ekki við krufningu. Þar með eruð þið komnir með pottþétta spennusögu. Bara halda öllu saman sem þið hafið lent í, búa til sterka nærmynd af liðinu, hvernig það klæðist, sérstakir taktar o.s.frv. Ég get sent breska lækninn til að gera krufninguna, hann mun segja þetta einsdæmi í sögunni að hjón hafi fengið hjartastopp á sömu sekúndu. Sit og horfi á sjóinn og Esjuna. Fuglarnir eru að vakna til lífsins. Klukkan fjögur var bara einn á sveimi, nú er þeim hressilega farið að fjölga. Sjórinn grásvartur og himininn ekki búinn að gera upp við sig hvort hann ætli að vera svartur, grár eða blár í dag. Í staðinn fyrir söfun í grillveislu gætum við byrjað á að hittast vinir ykkar í grilli með Vodoo dúkkur og títuprjóna. Þið látið okkur bara vita hverja þið viljið losna við. Consider it as done! Takk fyrir kveðjuna Inga! Það er svolítið sérkennilegt að spjalla við fólk á blogginu, en það er mjög skemmtilegt. Góðir punktar hjá Hafdísi það sem hún hefur eftir ömmu Dreka! Hafdís! Ég myrti blóm í garðskálanum hjá Erni, geturðu kíkt með mér og skoðað líkið? Spurning hvort ég geti keypt eins blóm og sett það þar sem hitt var! Örn kemur 7. þannig að þá þarf allt að vera á lífi í húsinu, he he! Fór á Mímisbar í gær eins og ALLTAF... eða þannig, tek flest viðtölin þar. Kallar þá ekki í mig kona, spyr hvort ég sé AK, og er þar ekki komin móðir Lovísu! Gott hjá henni að heilsa mér, ég hleyp alltaf þarna inn og sé engan. Barinn græðir ekki mikið á mér, þetta er alltaf vatn í könnu, en þeir tríta mig eins og ég sé sú sem eyðir mestu á barnum ever! Stórar ákvarðanatökur í dag, þessvegna var ég vöknuð kl. 4 en er eiginlega að uppgötva það núna að ég verð væntanlega ekki á lífi kl.20 í kvöld þegar ég fer að taka síðasta viðtalið mitt nema ég reyni að loka augunum núna í svona klukkutíma. Knús og kossar, Anna Kristine.

5:35 am  
Anonymous Anonymous said...

hæ hó
ég skal alveg hitta þig áður er örninn kemur, og skoða líkið, en ég hljóma nú meiri garðblómakona en ég er, en það er bara næs að taka einn bíltúr á Nesið,
líst vel á blásýruna og voodúið...
Það var fyrir löngu gefin út bók hér á Íslandi sem hét..Hélstu að lífið yrði svona? en þessi titill kom upp í huga minn hugsandi um skrautlega ævisögu afríkuvinanna okkar,
ástarkveðja til allra
Hafdís

10:05 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vona að það sé ekki búið að dauðrota þig , þú hefur ekki bloggað svo lengi svo að maður er farin að hafa áhyggjur af þessu. Farðu nú að skrifa meira þetta var að verða svo spennandi:) hilsen maggi

11:20 am  

Post a Comment

<< Home